Kenning og sáttmálar 2021
1.–7. nóvember. Kenning og sáttmálar 125–128: „Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu“


„1.–7. nóvember Kenning og sáttmálar 125–128: „Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu“, Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„1.–7. nóvember Kenning og sáttmálar 125–128,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
fjölskylda með forfeðrum í andaheiminum

Við með þeim og þau með okkur, eftir Caitlin Connolly

1.–7. nóvember

Kenning og sáttmálar 125-128

„Gleðiraust fyrir hina lifandi og hina dánu“

Íhugið þessi orð öldungs Ulisses Soares: „Hin góða fyrirmynd er besti kennarinn. Að kenna eitthvað sem við sannlega lifum eftir, getur gert gæfumuninn í hjörtum þeirra sem við kennum“ („Hvernig fæ ég skilið?aðalráðstefna, apríl 2019).

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Meðlimir bekkjarins gætu skrifað á töfluna orðtök úr Kenningu og sáttmálum 125–28 sem vekja áhuga þeirra. Fáið þá til að miðla hugsunum um þessi orðtök. Hvaða áhrif hafði það á gjörðir þeirra í þessari viku að læra þessi sannindi?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 126

„Annast fjölskyldu þína sérstaklega.“

  • Þær kallanir sem Brigham Young hlaut til að þjóna í kirkjunni kröfðust þess að hann og fjölskylda hans færðu miklar fórnir; orð Drottins til Brighams í kafla 126 gætu hvatt til umræðu um ástæður þess að Drottinn krefst stundum fórna í þjónustu okkar. Hvernig hefur Drottinn hjálpað okkur að framfylgja ábyrgð okkar á heimilinu, í kirkjuköllunum og á öðrum sviðum lífsins?

Kenning og sáttmálar 127:2–4

Við getum reitt okkur á Drottin á erfiðum tímum.

  • Hvernig gæti Kenning og sáttmálar 127:2–4 hjálpað meðlimum sem finnst þeir synda í „djúpu vatni,“ líkt og Joseph Smith fannst? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa þessi vers og segja frá því hvernig þeir myndu gera grein fyrir viðhorfi Josephs Smith gagnvart áskorunum sínum. Hvaða orðtök í þessum versum myndu hjálpa þeim sem á erfitt? Hvernig reiddi Joseph sig á Drottin í þrengingum sínum? Hvernig getum við fylgt fordæmi hans?

Kenning og sáttmálar 128

Sáluhjálp áa okkar er nauðsynleg okkar eigin sáluhjálp.

  • Íhugið hvernig þið gætuð hvatt meðlimi bekkjarins til að taka þátt í musteris- og ættfræðistarfi. Kenning og sáttmálar 128:15–18 gæti hjálpað þeim að skynja brýna nauðsyn þessa verks; þið gætuð beðið þá að leita í þessum versum að einhverju sem eykur þrá þeirra til að vinna að skírnum fyrir þeirra látnu ættmenni. Spurningar álíka þessum gætu hjálpað þeim að íhuga þessi vers: Af hverju „getum [við ekki] án okkar dánu orðið fullkomin“ (vers 15). Af hverju segir Joseph Smith að skírn fyrir hina dánu sé „[dýrðlegast] alls, sem tilheyrir hinu ævarandi fagnaðarerindi“? (vers 17; sjá einnig tilvitnunina í „Fleiri heimildir“). Á hvaða hátt gæti jörðin verið fordæmd, ef ekki myndast einhvers konar „hlekkur milli feðra og barna“? (vers 18). Ef meðlimir bekkjarins þarfnast hjálpar við að byrja á ættarsögustarfi, gætuð þið beðið leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs að kynna þeim FamilySearch.org.

    Þið gætuð líka innblásið þá með versum sem tilgreina gleði musteris- og ættfræðistarfs, t.d. með Kenningu og sáttmála 128:19–23. Meðlimir bekkjarins gætu lesið þessi vers og fundið orðtök sem tilgreina hvað Joseph Smith fannst um sáluhjálp fyrir hina dánu. Þið gætuð síðan beðið þá að segja frá því þegar þeir upplifðu álíka tilfinningar tengdu þessu verki. Það gæti líka orðið þeim til hvatningar að horfa á eitt af myndböndunum í „Fleiri heimildir.“

  • Þar sem kenningin um sáluhjálp fyrir hina dánu er einstök í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, gæti okkur gefist tækifæri til að útskýra kenninguna fyrir fólki sem er algjörlega ókunnugt henni. Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Kenningu og sáttmálum 128 að einhverju sem þeir gætu miðlað þeim sem spyrði um skírn fyrir dána. Hvað kennir þessi kenning okkur um himneskan föður og Jesú Krist? Látið meðlimi bekkjarins æfa það sem þeir myndu segja.

    Ljósmynd
    ungur maður með nafnaspjöld ættmenna

    Musterisþjónusta fyrir áa okkar tengir hjörtu okkar þeim.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Myndbönd um ættarsögu (ChurchofJesusChrist.org).

  • „I Couldn’t Explain the Feeling [Ég gat ekki útskýrt tilfinninguna]“

  • „If We Put God First [Ef við höfum Guð í fyrirrúmi]“

  • „Redeeming the Dead Redeemed Me [Að endurleysa hina dánu endurleysti mig]“

  • „A Visit from Father [Vitjun föðurs]“

  • „Connected to Eternal Families [Tenging eilífra fjölskyldna]“

  • „Gatherers in the Kingdom [Samansöfnun í ríkinu]“

  • „Including Me [Ég meðtalinn]“

  • „Is Anything Too Hard for the Lord? [Er Drottni nokkuð ómáttugt?]“

„Dýrðleg og undursamleg ráðstöfun“

Gordon B. Hinckley forseti sagði:

„Friðþæging Jesú í þágu allra sýnir mikla staðgengilsfórn. Hann hóf ferli, þar sem hann gerðist staðgengill fyrir allt mannkyn. Þetta ferli, þar sem einn maður getur starfað í þágu annars, heldur áfram í helgiathöfnunum í húsi Drottins. Þar þjónum við í þágu þeirra sem dáið hafa án þekkingar á fagnaðarerindinu. Þeirra er valið að meðtaka eða hafna helgiathöfninni sem framkvæmd er. Þeir eru komnir í sömu spor og þeir sem um jörðina ganga. Hinum dánu eru veitt sömu tækifæri og hinum lifandi. Enn á ný, hver dýrðleg og undursamleg er sú ráðstöfun sem almættið hefur komið á með opinberun þess til spámannsins“ („Það mikla sem Guð hefur opinberað,“ aðalráðstefna, apríl 2005).

Bæta kennslu okkar

Biðjið fyrir meðlimum bekkjar ykkar. Biðjið fyrir þeim sem þið kennið með nafni og reynið að skilja sérstakar þarfir þeirra. Þegar þið gerið það, getur himneskur faðir hjálpað ykkur að vita hvað kenna ber til að uppfylla þær þarfir. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 6.)

Prenta