Kenning og sáttmálar 2021
6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2: „Vér trúum“


„6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2: ,Vér trúum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

bútasaumsteppi með höndum ýmissa hörundslita

Til allra verðugra karlmeðlima, eftir Emma Allebes

6.–12. desember

Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2

„Vér trúum“

Lesið Trúaratriðin og Opinberar yfirlýsingar 1 og 2 og leitið innblásturs heilags anda er þið ráðgerið innihaldsríka kennslu fyrir meðlimi bekkjarins næsta sunnudag.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að ljúka þessari setningu: „Ég gleðst yfir því að hafa lesið ritningarnar þessa viku, af því að …“

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Trúaratriðin

Trúaratriðin eru grundvallarsannleikur um hið endurreista fagnaðarerindi.

  • Hér er aðferð til að hjálpa meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeim fannst einkar mikilvægt í Trúaratriðunum: Þið gætuð skrifað á töfluna tölustafina 1 til og með 13 og beðið meðlimi bekkjarins að skrifa við hlið viðeigandi tölustafs eitthvað sem þeir hafa lært í Trúaratriðunum. Hvaða áhrif hafa þessi sannindi á samband okkar við himneskan föður og Jesú Krist? Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill miðlað því hvernig Trúaratriðin hafa auðgað trúarnám þeirra eða auðveldað þeim að miðla öðrum fagnaðarerindinu.

Trúaratriðin 1:9 og opinberar yfirlýsingar 1 og 2

Kirkja Jesú Krists nýtur leiðsagnar með opinberun.

  • Af hverju er áframhaldandi opinberun okkur mikilvæg? Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla tilfinningum sínum varðandi þessa spurningu. Meðlimir bekkjarins gætu líka rætt hvernig reglan um áframhaldandi opinberun tengist Opinberum yfirlýsingum 1 og 2. (Í lexídrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er getið um gagnlegt efni sem tengist þessum opinberunum.) Hvað lærum við í Opinberum yfirlýsingum 1 og 2 varðandi hlutverk opinberunar kirkjunni til leiðsagnar? (sjá einnig Trúaratriðin 1:9 og tilvitnunina í Gordon B. Hinckley forseta í „Fleiri heimildir“). Hvaða önnur dæmi um áframhaldandi opinberun geta meðlimir bekkjarins tilgreint? Hvernig hafa þessar opinberanir áhrif á líf okkar og hjálpa okkur að byggja upp ríki himnesks föður?

  • Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að lesa og ígrunda Opinberar yfirlýsingar 1 og 2 og miðla einhverju í þessum opinberunum sem gæti hjálpað einhverjum sem á erfitt með að meðtaka nýlegar reglubreytingar, opinberun eða kenningu kirkjunnar. Hvernig hefur meðlimum bekkjarins lærst að treysta Guði er þeir hafa átt erfitt með eitthvað í kirkjunni? Hvernig hefur nám þeirra í þessari viku eflt trú þeirra á að Drottinn er að leiða kirkju sína? Orð Dieters F. Uchtdorf forseta í „Fleiri heimildir“ geta líka veitt skilning.

    málverk af Wilford Woodruff

    Wilford Woodruff, eftir H. E. Peterson

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Andi Guðs var til staðar.“

Gordon B. Hinckley forseti þjónaði sem meðlimur í Tólfpostulasveitinni þegar opinberunin sem tilgreind er í Opinber yfirlýsing 2 barst. Mörgum árum síðar lýsti hann upplifun sinni:

„Það var heilagt og helgað andrúmsloft í herberginu. Mér fannst sem rás opnaðist milli hins himneska hásætis og hins krjúpandi, biðjandi spámannsins Guðs, sem var meðal bræðra sinna. Andi Guðs var til staðar. Fyrir kraft heilags anda kom fullvissa yfir spámanninn um að bón hans í bæninni væri rétt, að sá tími væri kominn að veita skyldi öllum verðugum körlum, hvarvetna, dásamlegar blessanir prestdæmisins, burt séð frá uppruna.

„Hver maður í þeim hring vissi það sama fyrir kraft heilags anda.

Þetta var hljóð og háleit stund. … Engin rödd barst til eyrna okkar. Rödd andans hvíslaði aftur á móti fullvissu í huga og sálir okkar“ („Priesthood Restoration,“ Ensign, okt. 1988, 70).

„Það er eðlilegt að hafa spurningar.“

Dieter F. Uchtdorf forseti sagði eftirfarandi við þá sem efast um sögu eða kenningu kirkjunnar:

„Það er eðlilegt að hafa spurningar ‒ frækorn einlægrar athugunar vex oft og verður að stóru eikartré skilnings. Þeir eru fáir meðlimir kirkjunnar sem ekki hafa í einn eða annan tíma glímt við viðkvæmar og mikilvægar spurningar. Einn tilgangur kirkjunnar er að hlúa að og næra sáðkorn trúar – jafnvel stundum í hrjóstrugum jarðvegi efasemda og óvissu. Trúin er fullvissa um það, sem menn vona og ekki er auðið að sjá.

Ég bið ykkur því, kæru bræður og systur ‒ mínir kæru vinir ‒ að efa efasemdir ykkar áður en þið efið trú ykkar. Við megum aldrei láta efann halda okkur í gíslingu frá guðlegum kærleika, friði og hinum dýrmætu gjöfum sem hlotnast fyrir trú á Drottin Jesú Krist“ („Komið, gangið til liðs við okkur,“ aðalráðstefna, október 2013; sjá einnig Lawrence E. Corbridge, „Stand Forever“ [trúarsakoma í Brigham Young háskóla, 22. jan. 2019], speeches.byu.edu).

Bæta kennslu okkar

Það er í lagi að segja: „Ég veit það ekki.“ Þótt þið reynið ykkar besta til að hjálpa meðlimum bekkjarins með svör við trúarlegum spurningum þeirra, þá væntir Drottinn þess ekki að þið vitið allt. Þegar þið vitið ekki hvernig svara skal einhverju, viðurkennið það þá. Vísið þá nemendum ykkar á hina opinberuðu kenningu og gefið einlægan vitnisburð um það sem þið vissulega vitið. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 24.)