Kenning og sáttmálar 2021
27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110: „Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“


„27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110: ,Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„27. september – 3. október. Kenning og sáttmálar 109–110,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Kirtland-musterið

Kirtland-musterið, eftir Jon McNaughton

27. september – 3. október

Kenning og sáttmálar 109–110

„Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“

Kaflar 109 og 110 lýsa sumum helgustu atburðum endurreisnarinnar. Gætið þess að láta meðlimi bekkjarins miðla því sem þeir upplifðu við að læra um þessa atburði.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Drottinn lýsti yfir að „frægð þessa húss [Kirtland-musterisins] mun breiðast til annarra landa“ (Kenning og sáttmálar 110:10). Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lærðu sem þeim finnst að ætti að boða fólki hvarvetna um heim.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 109; 110:1–10

Drottinn vill blessa okkur í sínu heilaga húsi.

  • Að læra kafla 109, er dásamlegt tækifæri til að hjálpa meðlimum bekkjarins að auka þrá sína til að tilbiðja í musterinu. Þið gætuð skrifað á töfluna tilvísunarnúmer einhverra versa þar sem minnst er á blessanir musterisins – svo sem vers 12–13, 22–23, 24–28, 29–32. Meðlimir bekkjarins gætu valið sér vers til lestrar og íhugað þau, einir eða í hópi, og síðan gert samantekt fyrir hina í bekknum á blessununum sem þau vers tilgreina. Þeir meðlimir sem hafa farið í musterið gætu sagt frá því hvernig þeir hafa upplifað þessar blessanir í eigin lífi.

    Þið gætuð líka lesið eða sungið saman sálminn „Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur“ (Sálmar, nr. 2), sem var sunginn við vígslu Kirtland-musterisins. Meðlimir bekkjarins gætu tilgreind þær blessanir musterisins sem lýst er í sálminum og miðlað einhverju sem þeir hafa upplifað varðandi þær, eins og viðeigandi er.

  • Það krefst oft fórnar að taka á móti blessunum musterisins. Hvað er kennt í Kenningu og sáttmálum 109:5 um fórnirnar sem hinir fyrri tíma heilögu færðu til að byggja Kirtland-musterið? Ef til vill gæti einhver komið undir það búinn að ræða um þessar fórnir (sjá „A House for Our God [Hús fyrir Guð okkar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 169–71). Hvaða fórnir færum við á okkar tíma til að taka á móti blessunum musterisins? Ef til vill væru einhverjir meðlimir bekkjarins fúsir til að segja frá upplifunum sínum. Nokkur nútíma dæmi má finna í myndböndunum: The Manaus Temple Caravan [Musterisvagn Manaus]“ og „Temples Are a Beacon [Musteri eru leiðarljós]“ (ChurchofJesusChrist.org).

  • Að læra um lýsingu hins upprisna frelsara í Kenningu og sáttmálum 110:1–10 er góð leið til að efla trú okkar á Jesú Krist. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að gæta að myndmáli þessara versa og íhuga hvað það kennir okkur um Jesú Krist. Hvað gætu orðtökin „stétt úr skíru gulli“ eða „sem dynur mikilla vatnsfalla“ staðið fyrir?

    Ljósmynd
    Innviðir Kirtland-musterisins

    Í hverjum hluta Kirtland-musterisins eru ræðupúlt fyrir prestdæmisleiðtoga.

Kenning og sáttmálar 110:11–16

Prestdæmislyklarnir sem þarf til að vinna verk Guðs eru í kirkjunni á okkar tíma.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja prestdæmislyklana sem Móse, Elías og Elía veittu Joseph Smith og Oliver Cowdery í Kirtland musterinu, gætuð þið beðið þá að lesa og ræða tilvitnunina í „Fleiri heimildir,“ hvern fyrir sig eða í hópum. Af hverju eru þessir lyklar mikilvægir í lífi okkar á þessum tíma? Þið gætuð líka beðið hvern meðlim bekkjarins að velja sér einn spámann af þeim sem veittu þessa lykla – Móse, Elías eða Elía – og læra um hann í Leiðarvísi að rigningunum. Hvað kennir líf þessara spámanna okkur um lyklana sem þeir veittu? Þetta gæti leitt til umræðu um hvers Drottinn væntir að við gerum núna, þar sem þessir lyklar eru á jörðinni.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Lyklar eru veiting kraftar og valds til að starfa í verki Guðs.

Öldungur Quentin L. Cook útskýrði:

„Kirtland musterið, bæði staðsetning þess og stærð, var tiltölulega óþekkt. Það var mannkyni þó svo gríðarlega þýðingarmikið að það lauk upp eilífðinni. Fornir spámenn endurreistu prestdæmislykla fyrir helgiathafnir fagnaðarerindis Jesú Krists til eilífrar frelsunar. Það varð trúföstum meðlimum kirkjunnar til ólýsanlegrar gleði.

Þessir lyklar veittu ‚kraft frá upphæðum‘ [Kenning og sáttmálar 38:38] fyrir guðlega tilskipuð ábyrgðarverk, sem eru megin tilgangur kirkjunnar. Á þessum dásamlega páskadegi í Kirtland musterinu voru þrír lyklar endurreistir:

Í fyrsta lagi birtist Móse og veitti lyklana að samansöfnun Ísraels frá fjórum skautum jarðar, sem er trúboðsstarfið.

Í öðru lagi birtist Elías og veitti lyklana að ráðstöfun fagnaðarerindis Abrahams, sem fól í sér endurreisn sáttmála Abrahams [sjá Abraham 2:8–11]. Russell M. Nelson forseti hefur kennt að tilgangur sáttmálslyklanna sé að búa meðlimi undir ríki Guðs [sjá „Sáttmálar,“ aðalráðstefna, október 2011]. ….

Í þriðja lagi birtist Elía og veitti lykla innsiglunarvaldsins á þessari ráðstöfun, sem er ættarsögustarfið og musterishelgiathafnir sem gera sáluhjálp mögulega fyrir lifendur og látna („Búa sig undir að mæta Guði,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið andanum í kennslu ykkar. „Endanlegur tilgangur alls sem trúarkennari gerir – sérhver spurning, sérhver ritning, sérhvað verkefni – er að bjóða andanum að efla trú og bjóða öllum að koma til Krists. … Helg tónlist, ritningarnar, orð síðari daga spámanna, kærleikstjáning og vitnisburður og hljóðar íhugunarstundir, getur allt aukið nærveru andans“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).

Prenta