„13.–19. desember. Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins: ‚Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„13.–19. desember. Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021
13.–19. desember
Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins
„Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“
Dallin H. Oaks forseti sagði: „Ég trúi að viðhorf okkar til fjölskylduyfirlýsingarinnar og gagnsemi okkar af henni, sé … prófraun fyrir þessa kynslóð. Ég bið þess að allir Síðari daga heilagir verði staðfastir í þeirri prófraun“ („Áætlunin og yfirlýsingin,“ aðalráðstefna, október 2017). Ígrundið þessi orð þegar þið lærið fjölskylduyfirlýsinguna í þessari viku.
Skráið hughrif ykkar
Jafnvel áður en við fæddumst, þá tilheyrðum við fjölskyldu – fjölskyldu okkar himnesku foreldra. Þegar að því kom að við þurftum að fara úr návist þeirra, hlýtur að hafa verið hughreystandi að vita að á jörðu væru fjölskyldur hluti af áætlun Guðs. Fyrirmynd jarðar er ætlað að enduróma hina fullkomnu fyrirmynd himins.
Engin trygging er fyrir því að jarðneskar fjölskyldur verði að þeirri fyrirmynd eða jafnvel virki. Henry B. Eyring forseti kenndi að fjölskyldur væru „besti kosturinn til að veita börnum Guðs þá elsku á jörðu sem kemst næst himneskri elsku – eða foreldraást“ („Samansöfnun fjölskyldu Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2017). Guð vissi að fjölskyldur væru ófullkomnar og móttækilegar fyrir árásum óvinarins og því sendi hann sinn ástkæra son til að endurleysa okkur og lækna fjölskyldur okkar. Hann sendi síðari daga spámenn með yfirlýsingu til að verja og styrkja fjölskyldur. Ef við fylgjum spámönnunum og setjum traust okkar á frelsarann, þótt jarðneskar fjölskyldur séu ekki að guðlegri fyrirmynd, þá er von fyrir fjölskyldur – á jörðu og á himni.
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
„Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“
„Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ fjallar augljóslega um fjölskyldur. Hún fjallar þó jafnframt um sáluhjálparáætlun Guðs. Ein leið til að læra yfirlýsinguna, er með því að gæta að því sem hún kennir um fortilveru okkar, jarðlífið og eftirlífið. Hvað lærið þið þegar þið nálgist yfirlýsinguna á þennan hátt? Hvernig hjálpar þetta ykkur að skilja afhverju hjónabandið og fjölskyldan eru kjarninn í áætlun Guðs?
Sjá Dallin H. Oaks, „Áætlunin og yfirlýsingin,“ aðalráðstefna, október 2017.
„Hamingju í fjölskyldulífi hljótum við fyrst og fremst þegar við byggjum á kenningum Drottins Jesú Krists.“
Hugsið um málsgreinar sex og sjö í fjölskylduyfirlýsingunni sem fyrirmynd að „hamingju í fjölskyldulífi.“ Þegar þið lesið þessar málsgreinar, auðkennið þá reglur „[farsæls hjónabands og fjölskyldulífs].“ Hugleiðið síðan það fjölskyldusamband sem þið viljið styrkja. Hvaða finnst ykkur þið hvött til að gera? Hvernig hyggist þið fá frelsarann í lið með ykkur í viðleitni ykkar?
Sjá einnig Richard J. Maynes, „Stuðlað að kristilegu heimili,” aðalráðstefna, apríl 2011; „What Matters Most [Það sem mestu skiptir]“ myndband, ChurchofJesusChrist.org.
Ég „mun verða að [sæta ábyrgð gerða] minna frammi fyrir Guði“ fyrir hvernig ég kem fram við fjölskyldu mína.
Fjölskylduyfirlýsingin geymir dásamlegar blessanir sem himneskur faðir lofar þeim sem hlíta leiðsögn hans. Hún geymir líka kröftugar aðvaranir til þeirra sem ekki gera það. Hugleiðið að búa til lista yfir þær blessanir og aðvaranir sem þið finnið.
Hvernig farið þið eftir leiðsögn Guðs í yfirlýsingunni? Um hvað gætuð þið talað við Guð af öryggi um fjölskyldusambönd ykkar, ef þið stæðuð frammi fyrir Guði í dag? Hvað gætuð þið þurft að gera betur?
Sjá einnig Alma 5:15–22; Kenning og sáttmálar 42:22–25; 93:39–44.
Get ég hlotið lofaðar blessanir, ef aðstæður fjölskyldu minnar eru ekki eins og best verður á kosið?
Öldungur D. Todd Christofferson kenndi: „Að lýsa yfir þeim grundvallar sannleika sem tengist hjónabandi og fjölskyldu, er ekki að líta framhjá eða gera lítið úr fórnum og árangri þeirra sem enn hafa ekki getað tileinkað sér þessa fyrirmynd. … Allir hafa náðargáfur; allir eru gæddir hæfileikum; allir geta lagt sitt af mörkum við að leiða fram hina guðlegu áætlun meðal eigin kynslóða. Mögulegt er að áorka mörgu af því góða, mörgu af því nauðsynlega – stundum öllu því sem nú er nauðsynlegt – við aðstæður sem ekki eru eins og best verður á kosið. … Af sannfæringu þá berum við vitni um að friðþæging Jesú Krists er raunveruleg og að hún muni umbuna þeim sem til hans koma og að lokum bæta fyrir allan skort og skaða. Engin er forvígður til að hljóta minna en allt það sem faðirinn ætlar börnum sínum“ („Afhverju hjónaband og fjölskylda,“ aðalráðstefna, apríl 2015).
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
„Kynferði er nauðsynlegur eiginleiki einstaklingsins, sem einkennir hann og samræmist tilgangi hans í fortilveru, jarðneskri tilveru og um eilífð.“Ef gagnlegt væri fyrir fjölskyldu ykkar að ræða kenningu sem tengist kynferði og samkynhneigð, gæti eftirfarandi efni hjálpað: Dallin H. Oaks, „Sannleikur og áætlunin,“ aðalráðstefna, október 2018; Leiðarvísir að ritningunum, „Samkynhneigð,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl.
-
„Hin guðlega sæluáætlun.“Þið gætuð, til að hjálpa fjölskyldu ykkar að skilja mikilvægi fjölskyldna í áætlun himnesks föður, skrifað fortilveran, jarðlífið og lífið eftir dauðann í þrjá dálka á blað. Lesið yfirlýsinguna saman og skrifið á blað það sem þið lærðuð um hvern þessara hluta í áætlun Guðs? Afhverju eru fjölskyldur svo mikilvægar Guði?
-
„[Fjölskyldur geta] sameinast að eilífu.“Þið gætuð horft á myndbandið „Plan of Salvation – We’re Still a Family [Sáluhjálparáætlunin – Við erum enn fjölskylda]” (ChurchofJesusChrist.org). Leitið í fjölskylduyfirlýsingunni að þeim sannleika sem ungi maðurinn í myndbandinu skildi og hjálpaði honum að trúa.
-
„[Hamingja] í fjölskyldulífi.“Til að ræða hvernig hljóta á meiri „hamingju í fjölskyldulífi [ykkar],“ gætuð þið sungið um fjölskyldur, t.d. „Heimilið er himni nær“ (Sálmar, nr. 111). Hvað lærum við af söngnum og fjölskylduyfirlýsingunni sem gæti fært fjölskyldu okkar meiri hamingju? Hvernig getum við verið viss um að við „byggjum á kenningum Drottins Jesú Krists“ sem fjölskylda? Íhugið að velja eina kenningu sem þið viljið vinna að þessa vikuna.
-
„Styrkja fjölskylduna sem grundvallareiningu þjóðfélagsins.“Hvernig reynir Satan að veikja fjölskyldur í heiminum? Hvernig getum við gert okkar hlut við að styrkja fjölskyldur? Sjá boðskap systur Bonnie L. Oscarson til hugmyndaauðgi „Verjendur fjölskyldu-yfirlýsingarinnar“ (aðalráðstefna, apríl 2015).
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Heimilið er himni nær,“ Sálmar, n. 111.