„Ég ætla þér verk að vinna“
Sérhvert okkar gegnir mikilvægu hlutverki í því að þoka verki Guðs áfram.
Guð lýsti yfir við Móse: „Ég ætla þér verk að vinna“ (HDP Móse 1:6). Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hvort himneskur faðir ætli ykkur verk að vinna? Hefur hann fyrirbúið ykkur – einkum ykkur – eitthvað mikilvægt að vinna? Ég ber þess vitni að svarið er já!
Hugsum um Girish Ghimire, sem var fæddur og uppalinn í landinu Nepal. Þegar hann var unglingur stundaði hann nám í Kína, þar sem bekkjarfélagi sagði honum frá fagnaðarerindi Jesú Krists. Að því kom að Girish fór í Brigham Young háskólann í mastersnám og kynntist þar væntanlegri eiginkonu sinni. Þau settust að í Saltvatnsdalnum og ættleiddu tvö börn frá Nepal.
Mörgum árum síðar, þegar yfir 1500 flóttamenn frá búðum í Nepal fluttust búferlum til Utah, þá fannst Girish hann knúinn til að koma til hjálpar. Þar sem Girish talaði tungumál þeirra og þekkti menninguna, þá þjónaði hann þeim sem túlkur, kennari og leiðbeinandi. Eftir að nepalska flóttafólkið hafði komið sér fyrir í samfélaginu, þá fór sumt þeirra að sýna fagnaðarerindinu áhuga. Nepölsk grein var stofnuð og Girish var síðar kallaður sem greinarforseti hennar. Hann kom líka að þýðingu Mormónsbókar yfir á nepölsku.
Getið þið séð hvernig himneskur faðir undibjó Girish og notar hann?
Guð hefur verk fyrir okkur öll að vinna
Bræður og systur, Guð hefur mikilvægt verk fyrir okkur öll að vinna. Spencer W. Kimball forseti talaði til systranna um sannleika sem á við um okkur öll. Hann kenndi: „Áður en við komum [til jarðar, var] okkur falin ákveðin verk. … Þótt við munum það ekki nákvæmlega, þá dregur það ekki úr hinum dýrðlega raunveruleika sem við eitt sinn gengumst við“ Hve dásamlegur sannleikur! Himneskur faðir ætlar okkur öllum að leysa af hendi mikilvæga og markverða hluti (sjá Efe 2:10).
Slík guðleg verkefni eru ekki ætluð einhverjum fámennum forréttindahópum, heldur öllum – án tillits til kyns, kynþáttar, þjóðernis, tekjum, félagslegri stöðu eða kirkjuköllun. Sérhvert okkar gegnir mikilvægu hlutverki í því að þoka verki Guðs áfram (sjá HDP Móse 1:39).
Sum okkar draga í efa að himneskur faðir geti notað okkur til að koma einhverju mikilvægu til leiðar. Hafið þá í huga að hann hefur ætíð notað venjulegt fólk til að koma hinu óvenjulega til leiðar (sjá 1 Kor 1:27–28; K&S 35:13; 124:1). „[Við höfum] sjálfræði“ og „krafturinn býr í [okkur]“ til að „koma miklu réttlæti til leiðar“ (K&S 58:27–28).
Russell M. Nelson forseti útskýrði:
„Drottinn hefur meira í huga fyrir ykkur, en þið hafið í huga fyrir ykkur sjálf! Þið hafið verið varðveitt fyrir þennan tíma og stað. …
Drottinn þarfnast þess að þið setjið mark ykkar á heiminn. Þegar þið gangist við og fylgið vilja hans fyrir ykkur, þá munið þið sjá ykkur sjálf áorka því óhugsanlega!“
Hvernig skiljum við þá og framkvæmum verk Guðs fyrir okkur? Ég ætla að miðla fjórum gagnlegum reglum.
Einblínið á aðra
Í fyrsta lagi, einblínið á aðra. Við getum fylgt Kristi, „sem gekk um [og] gjörði gott“ (Post 10:38; sjá einnig 2 Ne 26:24).
Eftir að ég koma heim frá trúboði, þá saknaði ég míns daglega tilgangs. Augljóslega þurfti ég að halda sáttmála mína, afla mér menntunar, stofna fjölskyldu og afla mér tekna. Ég velti þó fyrir mér hvort það gæti verið eitthvað meira eða jafnvel sérstakt, sem Drottinn vildi að ég gerði. Eftir að hafa hugsað um þetta í nokkra mánuði, varð þetta ritningarvers fyrir sjónum mínum: „Ef þér þráið, munuð þér koma miklu góðu til leiðar meðal þessarar kynslóðar“ (K&S 11:8). Andinn hjálpaði mér að skilja að megintilgangur guðlegra verkefna væri að blessa aðra og „koma miklu góðu til leiðar.“
Við getum velt fyrir okkur ýmsum ákvörðunum lífs okkar – eins og öflun menntunar, atvinnumöguleikum eða búsetu – í samhengi við að hjálpa öðrum.
Fjölskylda nokkur flutti til annarar borgar. Í stað þess að leita að húsi meðal efnameiri fólks, þá fundu þau sig knúin til að búa á svæði þar sem fólk bjó við síðri félagslega stöðu og umtalsverðan minni efnahag. Í áranna rás hefur Drottinn starfað í gegnum þau við að styrkja marga einstaklinga og byggja upp deild þeirra og stiku.
Læknir nokkur hélt uppi venjulegri starfssemi, en fann sig knúinn til að verja einum degi í viku hverri til að sinna einstaklingum sem höfðu enga sjúkratryggingar. Sökum þess hve þessi maður og eiginkona hans voru fús til að blessa aðra, þá sá Drottinn þeim fyrir leið til að blessa hundruð annarra nauðstaddra sjúklinga, samtímis uppeldi margra barna.
Uppgötvið og þróið andlegar gjafir
Í öðru lagi, uppgötvið og þróið andlegar gjafir. Himneskur faðir gaf okkur þessar gjafir til að gera okkur kleift að skilja, framkvæma og njóta verksins sem hann hefur fyrir okkur.
Sum okkar hugsa með sér: „Hef ég einhverjar gjafir?“ Svarið er aftur já! „Og andi Guð gefur hverjum manni [og konu] gjöf … svo að allir njóti góðs af því“ K&S 46:11–12; skáletrað hér). Fjöldi andlegra gjafa eru tilgreindar í ritningunum (sjá 1 Kor 12:1–11, 31; Moró 10:8–18; K&S 46:8–26), en til eru ótal fleiri. Dæmi um fleiri gætu verið að finna til samúðar, vekja von, eiga góð samskipti við fólk, góð skipulagshæfni, mæla eða rita af sannfæringarmætti, kenna skilmerkilega og leggja hart að sér.
Hvernig getum við svo þekkt gjafir okkar? Við getum uppgötvað þær í patríarkablessun okkar, spurt þá sem best þekkja til okkar og séð sjálf í hverju við erum góð og notið þess. Mikilvægast er að við getum spurt Guð (sjá Jakbr 1:5; K&S 112:10). Hann þekkir gjafir okkar, því hann gaf okkur þær (sjá K&S 46:26).
Þegar við uppgötvum gjafir okkar, þá er ábyrgðin okkar að auka við þær (sjá Matt 25:14–30). Meira að segja Jesús Kristur „hlaut ekki fyllinguna í fyrstu, heldur hélt áfram frá náð til náðar“ (K&S 93:13).
Ungur maður teiknaði myndir til að kynna gildi trúar. Eftirlætis myndin mín er af frelsaranum, sem nú prýðir vegg á heimili mínu. Þessi bróðir þróaði og notaði gjöf sína til listsköpunar. Með því að starfa í gegnum hann, hefur himneskur faðir innblásið aðra til að verða betri lærisveinar.
Stundum finnst okkur við ekki hafa neinar sérstakar og mikilvægar gjafir. Dag einn bað ung kona í sálarnauð: „Drottinn, hver er mín persónulega þjónusta?“ Hann svaraði: „Að sýna öðrum athygli.“ Það var andleg gjöf! Upp frá því fann hún gleði í því að sýna þeim athygli sem að öllu jöfnu voru gleymdir og Guð hefur starfað í gegnum hana til að blessa marga. Þótt sumar okkar andlegu gjafa séu kannski ekki markverðar í augum heimsins, þá eru þær Guði og verki hans nauðsynlegar.
Hafið gagn af mótlæti
Í þriðja lagi að hafa gagn af mótlæti. Þrautir okkar gera okkur kleift að uppgötva og búa okkur undir það verk sem himneskur faðir ætlar okkur. Alma útskýrði: „Eftir mikið andstreymi … gjörði [Drottinn] mig að verkfæri í höndum sínum“ (Mósía 23:10). Líkt og friðþæging frelsarans gerði honum kleift að liðsinna okkur (sjá Alma 7:11–12), þá getum við notað þá þekkingu sem við öðluðumst af erfiðri reynslu til að lyfta, styrkja og blessa aðra.
Eftir að framkvæmdastjóri mannauðssamtaka var látinn hætta störfum, las hann patríarkablessun sína og fann sig knúinn til að koma á fót fyrirtæki til að hjálpa öðrum sérfræðingum að verða sér úti um atvinnu. (Hann hjálpaði jafnvel mér að finna starf þegar fjölskylda okkur sneri heim af trúboði.) Drottinn notaði mótlæti hans sem stiklustein til að blessa aðra, um leið og hann sá honum fyrir innihaldsríkara starfi.
Ung hjón upplifðu það að eignast andvana barn. Af sorg hjartans ákváðu þau að heiðra dóttur sína með því að veita foreldrum í álíka aðstæðum ráðgjöf og faglegan stuðning. Drottinn starfaði í gegnum þessi hjón sökum hinnar sérstöku samhyggðar sem mótlætið þroskaði með þeim.
Setjið traust ykkar á Guð
Loks, í fjórða lagi er það loks að setja traust sitt á Guð. Þegar við biðjum hann í trú og einlægum ásetningi, mun hann opinbera okkur sinn guðlega tilgang með okkur. Þegar við loks höfum uppgötvað hann, mun hann hjálpa okkur að framfylgja honum. „Allt er fyrir augum [hans] (K&S 38:2; sjá einnig Abraham 2:8), og á réttum tíma mun hann ljúka upp nauðsynlegum dyrum fyrir okkur (sjá Op 3:8). Hann sendi jafnvel son sinn, Jesú Krist, svo við gætum reitt okkur á hann, til að hljóta styrk utan okkar náttúrlegu eiginleika (sjá Fil 4:13; Alma 26:12).
Bróðir nokkur, sem hafði áhyggjur af stjórnmálalegum ákvörðunum á svæði sínu, fann sig knúinn til að fara í framboð til opinbers embættis. Þrátt fyrir óárennilega kosningabaráttu, þá sýndi hann trú og gerði það sem þurfti til að fara í framboð. Þegar uppi var staðið, þá sigraði hann ekki, en fann að Drottinn hafði veitt sér leiðsögn og styrk til að koma mikilvægum málefnum á framfæri í samfélaginu.
Einstæð móðir sem ól upp börn með þroskahamlanir hafði efasemdir um hvort hún gæti fyllilega uppfyllt þarfir barna sinna. Þótt það hafi reynst henni erfitt, þá finnur hún aukinn styrk frá Drottni til að framfylgja þessu mikilvæga hlutverki sínu farsællega.
Viðvörunarorð
Samtímis því að Guð hjálpar okkur að framfylgja okkar guðlega verkefni, þá reynir óvinurinn að draga okkur frá tilgangi lífsins.
Syndin er hugsanlega okkar stærsta hrösunarhella, sem dregur úr næmni okkar fyrir heilögum anda og takmarkar aðgang okkar að andlegum krafti. Við verðum að kappkosta að vera hrein, til að geta framkvæmt því verki sem himneskur faðir ætlar okkur (sjá 3 Ne 8:1). Högum við lífi okkar á þann hátt að Guð geti starfaði í gegnum okkur?
Satan reynir líka að trufla okkur með því sem hefur minna gildi. Drottinn aðvaraði fyrrum leiðtoga kirkjunnar: „Hugur þinn hefur hvílt meir á hinu jarðneska en á því, sem mitt er … og á þeirri helgu þjónustu, sem þú hefur verið kallaður til“ (K&S 30:2). Erum við svo önnum kafinn af hinu veraldlega að við gleymum okkar guðlegu verkefnum?
Auk þess, þá dregur Satan úr okkur kjark með vanmáttartilfinningum. Hann lætur verkið líta út sem of erfitt eða ógnvænlegt. Við getum þó sett traust okkar á Guð! Hann elskar okkur. Hann vill að við njótum velgengni. „Drottinn mun … fara fyrir [okkur], hann mun vera með [okkur], hann mun eigi sleppa af [okkur] hendinni“ (5 Mós 31:8; sjá einnig Sálm 32:8; Okv 3:5–6; Matt 19:26; K&S 78:18).
Satan reynir líka að fá okkur til að líta svo á að verk okkar sé síðra en verk annarra. Öll verkefni frá Guði eru mikilvæg og við munum finna gleði er við „[miklumst] af því, sem Drottinn hefur boðið [okkur]“ (Alma 29:9).
Þegar Guð starfar í gegnum okkur, þá kann óvinurinn að freista okkar til að eigna sjálfum okkur heiðurinn af einhverju afreki. Við getum þá sýnt auðmýkt eins og frelsarinn gerði með því að hafna sjálfslofi og vegsama þess í stað föðurinn (sjá Matt 5:16; HDP Móse 4:2). Þegar blaðamaður gerði tilraun til að vegsama Móðir Teresu fyrir að hafa helgað líf sitt hinum fátæku, þá sagði hún: „Þetta er verk [Guðs]. Ég er eins og … blýantur í hans hendi. … Hann er hugsuðurinn. Hann er rithöfundurinn. Blýanturinn hefur ekki með neitt að gera. Blýanturinn þarf bara að leyfa að hann sé notaður.“
Lokaorð
Kæru bræður og systur, ég hvert ykkar til að „[bjóða sjálf ykkur] Guði … sem réttlætisvopn“ (Róm 6:13). Að bjóða sig Guði, er að láta hann vita að við viljum koma að gagni, leita hans leiðsagnar og sækjast eftir styrk hans.
Eins og ávallt, þá getum við litið til Jesú Krists, okkar fullkomnu fyrirmyndar. Í fortilverunni spurði himneskur faðir: „Hvern á ég að senda?“
Jesús svaraði: „Hér er ég, send mig“ (Abraham 3:27; sjá einnig Jes 6:8).
Jesús Kristur gekkst undir og bjó sig undir þetta verkefni og uppfyllti sitt forvígða hlutverk sem frelsari og lausnari okkar. Hann gerði vilja föðurins (sjá Jóh 5:30; 6:38; 3 Ne 27:13) og uppfyllti sín guðlegu verkefni.
Ef við fylgjum fordæmi Krists og gefum okkur Guði, þá ber ég þess vitni að hann mun nota okkur til að efla verk sitt og blessa aðra. Í nafni Jesú Krists, amen.