2010–2019
Svo fögnuður yðar verði fullkominn
Október 2017


Svo fögnuður yðar verði fullkominn

Jesús Kristur er uppspretta allrar lækningar, friðar og eilífrar framþróunar.

Bræður og systur, það er gleðilegt að vera meðal ykkar. Það er einmitt það sem ég ætla að tala um í dag – að hafa fyllingu gleðinnar.

Nýleg fréttafyrirsögn hljómaði þannig: „Hörmungar skekja þjóðina [og] heiminn.“ Allt frá fellibyljum og flóðum að hitabylgjum og þurrkum, frá stórbrunum og jarðskjálftum til styrjalda og hræðilegra sjúkdóma, þá virðist sem „öll jörðin sé í uppnámi.“

Milljónir manna hafa hrakist frá heimilum sínum og óteljandi lífum hefur verið sundrað af þessum áskorunum. Ósætti í fjölskyldum og samfélögum ásamt innri baráttu með ótta, efa og óuppfylltar væntingar, skilja okkur einnig eftir í óróa. Það getur verið erfitt að finna fyrir þeirri gleði sem Lehí kenndi að sé tilgangur þessa lífs. Við höfum öll spurt á einhverjum tímapunkti: „Hvar finn ég helgan frið? Hvar er mín huggun …?” Við veltum því fyrir okkur: „Hvar finn ég gleði þrátt fyrir erfiðleika jarðnesks lífs?“

Svarið kann að virðast of einfalt, en það hefur sannast frá dögum Adams. Varanleg gleði finnst í því að einblýna á frelsara okkar, Jesú Krist og með því að lifa eftir fagnaðarerindinu eins og hann sýndi okkur og kenndi. Því meira sem við lærum um, höfum trú á, og líkjum eftir Jesú Kristi, því betur lærum við að skilja að hann er grunnur allrar lækninga, friðar og eilífrar framþróunar. Hann býður okkur öllum að koma til sín, sem er boð sem Henry B. Eyring forseti hefur auðkennt sem „mikilvægasta boðið sem nokkur getur tekið á móti.“

Lærið um Jesú Krist

Hvernig komum við til hans? Síðastliðinn aprílmánuð hvöttu Russell M. Nelson forseti og öldungur M. Russell Ballard okkur til að lesa „Hinn lifandi Krist“ sem þátt í því að læra um frelsarann. Margir hafa tekið þessari áskorun og hlotið blessanir fyrir. Ekki fyrir löngu síðan gaf góð vinkona öllum fullorðnu börnum sínum eintak af þessu skjali með myndum úr fagnaðarerindinu til að myndskýra hverja setningu. Hún hvatti börn sín til að aðstoða barnabörnin við að skilja það og leggja það á minnið. Nokkuð seinna deildi vinkona mín myndbandi þar sem sex ára ömmustelpan hennar þuldi sína útgáfu af skjalinu af ákafa og yfirvegun. Ég gerði mér þá grein fyrir að ef sex ára barn gat þetta, þá gæti ég það!

Laynie, sem lærði „Hinn lifandi Kristur“ utanbókar

Er ég hef kynnt mér líf og kenningar Jesú Krists af meiri einbeitni og lært „Hinn lifandi Kristur“ utanbókar, þá hefur þakklæti mitt og kærleikur gagnvart frelsara okkar aukist. Hver setning í þessu innblásna skjali inniheldur prédikun og hefur aukið skilning minn á guðlegu hlutverki hans og jarðnesku verki. Það sem ég hef lært og skynjað í gegnum þetta tímabil lærdóms og íhugunar staðfestir að Jesús er sannarlega „ljósið, lífið og von heimsins.“ Fornar ritningar og orð Síðari daga heilagra spámanna skrifuð eða flutt til að dásama hann, bera vitni um að „leið hans er leiðin sem leiðir að hamingju í þessu lífi og eilífs lífs í komanda heimi.“

Hafa trú á Jesú Krist

Er þið lærið um líf og kenningar Jesú Krists í gegnum fjölbreyttar leiðir, þá mun trú ykkar á hann, aukast. Þið munið gera ykkur grein fyrir því að hann elskar ykkur hvert og eitt og skilur ykkur fullkomlega. Í hans þrjátíu og þriggja ára jarðvist þá upplifði hann höfnun, ofsóknir, hungur, þorsta og þreytu, einmannaleika, munnlegt og líkamlegt ofbeldi og að lokum óbærilegan dauðdaga af völdum syndugra mannaÍ Getsemanegarðinum og á krossinum á Hauskúpuhæð þá upplifði hann allanokkar sársauka, þjáningar, veikindi og hrörleika.

Sama hvað við höfum þjáðs þá er hann uppspretta lækningarinnar. Þeir sem hafa upplifað hvers konar ofbeldi, hræðilegan missi, krónísk veikindi eða hamlandi sjúkdóma, falsar ásakanir, grimmilegar ofsóknir eða andlegt tjón frá synd eða misskilningi, geta allir verið gerðir heilir í gegnum lausnara heimsins. Hann mun hins vegar ekki ganga inn án þess að vera boðið. Við verðum að koma til hans og leyfa honum að vinna kraftaverk sín.

Á fallegum vordegi skildi ég dyrnar eftir opnar til að njóta ferska loftsins. Lítill fugl flaug inn um opnar dyrnar og gerði sér svo grein fyrir því að hann vildi ekki vera þarna. Hann flaug örvæntingarfullur um herbergið og flaug ítrekað á glergluggann í tilraun til að flýja. Ég reyndi að stýra honum blíðlega að opinni hurðinni en hann var hræddur og hélt áfram að skjótast í burtu. Hann lenti svo endanlega ofan á gluggatjöldunum, uppgefinn og áttavilltur. Ég náði í kúst og teygði burstann varlega upp þar sem fuglinn sat hræddur. Er ég hélt kústhausnum við fætur hans þá steig hann varlega á hárin. Varlega, afar varlega, gekk ég í átt að opinni hurðinni, haldandi kústinum eins kyrrum og ég gat. Um leið og við komum að dyrunum flaug fuglinn snögglega út í frelsið.

Stundum erum við, eins og þessi fugl, hrædd að treysta, því að við skiljum ekki skilyrðislausa ást Guðs og þrá hans til að hjálpa okkur. Þegar við svo lærum um áætlun himnesks föður og hlutverk Jesú Krists, þá skiljum við að eina markmið þeirra er eilíf hamingja okkar og framþróun. Þeir njóta þess að aðstoða okkur er við biðjum, leitum og bönkum. Þegar við notum trúna og opnum okkur auðmjúklega fyrir svörum þeirra þá verðum við frjáls frá höftum misskilnings okkar og ályktana og getum séð veginn framundan.

Jesús Kristur er uppsprettafriðar. Hann býður okkur að „halla okkur að styrkum handlegg hans“ og lofar „friði … sem er æðri öllum skilningi,“ tilfinningu sem kemur þegar andi hans „[veitir] okkur sálarfrið,“ sama hverjar áskoranirnar eru í kringum okkur. Hvort heldur þær eru persónuleg barátta, fjölskylduvandi eða samfélagsþrengingar, þá mun friður veitast ef við treystum því að hinn eingetni sonur Guðs hafi máttinn til að sefa okkar syrgjandi sál.

Snježana Podvinski, meðlimur í Króatíu

Snježana Podvinski, sem var ein af litlum hópi heilagra í Karlovac, Króatíu, hallaði sér að frelsaranum þegar eiginmaður hennar og báðir foreldrar höfðu dáið með sex mánaða millibili á síðasta ári. Eyðilögð af sorg en með vitnisburð um að fjölskyldur séu eilífar, þá notaði hún allan sparnaðinn sinn til að ferðast til musterisins í Sviss, þar sem hún var innsigluð manni sínum og foreldrum. Hún deildi því að þessir dagar í musterinu væru hápunktur lífs hennar. Vegna ákveðins vitnisburðar hennar á Jesús Kristi og friðþægingarfórn hans þá hafði hún fundið frið sem hefur veitt henni og þeim sem kringum hana lækningu.

Trú á Jesú Krist færir jafnvel enn fleiri gjafir en lækningu og frið. Henry B. Eyring forseti sagði: „Ég hef verið þakklátur fyrir hinar mörgu mismunandi vitjanir Drottins með huggaranum, þegar ég hef þarfnast friðar. Föður okkar á himnum er þó ekki bara annt um að hugga okkur, heldur jafnvel meira um að þroska okkur.

Vegna friðþægingar Jesú Krists, sem felur í sér gjafir endurlausnar og upprisu, þá getum við iðrast, breyst og þróast eilíflega. Vegna þess krafts sem hann gefur okkur, er við hlýðum honum, þá getum við orðið meira en við gætum nokkru sinni orðið sjálf. Við skiljum kannski ekki fyllilega hvernig, en sérhvert okkar sem hefur fundið trúna á Krist styrkjast, höfum einnig öðlast aukinn skilning á guðlegu auðkenni okkar og tilgangi, sem leiðir okkur til þess að taka ákvarðanir sem eru í samræmi við þá þekkingu.

Þrátt fyrir heim sem mun reyna að fella okkur niður á plan þess að vera ekkert annað en „bara dýr,“ þá veitir það okkur fullvissu um að við höfum guðlega möguleika og konungleg loforð að vita að Guð er faðir okkar. Þrátt fyrir heim sem segir okkur að þetta líf sé öngstræti, þá veitir það okkur von um eilífa framþróun að vita að eingetinn sonur Guð hefur gert okkur kleift að vera endurleyst og upprisin.

Líkjast Jesú Kristi

Því meira sem við lærum um Jesú Krist þá þroskum við með okkur sterkari trú á hann og við viljum eðlilega fylgja fordæmi hans. Það verður okkar sterkasta þrá að halda boðorð hans. Hjörtu okkar þrá að létta þjáningar annarra eins og hann gerði og við viljum að þeir upplifi sama frið og hamingju og við höfum fengið.

Hvers vegna er það svo kröftugt að reyna að gera eins og hann? Vegna þess að þegar við beitum trú okkar í verki þá ber heilagur andi okkur vitni um eilífan sannleik. Jesús leiðbeinir lærisveinum sínum að halda boðorð hans vegna þess að hann veit að er við fylgjum fordæmi hans munum við upplifa gleði og er við höldum áfram á vegi hans, munum við koma að uppfyllingu gleðinnar. Hann sagði: „Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.“

Eru vitnisburðir okkar byggðir á kletti Jesú Krists og fagnaðarerindis hans? Þegar stormar lífsins þrýsta á okkur, reynum við þá í örvæntingu að finna sjálfshjálparbækur eða netslóðir til að finna hjálp? Ef við tökum okkur tíma til að byggja upp og styrkja þekkingu okkar og vitnisburð á Jesú Kristi, þá mun það gefa ríkulegan arð á tímum erfiðleika og mótlætis. Daglegur ritningalestur og íhugun á orði lifandi spámanna; að biðja innihaldsríkra bæna; að meðtaka sakramentið vikulega, meðvitað; að fara á samkomur eins og frelsarinn myndi gera - hvert og eitt þessara einföldu verka byggir upp grunninn að gleðilegu lífi.

Hvað færir ykkur gleði Að sjá ástvini ykkar við lok langs dags? Ánægjan af vel unnu verki? Ljósið í augum einhvers þegar þið deilið byrði þeirra? Orðin í sálmi sem snerti djúpt við sál ykkar? Handaband góðs vinar? Takið ykkur tíma, og íhugið blessanir ykkar og finnið svo leið til að deila þeim. Þegar þið haldið áfram að þjóna og lyfta upp bræðum ykkar og systrum, í nágrenni ykkar eða í öllum heiminum, sem eru í svo miklu uppnámi, þá munið þið upplifa enn meiri frið og lækningu og jafnvel framþróun.

Komið til hans. Ég ber ykkur vitni um að þið munið finna gleði í aðstæðum ykkar, ef þið hafið Jesú Krist sem miðpunkt lífs ykkar, sama hverjar þær kunna að vera. Sannlega “Hann, aðeins einn,” er svarið Gefið ykkur tíma til að kynnast Jesú Kristi, með því að læra af kostgæfni, þróa sterkari trú á hann og keppa að því að verða líkari honum. Ef við gerum það, þá munum við einnig finna okkur knúin til að segja með Laynie litlu: „Þökkum Guði fyrir ómetanlega gjöf guðlegs sonar hans.“ Í hinu blessaða og helga nafni Jesú Krists, amen.