2010–2019
Ávinna sér traust Drottins og fjölskyldunnar
Október 2017


Ávinna sér traust Drottins og fjölskyldunnar

Þeir sem hafa „einlægni hjartans“ eru menn sem hægt er að treysta, því traust byggist á einlægni.

Bræður, kannski er ekki til merkara hrós frá Drottni en að vita að hann treystir okkur til að vera verðugir prestdæmishafar og stórkostlegir eiginmenn og feður.

Eitt er víst, að öðlast traust Drottins er blessun sem einungis kemur eftir mikið átak af okkar hálfu. Traust byggir á hlýðni við lögmál Guðs. Að öðlast traust Drottins kemur sem afleiðing þess að vera trúr sáttmálunum sem við höfum gert í skírnarvatninu og í hinu helga musteri. Þegar við höldum loforð okkar gagnvart Drottni þá vex traust hans á okkur.

Ég ann bæði fornum- og nútímaritningum sem nota setninguna „einlægni hjartans“ þegar verið er að lýsa persónueinkennum réttlátrar manneskju. Einlægni eða skortur á einlægni er grundvallarþáttur í persónueinkennum manns. Þeir sem hafa „einlægni hjartans“ eru menn sem hægt er að treysta, því traust byggist á einlægni.

Það að vera einlægur þýðir einfaldlega að ásetningur þinn, eins og gjörðir, er hreinn og réttlátur í öllum þáttum lífs þíns, bæði á almannafæri og í einkalífinu. Með hverri ákvörðun sem við tökum þá vinnum við okkur inn, annað hvort meira eða minna af trausti Drottins. Þessi regla er kannski mest áberandi í guðlega útnefndu hlutverki okkar sem eiginmenn og feður.

Sem eiginmenn og feður þá eigum við guðlega skyldu sem okkur hefur verið veitt af nútíma spámönnum, sjáendum og opinberunum í skjalinu „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“ Í þessu skjali er kennt að (1) „samkvæmt guðlegri áætlun eiga feður að sitja í forsæti fjölskyldu sinnar í kærleika og réttlæti,“ (2) feður „bera þá ábyrgð að sjá henni fyrir nauðsynjum lífsins,“ (3) feður bera ábyrgð á að vernda fjölskyldu sína.

Til þess að við getum öðlast traust Guðs þá þurfum við að inna af hendi þrjár guðlega skipaðar skyldur gagnvart fjölskyldu okkar á vegi Drottins Eins og segir áfram í fjölskylduyfirlýsingunni þá er það leið Drottins að þetta sé framkvæmt með konu okkar sem „jafningar“ Ég sé þetta þannig að við færumst ekki áfram að neinu ráði varðandi þessar þrjár skyldur án algerrar einingar með konu okkar.

Fyrsta skrefið í leiðangri okkar að öðlast traust Drottins, er að setja traust okkar á hann. Spámaðurinn Nefí sýndi okkur fordæmi með svona skuldbindingu þegar hann bað: „Ó Drottinn, ég hef treyst þér og mun að eilífu treysta þér. Ég mun ekki setja traust mitt á arm holdsins.“ Nefí var algerlega skuldbundinn því að gera vilja Drottins. Til viðbótar við að segja að hann myndi „gjöra það, sem Drottinn hefur boðið“ þá var Nefí óhaggandi í skuldbindingu sinni í að inna af hendi verkefni sín, eins og sést í yfirlýsingu hans: „Sem Drottinn lifir og sem við lifum, munum við ekki fara niður til föður okkar í óbyggðunum fyrr en við höfum lokið því, sem Drottinn bauð okkur að gjöra.“

Af því að Nefí treysti Guði fyrst, þá lagði Guð mikið traust á Nefí. Drottinn blessaði hann með mikilli úthellingu andans sem blessaði líf hans, líf fjölskyldu hans og fólksins. Af því að Nefí ríkti í kærleika og réttlæti og sá vel fyrir fjölskyldu sinni og fólki, þá skráði hann, „Og svo bar við, að við lifðum eftir leiðum hamingjunnar.

Til þess að gera viðhorfi konunnar skil í þessu umræðuefni þá fékk ég tvær giftar dætur mínar til að hjálpa mér. Ég spurði hvort þær gætu gefið mér eina eða tvær setningar sem gæfu þeirra sýn á mikilvægi trausts eins og það snertir hjónaband þeirra og fjölskyldulíf. Hér eru hugleiðingar Lara Harris og Christina Hansen.

Fyrst, Lara: „Eitt af því sem er mér mikilvægast er að vita að þegar eiginmaður minn fer í gegnum daginn, þá tekur hann ákvarðanir sem sýna mér virðingu og kærleika. Þegar við getum treyst hvort öðru á þennan máta, þá færir það frið inn á heimili okkar, þar sem við getum notið þess að ala upp fjölskyldu okkar í sameiningu.“

Nú eru það hugleiðingar Christinu: „Það að treysta einverjum er líkt því að hafa trú á einhverjum. Án þess trausts og trúar þá er ótti og efi Hvað mig varðar þá er ein mesta blessunin sem kemur frá því að geta fylllega treyst eiginmanni mínum, er friður - hugarró, vitandi að hann gerir það sem hann segist ætla að gera. Traust færir frið, kærleika og umhverfi þar sem ástin getur vaxið.“

Lara og Christina sáu aldrei það sem hin hafði skrifað. Það er svo forvitnilegt fyrir mig að sjá að ótengt hvor annarri, þá álitu þær báðar að blessun þess að hafa frið á heimilinu væri í beinni tengingu við að eiga eiginmann sem þær gætu treyst. Eins og sést á fordæmi dætra minna, þá spilar lögmál trausts mjög mikilvægt hlutverk í uppbyggingu heimilis sem hefur Krist að þungamiðju.

Ég naut þess að alast upp á samskonar Krists-miðuðu heimili þar sem faðir minn heiðraði prestdæmi sitt og öðlaðist traust allrar fjölskyldunnar vegna „einlægni hjarta hans.“ Mig langar til að deila með ykkur reynslu úr eigin æsku sem sýnir þau varanlegu áhrif sem faðir, sem skilur og lifir lögmáli trausts byggt á einlægni, getur haft á fjölskyldu sína.

Þegar ég var mjög ungur þá stofnaði faðir minn fyrirtæki sem sérhæfði sig í að gera verksmiðjur sjálfvirkari. Þetta fyrirtæki hannaði, smíðaði og setti upp sjálfvirk færibönd um allan heim.

Þegar ég var á miðstigi í skóla þá vildi faðir minn að ég myndi læra að vinna. Hann vildi einnig að ég lærði á fyrirtækið frá grunni. Mitt fyrsta starf var að annast lóðina og mála svæði húsakynnanna, sem ekki var sýnilegt almenningi.

Þegar ég kom svo í gagnfræðaskóla þá fékk ég stöðuhækkun og fór inn á verksmiðjugólfið. Ég byrjað á að læra að lesa byggingarteikningar og að stýra stórum stálframleiðsluvélum Eftir gagnfræðaskóla fór ég háskóla og fór svo á trúboðsakurinn. Þegar ég kom heim af trúboði mínu fór ég beint aftur í vinnu Ég þurfti að þéna peninga til að eiga fyrir skólakostnaði næsta árs.

Dag einn, fljótlega eftir trúboð mitt, var ég að vinna í verksmiðjunni þegar faðir minn kallaði mig inn á skrifstofu sína og spurði hvort ég hefði áhuga á að fara með honum í viðskiptaferð til Los Angeles. Þetta var í fyrsta sinn sem faðir minn hafði boðið mér að fylgja honum í viðskiptaferð. Hann var í raun að hleypa mér út á meðal fólks til að hjálpa til við að kynna fyrirtækið.

Áður en við fórum í ferðina, undirbjó hann mig með nokkrum upplýsingum um þennan nýja mögulega viðskiptavin. Til að byrja með þá var þetta fjölþjóðlegt fyrirtæki. Í öðru lagi þá voru þeir að uppfæra framleiðslulínu sína um allan heim með nýjustu færibandatækninni. Í þriðja lagi þá hafði fyrirtæki okkar aldrei séð þeim fyrir verkfræðiþjónustu áður, né tækni. Að lokum þá hafði nýi innkaupastjórinn þeirra kallað til þessa fundar til að yfirfara útboð okkar á nýju verkefni Þessi fundur þýddi ný og mögulega mikilvæg tækifæri fyrir fyrirtæki okkar.

Eftir að við komum til Los Angeles fórum við faðir minn á hótel þessa yfirmanns til að sitja fundinn. Fyrst á efnisskrá var að ræða og meta verkfræðihönnun verkefnisins. Næst ræddum við um framkvæmdina, þar með talið skipulagningu, flutning og afhendingu. Það síðasta sem við ræddum hafði að gera með verð, skilmála og forsendur. Þarna urðu umræðurnar fyrst áhugaverðar.

Þessi stjórnandi útskýrði fyrir okkar að við ættum lægsta útboðið af þeim sem hefðu sent inn tilboð í verkefnið Þá sagði hann okkur, sem var svolítið forvitnilegt, frá næstlægsta útboðinu. Hann spurði okkur svo hvort að við værum tilbúnir að taka útboðið okkar tilbaka og senda það svo aftur inn. Hann sagði okkur að nýja tilboðið okkar ætti að vera verðlagt rétt undir næstlægsta tilboðinu. Hann útskýrði svo fyrir okkur að við myndum svo skipta þessari nýju millibils upphæð jafnt á milli okkar. Hann rökræddi það þannig að allir myndu græða á þessu. Fyrirtækið okkar myndi græða því að við myndum fá talsvert hærri upphæð en að upprunalegt tilboð okkar talaði um. Hans fyrirtæki myndi græða þar sem þeir væru samt að gera viðskipti við lægsta útboðsfyrirtækið. Að sjálfsögðu myndi hann græða þar sem hann tæki sinn hlut, þar sem hann setti þennan samning saman.

Hann gaf okkur svo númer á pósthólfi þangað sem við gætum sent honum þá peningaupphæð sem hann krafðist. Eftir þetta allt, leit hann á föður minn og spurði, „Jæja, er þetta þá ekki slegið?“ Mér til mikillar undrunar stóð faðir minn upp, tók í hendi hans og sagði honum að við myndum verða í sambandi.

Eftir að við yfirgáfum fundinn, settumst við í bílaleigubílinn og faðir minn snéri sér að mér og spurði: „Jæja, hvað finnst þér að við ættum að gera?“

Ég svaraði með því að segja að mér fyndist ekki að við ættum að gangast að þessu tilboði.

Faðir minn spurði því næst: „Finnst þér ekki að við höfum þá ábyrgð gagnvart öllum starfsmönnum okkar að sjá þeim fyrir nægri vinnu?“

Á meðan ég var að hugleiða þessa spurningu og áður en ég gat svarað, svaraði hann sinni eigin spurningu. Hann sagði: „Sko, Rick, um leið og þú tekur við mútum eða ferð í einhverjar tilslakanir með heiðarleika þinn, þá er mjög erfitt að fara tilbaka. Aldrei gera svo, ekki í eitt skipti.“

Ástæðan fyrir því að ég er að deila þessu með ykkur er að ég hef aldrei gleymt því sem faðir minn kenndi mér þarna í fyrstu viðskiptaferðinni með honum. Ég deili þessari reynslu með ykkur til að sýna ykkur fram á þau varanlegu áhrif sem við höfum sem feður. Getið þið ímyndað ykkur það traust sem ég hafði á föður mínum, vegna einlægni hjarta hans. Hann lifði eftir þessum reglum í einkalífinu með móður minni, börnum og öllum þeim sem hann hafði samskipti við.

Bræður, það er bæn mín í kvöld, að við munum fyrst og fremst leggja traust okkar á Drottin, eins og Nefí sýndi okkur, og því næst munum við, með einlægni hjarta okkar, öðlast traust Drottins um leið og traust kvenna okkar og barna. Er við skiljum og beitum þessu heilaga lögmáli, byggt á einlægni, þá verðum við sannir okkar helgu sáttmálum Við munum einnig ná að stýra fjölskyldum okkar í kærleika og réttlæti, sjá þeim fyrir nauðsynjum lífsins og vernda fjölskyldur okkar frá illsku heimsins. Ég ber þessum sannleik vitni, í auðmýkt og í nafni Jesú Krists, amen.