Kenning og sáttmálar 2021
22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136 „Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“


„22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136 „Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Carthage-fangelsið séð utan frá

Carthage-fangelsið

22.–28. nóvember

Kenning og sáttmálar 135–136

„Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“

Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 135–36 gæti Drottinn veitt ykkur skilning til að hjálpa ykkur að tileinka ykkur það sem þið lesið. Skrifið það sem hann kennir ykkur þegar það gerist.

Skráið hughrif ykkar

Síðdegis þann 27. júní 1844, voru Joseph og Hyrum Smith aftur í fangelsi, ásamt John Taylor og Willard Richards. Þeir töldu sig saklausa af öllum glæpum, en gengust við handtöku, í þeirri von að koma í veg fyrir ofbeldi gegn hinum heilögu í Nauvoo. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem óvinir kirkjunnar höfðu sett spámanninn Joseph í fangelsi, en í þetta sinn virtist hann vita að hann ætti ekki afturkvæmt. Hann og vinir hans reyndu að hughreysta hver annan, með því að lesa í Mormónsbók og syngja sálma. Síðan heyrðust byssuskot og innan skamms lauk jarðnesku lífi Josephs Smith og Hyrums bróður hans.

Það batt þó ekki enda á hinn guðlega málstað sem þeir höfðu helgað sig. Þetta var heldur ekki endir endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists. Það var meira verk sem vinna þurfti og fleiri opinberanir sem berast þurftu, til að leiða kirkjuna áfram. Að drepa spámanninn, varð ekki til að koma verki Guðs fyrir kattarnef.

Sjá Saints [Heilagir], 1:521–52.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 135; 136:37–39

Joseph og Hyrum Smith innsigluðu vitnisburð sinn með blóði sínu.

Ímyndið ykkur hvernig ykkur hefði liðið, ef þið hefðuð átt heima í Nauvoo þegar Joseph og Hyrum voru myrtir (sjá Saints [Heilagir], 1:554–55). Hvernig hefðuð þið reynt að fá botn í þennan hörmungaratburð? Kenning og sáttmálar 135, sem var upphaflega gefinn út innan þriggja mánaða frá píslardauðanum, gæti hafa hjálpað. Þið gætuð merkt við orð og setningar sem hefðu veitt ykkur skilning og huggun. Hvað mynduð þið segja við einhvern sem spyrði: „Afhverju myndi Guð leyfa að spámaður hans væri myrtur?“

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 5:21–22; 6:29–30; „Remembering the Martyrdom [Píslarmorðsins minnst],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 299–306; Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith, 525–26, 531–42; M. Russell Ballard, „Eigum við ekki að halda áfram í þágu svo mikils málstaðar?aðalráðstefna, apríl 2020.

Kenning og sáttmálar 135:3

Joseph Smith hefur, að Jesú Kristi undanskildum, gert meira okkur til sáluhjálpar en nokkur annar.

Hugsið um blessanirnar sem þið hafið hlotið sem meðlimir kirkju Jesú Krists. Hversu margar þeirra eru ávöxtur þess verks sem spámaðurinn Joseph Smith innti af hendi? Kenning og sáttmálar 135:3 greinir frá sumu af því dásamlega sem Joseph Smith fékk áorkað á 24 árum, eftir Fyrstu sýnina. Hvernig hefur það haft áhrif á ykkur og samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist? Íhugið að skrá vitnisburð ykkar um spámanninn Joseph Smith. Hver gæti þurft að heyra vitnisburð ykkar?

Kenning og sáttmálar 136

Drottinn veitir mér leiðsögn fyrir „ferð“ mína um lífið.

Eftir að hafa verið hraktir frá Nauvoo, lögðu hinir heilögu upp í langa ferð til Saltvatnsdalsins og það gekk hægt og ámátlega fyrstu nokkur hundruð kílómetrana. Brigham Young, sem leiddi nú kirkjuna sem forseti Tólfpostulasveitarinnar, hafði áhyggjur af því hvernig hinir heilögu kæmust af það sem eftir lifði ferðarinnar. Hann setti upp bráðabirgðastöðvar, sem voru nefndar Vetrarstöðvarnar og baðst fyrir um leiðsögn. Drottinn svaraði með því að veita honum opinberun, sem nú er kafli 136. Þessi opinberun var meðal annars til að minna hina heilögu á að „framferði þeirra í ferðinni væri jafn mikilvægt og ákvörðunarstaður þeirra“ og „varð til að breyta vesturförinni úr illri nauðsyn í mikilvæga sameiginlega andlega reynslu“ („This Shall Be Our Covenant [Þetta skal vera sáttmáli okkar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 308).

Hafið þetta samhengi í huga þegar þið lærið kafla 136. Hvaða leiðsögn finnið þið sem gæti breytt erfiðum tíma lífs ykkar „í mikilvæga … andlega reynslu“? Þið gætuð einnig ígrundað hvernig leiðsögnin gæti hjálpað ykkur að framfylgja vilja Drottins í lífi ykkar, eins og hún hjálpaði hinum fyrri heilögu að takast á við hina erfiðu vesturferð.

Sjá einnig „This Shall Be Our Covenant [Þetta skal vera sáttmáli okkar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 304–14; Kirkjusöguefni, „Succession of Church Leadership,“ ChurchofJesusChrist.org/study/history/topics.

Vetrarstöðvar

Vetrarstöðvar, eftir Greg Olsen

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 135:1, 3.Til að hjálpa fjölskyldumeðlimum að skilja merkingu þess að Joseph Smith hafi „innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu,“ gæti fjölskylda ykkar horft á myndbandið „Testimony of the Book of Mormon [Vitnisburður um Mormónsbók]“ (ChurchofJesusChrist.org; sjá einnig Jeffrey R. Holland, „Öryggi fyrir sálina,“ aðalráðstefna, október 2009). Hvað vekur athygli okkar við þessi vers? Hvernig getum við verið enn staðfastari í vitnisburðum okkar, jafnvel þótt við séum ekki beðin um að deyja fyrir þá?

Kenning og sáttmálar 135:3.Til að ræða hvað felst í yfirlýsingunni um að Joseph Smith „[hafi], að Jesú einum undanskildum, gjört meira manninum til sáluhjálpar í þessum heimi en nokkur annar,“ íhugið þá að rifja upp það sem fjölskylda ykkar hefur lært um Joseph Smith á þessu ári. Þið gætuð notað myndir í þessari kennslubók, til að hjálpa þeim að muna það sem þau hafa lært og boðið þeim að miðla eftirlætis sögum eða kenningum. Afhverju erum við þakklát fyrir spámanninn Joseph Smith og það sem Drottinn fékk áorkað með honum? Þið gætuð einnig horft á myndbandið „Joseph Smith: The Prophet of the Restoration“ (ChurchofJesusChrist.org).

Kenning og sáttmálar 136.Þegar Drottinn opinberaði kafla 136, áttu hinir heilögu langa og stranga ferð fyrir höndum, undir leiðsögn Brighams Young (sjá kafla 5860, og 62 í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 206–8, 211–16, 222–24). Þegar þið lesið saman kafla 136, hugsið þá um erfið vandamál sem fjölskylda ykkar gæti þurft að standa frammi fyrir. Hvaða leiðsögn finnum við í þessari opinberum sem gæti hjálpað okkur að njóta liðsinnis og máttar Drottins?

Kenning og sáttmálar 136:4.Hver er merking þess að „fara í öllu eftir helgiathöfnum Drottins“? Hvaða áhrif hafa helgiathafnirnar sem við höfum meðtekið á daglegt líf okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lofsyngið honum,“ Sálmar, nr. 11.

Bæta persónulegt nám

Finnið elsku Guðs. M. Russell Ballard forseti kenndi: „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi elsku – elsku til Guðs og elsku til hver annars“ („God’s Love for His Children,“ Ensign, maí 1988, 59). Þegar þið lesið ritningarnar, íhugið þá að skrá eða merkja við vísbendingar um elsku Guðs.

múgur í ræðst á Joseph Smith og fleiri Carthage-fangelsinu

Enginn á meiri kærleik, eftir Casey Childs