Kenning og sáttmálar 2021
25.–31. október. Kenning og sáttmálar 124: „Nafni mínu hús“


„25.–31. október. Kenning og sáttmálar 124: ,Nafni mínu hús,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„25.–31. október. Kenning og sáttmálar 124,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Nauvoo

Nauvoo hin fagra, eftir Larry Winborg

25.–31. október

Kenning og sáttmálar 124

„Nafni mínu hús“

Til þess að andinn geti kallað fram reglur í huga okkar í kennslunni (sjá Jóhannes 14:26), þurfum við fyrst að læra og ígrunda þessar reglur.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að segja frá einhverju því sem þeir fundu í Kenningu og sáttmálum 124 sem fékk þá til að hugsa um trúarreglu út frá nýju sjónarhorni. Hvað lásu þeir – sjálfir eða með fjölskyldu sinni – sem breytti viðhorfi þeirra eða hugsunarhætti?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 124:15, 20

Drottinn hefur dálæti á ráðvendni.

  • Í kafla 124 lofar Drottinn Hyrum Smith og George Miller fyrir ráðvendni þeirra. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra meira um þennan eiginleika, gætuð þið beðið þá að lesa Kenningu og sáttmála 124:15, 20 og íhuga hvað þeir læra um ráðvendni í þessum versum. Hvað annað lærum við í ritningunum af hugtakinu „Ráðvendni“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp) eða í boðskap öldungs Richard J. Maynes „Ávinna sér traust Drottins og fjölskyldunnar“? (aðalráðstefna, október 2017). Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill miðlað dæmum um ráðvant fólk sem þeir þekkja. Af hverju er ráðvendni svo mikilvægur eiginleiki?

Kenning og sáttmálar 124:22–24, 60–61

Drottinn vill að við tökum öðrum opnum örmum.

  • Meðlimir bekkjar ykkar geta lært nokkuð af lýsingu Drottins á Nauvoo-húsinu, sem getur hjálpað þeim í samskiptum þeirra við fólk sem ekki er Síðari daga heilagir eða hefur farið frá kirkjunni. Þið gætuð teiknað hús á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að leita í Kenningu og sáttmálum 124:22–24, 60–61 að orðum sem Drottinn notar til að lýsa tilgangi Nauvoo-hússins. Þeir gætu síðan skrifað orðin umhverfis húsið. Hvernig mætti líka heimfæra þessi hugtök upp á kirkju Jesú Krists? Hvað getum við gert til að skapa þetta sama atferli kærleika gagnvart öðrum í deild okkar og á heimilum okkar?

Kenning og sáttmálar 124:25–45, 55.

Drottinn býður okkur að byggja musteri, svo við getum tekið á móti helgiathöfnum.

  • Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill ímyndað sér að þeir byggju í Nauvoo árið 1841, væru að vinna við Nauvoo-musterið og vinur spyrði þá: „Af hverju byggjum við stöðugt þessi musteri?“ Hvað myndum við segja við þennan vin? Meðlimir bekkjarins gætu leitað að hugmyndum í Kenningu og sáttmálum 124:28–30, 37–42, 55. Ef einhverjir meðlimir bekkjarins þekkja ekki helgiathafnirnar sem nefndar eru í þessum versum, skulið þið íhuga að lýsa tilgangi og blessun þessara helgiathafna. Sjá temples.ChurchofJesusChrist.org til leiðsagnar um hvað viðeigandi er að ræða utan musterisins og fyrir myndir af musterum sem þið gætuð sýnt meðlimum bekkjarins.

    Ljósmynd
    Joseph Smith með öðrum við byggingu Nauvoo-musterisins.

    Joseph Smith við Nauvoo-musterið, eftir Gary E. Smith

Kenning og sáttmálar 124:45–55

Drottinn mun blessa þá sem reyna sitt besta við að hlýða boðorðum hans.

  • Hinum heilögu hafði verið boðið að reisa musteri í Jackson-sýlsu en þeir voru „hindraðir … af óvinum sínum (Kenning og sáttmálar 124:51). Í versum 49–55, þar sem Drottinn ræðir þessar aðstæður, gæti verið hughreystandi boðskapur fyrir þá sem vilja hlýða boðorðum Guð en er haldið frá því af fjölskyldu eða af öðrum ástæðum. Þið gætuð lesið þessi vers með meðlimum bekkjarins og beðið þá að hugsa um aðstæður sem fólk ræður ekki við og gæti mögulega ekki uppfyllt réttlátar þrár sínar. Hvaða leiðsögn finnið þið í þessum versum sem gæti hjálpað einhverjum í slíkum aðstæðum? Hvað kenna þessi vers okkur um hlýðni?

Kenning og sáttmálar 124:91–92

Drottinn getur leiðbeint okkur með patríarkablessun okkar.

  • Myndu meðlimir bekkjar ykkar hafa gagn af umræðu um patríarka og patríarkablessanir? Þið gætuð byrjað á því að biðja meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 124:91–92 og gæta að því sem Hyrum Smith var kallaður til að gera. Þið gætuð síðan skrifað á töfluna Hvað og Af hverju og beðið meðlimi bekkjarins að lesa „Patríarkablessanir“ (Sannir í trúnni, 119–120) til að finna út hvað patríarkablessanir eru og af hverju þær eru mikilvægar. Hvernig getur einstaklingur búið sig undir að meðtaka patríarkablessun? Íhugið að biðja nokkra sem hafa meðtekið patríarkablessun sína að segja frá ástæðu þess að þeir eru þakklátir fyrir hana. (Bendið þeim á að miðla engu of persónulegu eða heilögu í patríarkablessun sinni.) Hvernig getum við sýnt að við metum patríarkablessun okkar?

Bæta kennslu okkar

Biðjið fyrir meðlimum bekkjar ykkar. Biðjið fyrir þeim sem þið kennið með nafni. Þið gætuð beðist fyrir til að skilja þarfir þeirra og vita hvað kenna ber til að uppfylla þær þarfir. Þið gætuð beðið himneskan föður um að „búa hjörtu þeirra undir“ (Alma 16:16) að meðtaka sannleikann sem þið munið kenna. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 6.)

Prenta