Kenning og sáttmálar 2021
29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138: „Sýnin um endurlausn hinna dánu“


„29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138: ,Sýnin um endurlausn hinna dánu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
fólk í andaheiminum

Spámaðurinn sér föður sinn, móður og bróður í himneska ríkinu (Sýn Josephs Smith í himneska ríkið, Robert Barrett).

29. nóvember – 5. desember

Kenning og sáttmálar 137–138

„Sýnin um endurlausn hinna dánu“

M. Russell Ballard forseti kenndi: „Ég býð ykkur að lesa [Kenningu og sáttmála 138] vandlega og íhugult. Er þið gerið það, megi Drottinn blessa ykkur með enn meiri skilningi og þakklæti fyrir elsku Guðs og sáluhjálparáætlun hans og hamingju fyrir börn hans“ („Sýnin um endurlausn hinna dánu,“ aðalráðstefna, október 2018).

Skráið hughrif ykkar

Yfir 80 ár og 2400 kílómetrar skilja að opinberanirnar sem eru skráðar í Kenningu og sáttmálum 137 og 138. Spámaðurinn Joseph Smith hlaut sýnina í kafla 137 árið 1836 í musterinu í Kirtland, sem verið var að ljúka við að byggja, og Joseph F. Smith, sjötti forseti kirkjunnar, hlaut sýnina í kafla 138 árið 1918 í Salt Lake City. Kenningarlega eru þessar tvær sýnir þó samhliða. Þær svara báðar spurningum um örlög barna Guðs í næsta lífi. Báðar sýnirnar öðlast líka dýpri merkingu þegar við höfum í huga lífsreynslu spámannanna sem hlutu þær.

Sýnin sem Joseph Smith hlaut jók skilning hans á eilífum örlögum Alvins, ástkærs bróður hans, sem lést sex árum fyrir endurreisn valdsins til að skíra. Frá því hafði Joseph stöðugt velt fyrir sér spurningum um eilífa sáluhjálp Alvins. Sýnin sem Joseph F. Smith hlaut, leiddi í ljós dýrðlegan sannleika um andaheiminn – það var sannlega hughreystandi opinberun fyrir þann sem hafði syrgt andlát margra náinna fjölskyldumeðlima. Joseph F. Smith missti föður sinn, Hyrum Smith, fimm ára að aldri og móður sína, Mary Fielding Smith, þegar hann var 13 ára. Þegar hann hlaut sýnina árið 1918, hafði hann syrgt andlát 13 barna.

Þessar sýnir svara mörgum spurningum sem fólk hefur um lífið eftir dauðann. Kafli 137 varpar nokkru ljósi á slíkar spurningar og kafli 138 afhjúpar þær jafnvel enn frekar. Saman bera þeir vitni um „þá miklu og undursamlegu ást föðurins og sonarins sem ásannaðist“ Kenning og sáttmálar 138:3).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 137

Hver einasta sála mun fá tækifæri til að velja himneska dýrð.

Árið 1836 taldi kristið fólk almennt, að ef einhver lést án þess að hafa látið skírast – eins og Alvin bróðir Joseph Smiths – þá gæti sá einstaklingur ekki komist til himnaríkis. Samt sá Joseph Alvin í sýn um himneska ríkið. Þegar þið lesið kafla 138, hugleiðið þá hvað þið lærið um himneskan föður, sáluhjálparáætlun hans og himneska ríkið.

Sjá einnig Saints [Heilagir], 1:232-35.

Kenning og sáttmálar 138:1–11, 25–30

Lestur og ígrundun ritninganna býr mig undir að meðtaka opinberun.

Stundum hlýst opinberun, jafnvel þótt við leitum hennar ekki. Oftar hlýst hún því við leitum hennar og búum okkur undir hana af kostgæfni. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 138:1–11, 25–30, takið þá eftir hvað Joseph F. Smith var að gera þegar „augu skilning [hans] lukust upp,“ til að skilja betur endurlausnarverk frelsarans. Íhugið síðan hvernig þið getið fylgt fordæmi Smith forseta. Hvaða breytingar getið þið til dæmis gert á ritningarnámi ykkar, til að „ígrunda ritningarnar“ oftar og „hugleiða hina miklu friðþægingarfórn [frelsarans]“ vandlegar? (vers 1–2).

Í boðskapnum „Sýnin um endurlausn hinna dánu“ (aðalráðstefna, október 2019), benti M. Russell Ballard forseti á hvernig Smith forseti hefði á annan hátt getað verið búinn undir að meðtaka þessa opinberun. Íhugið hvernig þið hafið verið búin undir þá reynslu sem þið nú upplifið eða upplifið á komandi tíð.

Sjá einnig myndbandið „Ministry of Joseph F. Smith: A Vision of the Redemption of the Dead [Þjónusta Josephs F. Smith: Sýnin um endurlausn hinna dánu]“, ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
málverk af Joseph F. Smith

Joseph F. Smith, eftir Albert E. Salzbrenner

Kenning og sáttmálar 138:25–60

Sáluhjálpin á sér stað beggja vegna hulunnar.

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Boðskapur okkar til heimsins er einfaldur og einlægur: Við bjóðum öllum börnum Guðs, báðumegin hulunnar, að taka á móti blessunum hins heilaga musteris, njóta varanlegrar gleði og vera hæf fyrir eilíft líf“ („Fylkjum liði,“ aðalráðstefna, apríl 2018). Hugleiðið þessa fullyrðingu við lestur Kenningar og sáttmála 138:25–60. Þið gætuð líka haft þessar spurningar í huga:

  • Hvað lærið þið af þessum versum um hvernig starf sáluhjálpar er unnið í andaheiminum? Af hverju er mikilvægt að þið vitið að þetta starf eigi sér stað? Hvernig styrkja þessi vers trú ykkar á friðþægingu frelsarans?

  • Hvað kenna þessi vers um þá sem taka þátt í starfi sáluhjálpar í andaheiminum? Hvers vegna er mikilvægt að skilja að starf sáluhjálpar eigi sér stað báðumegin hulunnar?

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Treystið Drottni,“ aðalráðstefna, október 2019; „Susa Young Gates and the Vision of the Redemption of the Dead [Susa Young Gates og sýnin um endurlausn hinna dánu],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 315–22.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 137:1–5.Biðjið fjölskyldu ykkar að teikna himneska ríkið eins og þau telja það líti út, samkvæmt þessum versum. Hvað finnið þið í þessum versum sem vekur ykkur tilhlökkun um að búa þar? Hvað gerum við núna til að búa okkur undir að dvelja í himneska ríkinu með himneskum föður og Jesú Kristi?

Kenning og sáttmálar 137:5–10.Til að læra um merkingu þess fyrir Joseph Smith að sjá nokkra af fjölskyldumeðlimum sínum saman í himneska ríkinu, gæti fjölskylda ykkar horft á myndbandið „Ministry of Joseph Smith: Temples“ (ChurchofJesusChrist.org). Kannski gætuð þið einnig rætt um einhvern sem þið vitið að dó án þess að fá tækifæri til að skírast. Hvað kennir Kenning og sáttmálar 137:5–10 okkur um slíkan einstakling?

Kenning og sáttmálar 138:12–24.Hvað kennir Kenning og sáttmálar 138:12–24 um fólkið sem frelsarinn heimsótti í andaheiminum? Hvaða blessanir hlaut það? Hvað lærum við af fordæmi fólksins?

Kenning og sáttmálar 138:38–55.Þessi vers lýsa fólkinu sem Joseph F. Smith forseti sá í andaheiminum og segja örlítið frá því. Ef til vill gæti fjölskylda ykkar búið til lista yfir áa ykkar sem eru í andaheiminum, með upplýsingum um líf þeirra.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Rannsaka og biðja,“ Barnasöngbókin, 66.

Bæta nám okkar

Ígrundið ritningarnar. David O. McKay forseti sagði hugleiðslu vera „eina … helgustu dyrnar sem við förum um til návistar Drottins“ (Teachings of Presidents of the Church: David O. McKay [2003], 32).

Ljósmynd
Jesús Kristur í andaheiminum

Erindrekinn, eftir Harold I. Hopkinson. Jesús Kristur valdi réttláta anda til að prédika fagnaðarerindið í andaheiminum.

Prenta