Kenning og sáttmálar 2021
6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2: „Vér trúum“


„6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2: ,Vér trúum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„6.–12. desember. Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
vattteppi með höndum ýmissa hörundslita

Til allra verðugra karlmeðlima, eftir Emma Allebes

6.–12. desember

Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2

„Vér trúum“

Þegar þið lærið Trúaratriðin og opinberar yfirlýsingar 1 og 2, ígrundið þá áhrif þeirra á kirkjuna. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi sannleikann sem þar er kenndur?

Skráið hughrif ykkar

Á þeim 200 árum sem liðið hafa frá Fyrstu sýn Josephs Smith, hefur Guð áfram veitt leiðtogum kirkju sinnar „opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan“ (Kenning og sáttmálar 42:61). Í sumum tilvikum hefur slík opinberun verið leiðtogum leiðsögn um að gera breytingar á reglum og verklagi kirkjunnar, „samkvæmt vilja Drottins, og að hæfi miskunnar hans, í samræmi við ástand mannanna barna“ (Kenning og sáttmálar 46:15). Opinberar yfirlýsingar 1 og 2 eru dæmi um slíka opinberun – önnur batt enda á iðkun fjölkvænis og hina gerði blessanir prestdæmisins, þar með talið musterisblessanir, mögulegar fólki af öllum kynþáttum. Slíkar breytingar eru hluti af merkingu þess að hafa „[sanna] og lifandi kirkju“ (Kenning og sáttmálar 1:30), með sönnum og lifandi spámanni.

Það er þó sumt sem er óbreytanlegt – eilífur grundvallarsannleikur. Stundum er opinberun ætlað að varpa skærari ljósi á slíkan sannleika, hjálpa okkur að skilja hann betur. Trúaratriðin – hinar 13 kjarnyrtu fullyrðingar Josephs um trú Síðari daga heilagra – virðast settar fram í þeim tilgangi. Báðar þessar tegundir opinberana leiða og blessa kirkjuna, kirkju tryggilega byggða á eilífum sannleika, sem þó getur vaxið og breyst, eftir því sem Drottinn eykur okkur skilning til að takast á við áskoranir okkar tíma. Með öðrum orðum: „Vér trúum öllu, sem Guð hefur opinberað, öllu, sem hann nú opinberar, og vér trúum að hann muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki“ (Trúaratriðin 1:9).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Trúaratriðin

Trúaratriðin eru grundvallarsannleikur um hið endurreista fagnaðarerindi.

Ein aðferð til að læra Trúaratriðin er að skrá sannleikann sem finna má í hverju þeirra og síðan leita að ritningarversum sem tengjast þeim sannleika. Hvernig auðga þessi ritningarvers skilning ykkar á sannleikanum í Trúaratriðunum?

Sjá einnig Leiðarvísir að ritningunum, „Trúaratriðin,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/articles-of-faith?lang=isl; L. Tom Perry, „Kenningar og reglur Trúaratriðanna,“ aðalráðstefna, október 2013; „38. kafli: Wentworth-bréfið,“ í Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith, 433–44.

Trúaratriðin 1:9 og opinberar yfirlýsingar 1 og 2

Kirkja Jesú Krists nýtur leiðsagnar með opinberun.

„Vér trúum að [Guð] muni enn opinbera margt stórfenglegt og mikilvægt varðandi Guðs ríki“ (Trúaratriðin 1:9), jafnvel þótt það feli í sér breytingar á reglum og verklagi kirkjunnar. Lesið Opinbera yfirlýsingu 1 og 2, með þessa reglu í huga, og leitið orða og orðtaka sem efla trú ykkar á viðvarandi opinberun. Hvaða fleiri dæmi um viðvarandi opinberun til spámanns Drottins getið þið komið fram með? Hvernig hafa þessar opinberanir haft áhrif á líf ykkar? Hvernig hafa þær orðið verki ríkis himnesks föður til framdráttar?

Sjá einnig Amos 3:7; 2. Nefí 28:30.

Opinber yfirlýsing 1

Verki Guðs verður að miða áfram.

Hvaða ástæður gaf spámaðurinn fyrir því að Drottinn batt enda á fjölkvæni í „[Útdrætti] úr þremur ræðum Wilfords Woodruff forseta um yfirlýsinguna“ (aftarlega í Opinberri yfirlýsingu 1)? Hvað segir þetta ykkur um verk Guðs?

Til frekari upplýsingar um sögubakgrunn Opinberrar yfirlýsingar 1, sjá „The Messenger and the Manifesto [Erindrekinn og yfirlýsingin]“ (Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 323–31) og „Plural Marriage and Families in Early Utah“ (Gospel Topics, topics.ChurchofJesusChrist.org).

Ljósmynd
málverk af Wilford Woodruff

Wilford Woodruff, eftir H. E. Peterson

Opinber yfirlýsing 2

Við getum sett traust okkar á Drottin, jafnvel þótt við höfum ekki fullkominn skilning.

Í ritningunum er okkur kennt að setja traust okkar á Drottin (sjá Orðskviðirnir 3:5) og það gerðu margir kirkjumeðlima af afrískum uppruna þegar kirkjan heimilaði þeim ekki að taka á móti vígslum prestdæmisins og helgiathöfnum musterisins. Þótt þeir hafi ekki skilið afhverju þessi stefna var viðhöfð – og oft særst af skýringum þess tíma, sem kirkjan styður ekki á okkar tíma – þá treystu margir hinna dyggu meðlima af afrískum uppruna Drottni og voru alla ævi trúfastir. Þegar þið lesið Opinbera yfirlýsingu 2, ígrundið þá hvernig ykkur hefur lærst að treysta Drottni, Jafnvel þótt þið hafið ekki haft fullkominn skilning.

Að læra um trú svartra meðlima kirkjunnar, gæti verið ykkur hvetjandi. Einhverjar frásagnir um þá má finna á history.ChurchofJesusChrist.org:

  • Jane Elizabeth Manning James“ (Church History Topics [Kirkjusöguefni])

  • In My Father’s House Are Many Mansions [Í húsi föður míns eru mörg híbýli]“ (saga um Green Flake)

  • You Have Come at Last [Þú hefur loks komið]“ (saga um Anthony Obinna)

  • „Break the Soil of Bitterness [Rjúfa jarðveg biturðar]“ (saga um Julia Mavimbela)

  • I Will Take It in Faith [Ég mun takast á við þetta í trú]“ (saga um George Rickford)

Sjá einnig „Witnessing the Faithfulness [Vitni að trúfesti],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 332–41; Gospel Topics, „Race and the Priesthood,“ topics.ChurchofJesusChrist.org; Ahmad Corbitt, „A Personal Essay on Race and the Priesthood,“ hlutar 1–4, history.ChurchofJesusChrist.org; BeOne.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Trúaratriðin.Íhugið hvernig fjölskylda ykkar gæti búið til „stuttar lexíur“ úr Trúaratriðunum. Hver fjölskyldumeðlimur gæti t.d. valið eina grein í vikunni og fundið ritningarvers, mynd, sálm eða barnasöng eða sagt frá persónulegri reynslu sem tengist efninu.

Fjölskyldumeðlimir gætu líka skiptst á um að spyrja hina spurninga um kirkjuna og síðan svarað þeim spurningum með trúaratriði.

Opinberar yfirlýsingar 1 og 2.Opinberar yfirlýsingar 1 og 2 auðvelda okkur að skilja hlutverk nútíma opinberana í kirkjunni. Þegar fjölskylda ykkar les þær saman, íhugið þá að ræða hvernig spámaðurinn leiðir okkur „með innblæstri frá almáttugum Guði“ (Opinber yfirlýsing 1). Hvernig styrkja þessar tvær yfirlýsingar trú okkar á lifandi Guð, sem persónulega leiðir kirkju sína? Hvernig sjáum við hönd hans í verki kirkjunnar á okkar tíma? Þið gætuð viljað kynna ykkur í sameingingu eitthvað af efninu í „Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi“ hér á undan.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Boðorðin haldið,“ Barnasöngbókin, 68.

Bæta kennslu okkar

Fylgið eftir boðum um að bregðast við. „Þegar þið fylgið eftir boðum um að bregðast við, sýnið þið [fjölskyldumeðlimum] elsku og látið ykkur skipta hvernig fagnaðarerindið blessar líf þeirra. Þið veitið þeim líka tækifæri til að segja frá reynslu sinni“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35).

Prenta