„20.–26. desember. Jól: Hin óviðjafnanlega gjöf sonar Guðs,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„20.–26. desember. Jól,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
20.–26. desember
Jól
Hin óviðjafnanlega gjöf sonar Guðs
Hafið hugfast að mikilvægasta og árangursríkasta trúarnám meðlima bekkjar ykkar á sér stað á heimili þeirra. Þegar þið búið ykkur undir kennslu, íhugið þá hvernig sunnudagaskólabekkur ykkar getur eflt eigið nám og fjölskyldu sinnar.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Hvernig hefur það blessað meðlimi bekkjar ykkar að læra í þessari viku „Hinn lifandi Kristur“ (KirkjaJesuKrists.is, Frá leiðtogum/Yfirlýsingar)? Þið gætuð miðlað þessum orðum Jean B. Bingham, aðalforseta Líknarfélagsins, og síðan beðið meðlimi bekkjarins að ræða einhverja álíka eigin upplifun: „Er ég hef kynnt mér líf og kenningar Jesú Krists af meiri einbeitni og lært ‚Hinn lifandi Kristur‘ utanbókar, þá hefur þakklæti mitt og kærleikur gagnvart frelsara okkar aukist. Hver setning í þessu innblásna skjali inniheldur prédikun og hefur aukið skilning minn á guðlegu hlutverki hans og jarðnesku verki. Það sem ég hef lært og skynjað í gegnum þetta tímabil lærdóms og íhugunar staðfestir að Jesús er sannarlega ‚ljósið, lífið og von heimsins‘“ („Svo fögnuður yðar verði fullkominn,“ aðalráðstefna, október 2017).
Kennið kenninguna
„Enginn annar hefur haft svo djúpstæð áhrif.“
-
Meðlimir bekkjarins gætu lesið fyrstu málsgreinina í „Hinn lifandi Kristur“ og miðlað hugsunum sínum um ástæður þess að áhrif Jesú Krists hafa verið meiri en nokkurs annars. Hvaða aðrar yfirlýsingar í „Hinn lifandi Kristur“ styðja við þessa staðhæfingu? Bjóðið meðlimum bekkjarins að segja frá því hvernig hann hefur haft áhrif á þá persónulega. Myndbandið „Why We Need a Savior [Af hverju við þörfnumst frelsara]“ (ChurchofJesusChrist.org) getur stutt við umræðurnar.
-
Hafa meðlimir bekkjarins einhvern tíma þurft að útskýra fyrir einhverjum annarrar menningar ástæðu þess að við höldum jól? Þeir gætu ef til vill miðlað upplifunum sínum. Þið gætuð líka þess í stað beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir væru spurðir þessarar spurningar af einhverjum sem væri ókunnugur kristni. Hvernig gætum við svarað þessari spurningu? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að lesa „Hinn lifandi Kristur“ með þessa spurningu í huga og biðjið þá að miðla hugsunum sínum um efnið. Þið gætuð líka lesið saman sem námsbekkur Lúkas 2:10–14 eða sungið sálm sem tjáir gleði jólanna (t.d. líkt og „Fagna þú veröld,“ Sálmar, nr. 76) og rætt af hverju fæðing Krists vekur „mikinn fögnuð.“ Hvað getum við gert til að meðtaka konung okkar?
„Guði séu þakkir fyrir [sína] óviðjafnanlegu gjöf.“
-
Í „Hinn lifandi Kristur“ vísa postularnir til frelsarans sem „gjöf“ frá himneskum föður okkar. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra meira um þessa gjöf, gætuð þið skrifað á töfluna Fyrir Jesú Krist gefur Guð okkur gjöf … og beðið þá að leggja til hvernig ljúka mætti þessari setningu, byggt á því sem þeir lásu í „Hinn lifandi Kristur“ og tilvitnuninni í Russell M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir.“ Hvernig meðtökum við þessar gjafir? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að velja sér eina þessara gjafa og vinna að því að tileinka sér hana betur.
Fleiri heimildir
Gjafir sem frelsarinn býður.
Russell M. Nelson forseti talaði á jólatíma og nefndi fjórar gjafir sem frelsarinn gefur öllum þeim sem fúslega vilja taka á móti þeim:
„Í fyrsta lagi, gaf hann okkur ótakmarkaða hæfileika til að elska. Í því felst að geta elskað þá sem erfitt er að elska, sem eru ekki aðeins þeir sem ekki elska ykkur, heldur líka þeir sem nú ofsækja og misnota ykkur.
Með hjálp frelsarans, getum við lært að elska eins og hann elskar. …
Í öðru lagi, býður frelsarinn ykkur gjöfina að geta fyrirgefið. Fyrir tilstilli hans altæku friðþægingar, getið þið fyrirgefið þeim sem hafa sært ykkur og þeim sem aldrei munu gangast við ábyrgð illskuverks síns á ykkur. …
Í þriðja lagi, er það sú gjöf frelsarans að geta iðrast. Sú gjöf er ekki alltaf fyllilega skilin. … Iðrun er ljómandi gjöf. Hún er ferli sem aldrei ætti að óttast. Hún er gjöf sem við ættum að veita viðtöku af gleði – já, dásama – dag fyrir dag, er við reynum að verða líkari frelsaranum. …
Í fjórða lagi, er það gjöf frelsarans sem í raun er loforð – loforðið um eilíft líf. … Eilíft líf eru þau lífsgæði sem himneskur faðir og hans ástkæri sonur búa við. Þegar faðirinn býður okkur eilíft líf, er hann í raun að segja: ‚Ef þú ákveður að fylgja syni mínum – ef þú þráir raunverulega að verða líkari honum – muntu með tímanum búa við okkar lífsgæði og ríkja yfir heimum og ríkjum, eins og við gerum.‘
Þessar fjórar einstöku gjafir munu færa okkur stöðugt meiri gleði er við veitum þeim viðtöku. Þær urðu að veruleika sökum þess að Jehóva lét svo lágt að koma til jarðar sem barnið Jesú“ („Fjórar gjafir sem Jesús Kristur býður okkur“ [jólasamkoma Æðsta forsætisráðsins, 2. des. 2018], KirkjaJesuKrists.is, Efni/Allar bækur/Jesús Kristur).