Kenning og sáttmálar 2021
13.–19. desember. Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins: „Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“


„13.–19. desember. Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins: ‚Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„13.–19. desember. Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Fjölskylda

13.–19. desember

Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins

„Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“

Þegar þið lærið skjalið „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ í þessari viku, íhugið þá þann sannleika sem mun styðja meðlimi bekkjarins í þeirri viðleitni að efla heimili sitt og fjölskyldu.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla því sem þeir lærðu í þessari viku af fjölskylduyfirlýsingunni, gætuð þið beðið þá að velja einhverja málsgrein í henni og segja í einni setningu frá því sem málsgreinin kennir.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

„Fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“

  • Kirkjan er þekkt fyrir áherslu sína á fjölskyldur og fjölskylduyfirlýsingin gerir grein fyrir kenningarlegum ástæðum þeirrar áherslu. Til að hvetja til umræðu um þetta, gætið þið beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að einhver spyrði þá hvers vegna kirkjan leggi svona mikla áherslu á fjölskyldur. Hvaða sannindum í yfirlýsingunni gætum við miðlað til að svara spurningu viðkomandi?

  • Ein ástæða þess að fjölskylduyfirlýsingin er svo mikilvæg er sú að hún staðfestir sannindi sem sæta árásum á okkar tíma. Hvaða sannindi í yfirlýsingunni hjálpa okkur að láta ekki blekkjast af fölskum hugmyndum um fjölskyldur í heimi nútímans? Hvernig hafa þessi sannindi áhrif á ákvarðanir okkar? Tilvitnunin í Dallin H. Oaks forseta í „Fleiri heimildir“ getur verið gagnleg við að svara þessari spurningu.

    Ljósmynd
    fjölskylda matreiðir

    Foreldrum ber að ala upp börn sín í kærleika og réttlæti.

„Hamingju í fjölskyldulífi hljótum við fyrst og fremst þegar við byggjum á kenningum Drottins Jesú Krists.“

  • Umræður um reglurnar í sjöttu og sjöundu málsgrein í fjölskylduyfirlýsingunni gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að finna aukna gleði í fjölskyldusamböndum sínum. Íhugið að skrifa reglurnar á töfluna og biðja meðlimi bekkjarins að velja sér reglu til að ræða tvo og tvo saman. Þeir gætu notað spurningar sem þessar til að leiða umræður sínar: Hvaða dæmi um þessa reglu höfum við séð í fjölskyldulífi? Hvernig leiðir það til hamingju í fjölskyldu okkar að lifa eftir þessari reglu? Hvernig hjálpar þessi regla okkur að hafa frelsarann að undirstöðu í fjölskyldulífi okkar? Hvaða ritningarvers gætu hjálpað fjölskyldu okkar að skilja þessa reglu betur? (Meðlimir bekkjarins gætu fundið ritningarvers í Leiðarvísi að ritningunum [KirkjaJesúKrists.is, Ritningar/Námshjálp].) Hvert par gæti síðan sagt bekknum frá því sem lærðist.

    Leggið áherslu á að óháð núverandi fjölskylduaðstæðum getum við keppt að því að byggja upp eilífa fjölskyldu með frelsarann og fagnaðarerindi hans sem undirstöðu.

„Við biðjum alla ábyrga þegna … að efla þá þætti sem ætlaðir eru til að varðveita og styrkja fjölskylduna.“

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja þá ábyrgð sína að heiðra sannleikann í fjölskylduyfirlýsingunni? Þið gætuð rætt hvað meðlimir bekkjarins læra af heiti yfirlýsingarinnar, til að hefja umræðurnar. Hvað er yfirlýsing? Hvað varð til þess að Æðsta forsætisráðið og Tólfpostularáðið gáfu út yfirlýsingu til heimsins varðandi fjölskyldur? Meðlimir bekkjarins gætu skráð það sem þeir telja helsta boðskap yfirlýsingarinnar (hvetja þá til að vitna í tilteknar málsgreinar). Þeir gætu síðan rætt hvernig koma mætti þessu á framfæri í samfélagi þeirra eða landi. Í boðskap systur Bonnie L. Oscarson „Verjendur fjölskylduyfirlýsingarinnar“ eru dæmi sem þið gætuð fjallað um saman sem námsbekkur (aðalráðstefna, apríl 2015). Þið gætuð einnig horft á myndbandið „Defenders of the Faith [Verjendur trúarinnar]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Fjölskyldur í áætlun Guðs.

Dallin H. Oaks forseti kenndi:

„Síðari daga heilagir, sem þekkja áætlun Guð um sáluhjálp, hafa einstaka heimssýn, sem gerir þeim kleift að skilja ástæðuna að baki boðorða Guðs, hið óbreytanlega eðli nauðsynlegra helgiathafna hans og grundvallarhlutverk frelsara okkar, Jesú Krists. Friðþæging frelsarans leysir okkur úr klóm dauðans og frelsar okkur frá synd, bundið því að við iðrumst. Sökum þessarar heimssýnar, þá er forgangsröðun og atferli Síðari daga heilagra öðruvísi og þeir eru blessaðir með styrk til að takast á við þrengingar og þrautir jarðlífsins. …

Sú áætlun fagnaðarerindisins sem öllum fjölskyldum er boðið að fylgja til að búa sig undir eilíft líf og upphafningu, er útskýrð í útgefnu skjali kirkjunnar frá 1995: ‚Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.‘ Yfirlýsingar hennar eru auðvitað merkjanlega frábrugðnar sumum gildandi lögum, framkvæmdum og boðunum þess heims sem við lifum í. Á okkar tíma er helsti ágreiningurinn sambúð ógiftra, hjónaband samkynhneigðra og barnauppeldi í slíkum samböndum. Þeir sem ekki trúa á eða sækjast eftir upphafningu og láta að mestu stjórnast af háttum heimsins, telja fjölskylduyfirlýsinguna einungis stefnuyfirlýsingu sem ætti að breyta. Síðari daga heilagir standa hins vegar fast á því að fjölskylduyfirlýsingin sé skilgreinandi fyrir fjölskyldusamband þar sem mikilvægasti hluti okkar eilífu framþróunar geti farið fram“ („Áætlunin og yfirlýsingin,“ aðalráðstefna, október 2017).

Bæta kennslu okkar

Lifið eftir fagnaðarerindinu af öllu hjarta. „Kraftur veitist þegar kennari hefur gert allt í sínu valdi til að undirbúa sig, ekki bara einstaka lexíu, heldur að laga líf sitt að andanum“ (Boyd K. Packer, Teach Ye Diligently [1975], 306).

Prenta