2010–2019
Leitið að vísdómsorðum í hinum bestu bókum.
Október 2017


Leitið að vísdómsorðum í hinum bestu bókum

Ef við lærum úr hinum bestu bókum, þá verndum við okkur sjálf gegn ógnvænlegum skoltum sem leitast við að naga í andlegar rætur okkar.

Snemma einn sumarmorgun sá ég hungraða og vel felulitaða fiðrildalirfu á fallegum rósarunna. Það var það áberandi á lauflausum stilkunum að hún hafði nagað sig í gegnum mjúk laufin með ógnvekjandi kjálkum sínum, að jafnvel almennur vegfarandi hefði séð það. Líkindasögulega séð, þá gat ég ekki annað en hugsað að til eru manneskjur sem eru eins og lirfan, þær má finna víða um heim, og eru svo snilldarlega dulbúnar að við hleypum þeim stundum inn í líf okkar og áður en við vitum af þá hafa þær étið sig í gegnum andlegar rætur okkar, fjölskyldu okkar og vina.

Við búum á tímum þar sem úir og grúir af villandi upplýsingum um trú okkar. Á tímum eins og þessum þá virkar það þannig að ef við náum ekki að vernda og dýpka andlegar rætur okkar þá bjóðum við upp á að þær séu nagaðar af þeim sem leitast við að eyðileggja trú okkar á Krist og trú okkar á endurreista kirkju hans. Á tímum Mormónsbókar þá var það Zeezrom sem leitaðist við að eyðileggja trú hinna trúuðu.

Verk hans og orð voru „snara andstæðingsins, sem hann ætlaði sér að veiða þetta fólk í, svo að honum tækist að beygja [þá] undir vilja sinn og umlykja [þá] hlekkjum sínum og fjötra [þá] til ævarandi tortímingar í samræmi við kröftuga fjötra sína“ (Alma 12:6). Þessir sömu fjötrar eru til í dag og nema að við séum andlega á verði og byggjum upp öruggan grunn sem byggir á frelsara okkar (sjá Helaman 5:12), þá gætum við fundið okkur sjálf bundin af fjötrum Satans og leidd vandlega niður forboðna stíga sem talað er um í Mormónsbók (sjá 1 Ne 8:28).

Páll postuli gaf út viðvörun á sínum dögum sem á vel við á okkar tímum. „Ég veit, … úr hópi sjálfra yðar munu koma fram menn, sem flytja rangsnúna kenningu til að tæla lærisveinana á eftir sér“ (Post 20:29–30).

Viðvörun hans og spámanna okkar og postula, minna okkur á að við verðum að gera allt sem við getum til að styrkja okkur andlega gegn orðum andstöðu og blekkingar. Þegar ég heimsæki deildir og stikur kirkjunnar, þá uppörvast ég af því þegar ég sé, heyri og skynja hina heilögu bregðast jákvætt og trúfastlega við kenningum frelsarans og þjóna hans.

Aukningin í því að halda hvíldardaginn heilagan, er bara eitt dæmi þess að hinir heilögu styrkja sig andlega með því að fylgja spámannlegum boðum. Enn frekari merki um þessa styrkingu er aukning í musteris og ættfræðistörfum þegar fjölskyldurnar safna forfeðrum sínum saman í gegnum helgiathafnir musterisins. Andlegar rætur okkar liggja dýpra þegar einlægar persónulegar bænir og fjölskyldubænir verða virki trúar okkar, er við iðrumst daglega, leitum samfélags heilags anda og lærum um frelsarann og eiginleika hans og vinnum að því að verða líkari honum (sjá 3 Ne 27:27).

Frelsari okkar, Jesús Kristur, er ljós heimsins og hann kallar á okkur að fylgja honum. Við verðum ávallt að horfa til hans og sérstaklega þegar það eru myrkar og stormasamar nætur og ofviðri efa og óvissu læðist yfir okkur eins og þoka. Ef fingurnir sem benda handan „fljótsins stóra [þar sem rúmmikil bygging stendur]“ (1 Ne 8:26) virðast beinast að ykkur í háði, niðurlægingu og kalla til ykkar, þá bið ég ykkur að snúa strax frá svo að þið sannfærist ekki af lævísum og undirförlum aðferðum til að skilja ykkur frá sannleikanum og blessunum hans.

Þetta eitt og sér verður þó ekki nóg á þessum tímum þegar verið er að segja frá, skrifa um og sýna siðlausa hluti. Öldungur Robert D. Hales kenndi okkur að „nema að þið séuð algerlega upptekin við að lifa eftir fagnaðarerindinu – af öllu hjarta, getu, huga og styrk – þá getið þið ekki framleitt nægilega mikinn andlegan styrk til að ýta myrkinu á brott“ (“Out of Darkness into His Marvelous Light,” Liahona, júlí 2002, 78). Vissulega þýðir þrá okkar að fylgja Kristi, sem er ljós heimsins (sjá Jóh 8:12), að við verðum að fylgja kenningum hans. Við erum andlega styrkt, efld og vernduð þegar við fylgjum orði Guðs.

Því meira ljós í lífi okkar, því færri skuggar. Hinsvegar þá er sama í hve miklu ljósi við erum, við komumst samt í kynni við fólk og athugasemdir sem rangfæra trú okkar og reyna á hana. Jakob postuli skrifaði að „trúarstaðfesta [okkar] vekur þolgæði” (Jakbr 1:3). Með þetta í huga, þá kenndi öldungur Neal A. Maxwell að „þolinmóður lærisveinn … er ekki gripinn óvörum eða í uppnámi þegar villandi upplýsingar eru gefnar um kirkjuna. (“Patience” [Brigham Young University devotional, 27. nóv. 1979], speeches.byu.edu).

Spurningar varðandi kirkjusöguna og trú okkar koma upp. Það er nauðsynlegt að vanda valið þegar leita á réttra svara. Það er ekkert fengið með því að leita svara og skoðana hjá þeim sem hafa enn minni upplýsingar eða eru fráhverfir. Besta ráðið er að finna hjá Jakobi postula: „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð“ (Jakbr 1:5).

Áður en að Guð er spurður skal málið rannsakað, því að við erum undir ritningarlegum fyrirmælum að leita „að vísdómsorðum í hinum bestu bókum. Sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú“ (K&S 88:118). Það er til mikið framboð af þessum bókum skrifaðar af innblásnum leiðtogum kirkjunnar og viðurkenndum, öruggum og áreiðanlegum sagnfræðingum kirkjusögunnar og kenningarfræðingum. Það sagt, þá er ekkert sem er fremra en hið opinberaða orð Guðs í heilögum ritningum. Af þessum þunnu blaðsíðum, fylltum andlegri innsýn þá lærum við sannleikann í gegnum heilagan anda og styrkjumst þar af leiðandi í ljósi.

Thomas S. Monson forsti hefur hvatt okkur „til að læra og íhuga Mormónsbók af kostgæfni, dag hvern“ (“The Power of the Book of Mormon,” Liahona, maí 2017, 87).

Fyrir nokkrum árum síðan, þegar ég þjónaði sem trúboðsforseti í Suva trúboðinu í Fiji, þá upplifðu sumir trúboðana nokkuð sem styrkti þá í sannfæringarmætti Mormónsbókar. Einn heitan og rakan dag, komu tveir öldungar að húsi í fámennum bæ í Labasa.

Bankinu var svarað af veðruðum manni sem hlustaði er trúboðarnir báru vitni um sannleiksgildi Mormónsbókar. Þeir gáfu honum eintak og buðu honum að lesa og biðja um að fá sömu vitneskju og þeir hefðu um að þetta væri orð Guðs. Svarið var stutt: „Á morgun fer ég aftur á sjó. Ég mun lesa úti á sjó og þið megið heimsækja mig þegar ég kem aftur í land.“

Á meðan hann var í burtu urðu tilfærslur á trúboðunum og nokkrum vikum seinna kom nýtt trúboðsteymi í heimsókn til sjómannsins. Þegar að þessu kom, hafði hann lesið alla Mormónsbók, fengið staðfestingu á sannleiksgildi hennar og vildi áhugasamur vita meira.

Þessi maður hafði öðlast trú í gegnum heilagan anda, sem bar vitni um sannleiksgildi hins dýrmæta orðs um atburði hverrar blaðsíðu og þá kenningu sem var kennd fyrir löngu síðan og var varðveitt fyrir okkar daga í Mormónsbók. Við eigum öll heimtingu á þessari sömu blessun.

Heimilið er tilvalinn staður fyrir fjölskylduna til að læra og deila dýrmætum skilningi úr ritningunum, orði lifandi spámanna og aðgangi að kirkjuefni á LDS.org. Þar getið þið fundið gnægð upplýsinga um efni fagnaðarerindisins, eins og fyrstu sýnina. Ef við lærum úr hinum bestu bókum, þá verndum við okkur sjálf gegn ógnvænlegum skoltum sem leitast við að naga í andlegar rætur okkar.

Með öllum bænum okkar, lærdómi og íhugun þá gætu enn verið einhverjar spurningar sem er ósvarað en við megum ekki láta það slökkva í trúarglæðunum sem loga innra með okkur. Slíkar spurningar eru boð um að byggja trú okkar og ættu ekki að kynda undir skammvinna stund blekkjandi efa. Það er kjarni trúarbragða að hafa ekki öruggt svar við hverri spurningu því það er einn tilgangur trúar. Varðandi það, þá hefur öldungur Jeffrey R. Holland kennt okkur það að „þegar slíkar stundir koma og erfiðleikar birtast, og lausnir virðast ekki í sjónmáli, haldið þá fast í það sem þið þegar vitið og verið sterk allt þar til meiri þekking berst ykkur” (“Lord, I Believe,” Liahona, maí 2013).

Við sjáum gleði svo margra í kringum okkur, sem standa sterkir með því að halda ávallt áfram að næra andlegar rætur sínar. Trú þeirra og hlýðni er nægileg til að veita þeim mikla von á frelsara sinn og frá því kemur mikil hamingja. Þeir þykjast ekki vita alla hluti, en þeir hafa borgað gjaldið til að vita nægilega mikið til að hafa frið og til að lifa með þolinmæði þangað til að þeir leitast til að vita meira. Setning á setning ofan, trú þeirra er bundin í Kristi og þeir standa sterkir sem samborgarar með hinum heilögu.

Látum hvert og eitt okkar lifa þannig að hinir ógnvekjandi skoltar dulbúnu fiðrildalirfanna finni hvergi, hvorki nú né aldrei, stað í lífi okkar, svo að við getum verið „[staðföst] í trú [okkar] á Krist, allt til enda (Alma 27:27). Í nafni Jesú Krists, amen