Kenning og sáttmálar 2021
20.–26. desember. Jól: Hin óviðjafnanlega gjöf sonar Guðs


„20.–26. desember. Jól: Hin óviðjafnanlega gjöf sonar Guðs,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„20.–26. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

listaverk af Maríu og Jesúbarninu

Jólasagan í kopar og leir, eftir J. Kirk Richards

20.–26. desember

Jól

Hin óviðjafnanlega gjöf sonar Guðs

Ein leið til að helga hugsanir okkar frelsaranum þessi jól, er með því að læra „Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna.“ Í þessum lexíudrögum er lagt til að þið gerið þennan spámannlega vitnisburð að hluta af trúarnámi ykkar sjálfra og fjölskyldu ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Árið 1838 lýsti spámaðurinn Joseph Smith yfir: „Grundvallarreglur trúar okkar eru vitnisburður postulanna og spámannanna um Jesú Krist, að hann dó, var grafinn, og reis upp á þriðja degi og sté upp til himins; og allt annað í trúarbrögðum okkar er aðeins viðauki við það“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith, 49). Árum síðar sagði Russell M. Nelson forseti: „Það var þessi yfirlýsing frá spámanninum sem var hvatningin á bak við það að 15 spámenn, sjáendur og opinberarar gáfu út og undirrituðu vitnisburð sinn til að minnast 2000 ára afmælis fæðingar Drottins. Sá sögulegi vitnisburður kallast ,Hinn lifandi Kristur.‘ Margir kirkjuþegnar hafa lagt sannleika þess skjals á minnið. Aðrir vita vart af tilvist þess. Er þið leitið þess að læra meira um Jesú Krist, þá hvet ég ykkur að kynna ykkur Hinn lifandi Krist‘“ („Að færa kraft Jesú Krists inn í líf okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Við, sem Síðari daga heilög, gleðjumst í blessun viðvarandi opinberunar fyrir milligöngu spámanna og postula. Við erum þakklát fyrir hina innblásnu leiðsögn þeirra, aðvaranir og hvatningu. Framar öllu erum við þó blessuð af máttugum vitnisburðum þeirra um Jesú Krist – á jólum og út allt árið. Þetta eru meira en einungis áhrifamikil orð, hæfra greinarhöfunda eða ræðuflytjenda eða sérfræðinga í efni ritninganna. Þetta eru orð hinna útvöldu Guðs, sem eru kallaðir og gæddir valdsumboði sem „sérstök vitni nafns Krists um allan heim“ (Kenning og sáttmálar 107:23).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

„Enginn annar hefur haft svo djúpstæð áhrif.“

Hvaða hugsanir vakna hjá ykkur við að lesa Lúkas 2:10–11 og fyrstu málsgreinina í „Hinn lifandi Kristur“? Hvað mynduð þið segja til stuðnings fullyrðingunni um að „enginn annar hefur haft svo djúpstæð áhrif [eins og Jesús Kristur] á þá sem lifað hafa og lifa munu á jörðu“? Gætið að sannleika í „Hinn lifandi Kristur,“ sem lýsir djúpum áhrifum frelsarans. Hvernig hefur hann haft áhrif á ykkur og fært ykkur „mikinn fögnuð“? (Lúkas 2:10).

„Hann reis upp frá dauðum.“

Í skjalinu „Hinn lifandi Kristur,“ bera postularnir vitni um upprisu frelsarans, greina frá þremur birtingum hins upprisna Drottins (sjá fimmtu málsgrein). Hugleiðið að lesa um þessar vitjanir í Jóhannes 20–21; 3. Nefí 11–26; og Joseph Smith – Saga 1:14–20. Hvað lærið þið um frelsarann af orðum hans og verkum í þessum vitjunum?

„Prestdæmi hans og kirkja hafa verið endurreist.“

Í námi ykkar á Kenningu og sáttmálum á þessu ári hefur ykkur gefist tækifæri til að læra meira um hvernig „Prestdæmi [frelsarans] og kirkja hafa verið endurreist.“ Hvaða endurreistur sannleikur eða regla hefur verið ykkur einkar mikilvæg? Íhugið að lesa einhver eftirtaldra ritningarversa, sem kenna um endurreisnina: Kenning og sáttmálar 1:17–23; 13; 20:1–12; 65; 110; 112:30–32; 124:39–42; 128:19–21. Ígrundið hvernig sannleikur hins endurreista fagnaðarerindis gerir ykkur kleift að þekkja og tilbiðja Jesú Krist (sjá Kenning og sáttmálar 93:19).

„Hann [mun] dag einn snúa til jarðar á ný.“

Á jólum er tilvalið að horfa bæði til baka til þess tíma er Jesús Kristur fæddist og fram til tíma endurkomu hans. Hvað lærið þið um endurkomu hans í næstsíðustu málsgreininni í „Hinn lifandi Kristur“? Það gæti líka verið áhugavert að lesa, syngja eða hlusta á jólasálma sem kenna um Síðari komuna, eins og t.d. „fagna þú veröld“ eða „Ljós heimsins” (Sálmar, nr. 76, 80).

Hann er ljós, von og líf heimsins.“

Gætið að eiginleikum og titlum frelsarans í síðustu málsgreininni í „Hinn lifandi Kristur.“ Eftirfarandi ritningarvers geta hjálpað ykkur við að ígrunda hvernig Jesús Kristur er „ljós, von og líf heimsins“: Lúkas 2:25–32; 1. Korintubréfið 15:19–23; Moróní 7:41; Kenning og sáttmálar 50:24; 84:44–46; 93:7–10. Á hvað hátt er hann ykkur ljós, von og líf? Hvaða aðrir eiginleikar eða titlar frelsarans eru ykkur mikilvægir?

Á hvaða hátt hefur nám á „Hinn lifandi Kristur“ haft áhrif á trú ykkar á frelsarann og elsku ykkar til hans?

Jesús Kristur

Ljós heimsins, eftir Howard Lyon

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Hinn lifandi Kristur.“Þið gætuð valið lykilorðtök til að auðvelda fjölskyldu ykkar að skilja sannleikann sem kenndur er um frelsarann í „Hinn lifandi Kristur“ og vinna saman að því að teikna myndir sem lýsa þeim orðtökum. Þið gætuð síðan tekið þessar myndir og orðtök saman í eina bók.

„Við berum vitni.“Hvað lærum við af skjalinu Hinn lifandi Kristur um merkingu þess að gefa vitnisburð? Þið gætuð viljað skrá vitnisburð ykkar um Krist, til að minnast fæðingar frelsarans.

„Hann gekk um [og] gjörði gott.“Hvernig gæti fjölskylda ykkar fylgt fordæmi frelsarans um þjónustu þessi jól? Hvernig hyggist þið miðla boðskap „friðar og velgjörðar“ í fjölskyldu ykkar og samfélagi? Hvernig getið þið „[læknað] sjúka“? Þið gætuð fundið hugmyndir í einhverjum jólamyndbandanna í smáforritinu Gospel Media eða Gospel Media library (medialibrary.ChurchofJesusChrist.org).

„Guði séu þakkir fyrir óviðjafnanlega gjöf sonar hans.“Hvaða gjafir höfum við hlotið sökum Jesú Krists? Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir fundið svör í skjalinu „Hinn lifandi Kristur“ og síðan pakkað þeim hlutum í gjafapappír sem tákna þessar gjafir frelsarans. Fjölskylda ykkar gæti opnað gjafirnar á aðfangadag eða í vikunni og lesið ritningarversin sem tengjast hverri þeirra. Hér eru nokkur möguleg ritningarvers, þótt fjölskylda ykkar kunni að finna miklu fleiri: Lúkas 2:10–14; 1. Pétursbréfið 2:21; Mósía 3:8; Alma 11:42–43; Kenning og sáttmálar 18:10–12. Þið gætuð líka sungið söng um frelsarann, t.d. „Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 20), til að finna fleiri gjafir sem frá honum koma.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Ljós heimsins,“ Sálmar, nr. 80.

Bæta persónulegt nám

Einblínið á frelsarann. Sé skjalið ,Hinn lifandi Kristur‘ lesið í bænaranda, þá er það líkt því að lesa vitnisburð Matteusar, Markúsar, Lúkasar, Jóhannesar og spámanna Mormónsbókar. Það mun auka trú ykkar á frelsarann og auðvelda ykkur að einblína á hann“ (M. Russell Ballard, „Endurkoma og endurgjald,“ aðalráðstefna, apríl 2017).