Kenning og sáttmálar 2021
18.–24. október. Kenning og sáttmálar 121–123: „Ó Guð, hvar ert þú?”


„18.–24. október. Kenning og sáttmálar 121–123: ,Ó Guð, hvar ert þú?’Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021

„18.–24. október. Kenning og sáttmálar 121–123,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Liberty-fangelsið

Liberty-fangelsið að vori, eftir Al Rounds

18.–24. október

Kenning og sáttmálar 121–123

„Ó Guð, hvar ert þú?“

Besta leiðin til að undirbúa kennslu er að lesa ritningarnar, íhuga þá sem þið kennið og fylgja andanum. Verkefnin í þessum lexíudrögum geta stutt við innblásturinn sem þið hljótið.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Biðjið meðlimi bekkjarins að velja einn efnisþátt í Kenningu og sáttmálum 121–23 sem þeir myndu vilja miðla einhverjum sem líður þjáningar. Fáið þá til að útskýra val sitt.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 121:1–33122

Ef við stöndumst þrengingar okkar vel, mun Guð upphefja okkur í upphæðum.

  • Í námsbekk ykkar gætu verið þeir sem glíma við erfiðar þrengingar og líður álíka og Joseph Smith tjáði í Kenningu og sáttmálum 121:1–6. Eftir að hafa lesið þessi vers saman, gætuð þið beðið meðimi bekkjarins að finna og miðla boðskap í versum 7–33 sem veitir þeim von og huggun á tímum þrenginga. Hver er merking þess að „standast vel“? (sjá vers 8). Hvernig hjálpar frelsarinn okkur að standast vel? Hvernig getum við hjálpað hvert öðru að standast vel?

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga hvernig þrengingar geta „veitt okkur reynslu og „orðið okkur til góðs“ (sjá Kenningu og sáttmála 122:7), gætuð þið fengið þeim blað og beðið þá að skrifa niður þrengingarnar sem þeir hafa upplifað. Aftan á blaðið gætu meðlimir bekkjarins skrifað orðin „til reynslu“ og „til góðs.“ Þegar þið ræðið saman Kenningu og sáttmála 122, skuluð þið hvetja meðlimi bekkjarins til að skrifa allar hugsanir sínar um „hina hlið“ þrenginga sinna: „reynslu“ þeirra eða hið „góða“ sem þeir hlutu. Einhverjum meðlimum bekkjarins gæti liðið vel með að segja frá hvernig þrengingar þeirra urðu þeim að lokum til góðs. Þeir gætu líka þess í stað lesið upplifun öldungs Koichi Aoyagi í „Hald stefnu þinni“ (aðalráðstefna, október 2015).

Kenning og sáttmálar 121:34–46

Við verðum að vera réttlát til að fá beitt „krafti himins.“

  • Áhugavert gæti verið að bera saman hvernig „valdi eða áhrifum“ er beitt í heiminum og hvernig Drottinn kennir að beita eigi valdi eða áhrifum (sjá kafla 121). Til að liðka fyrir þessum umræðum, gætuð þið búið til tvo dálka á töfluna með yfirskriftinni Vald heimsins og Vald himins. Meðlimir bekkjarins gætu fyllt út í töfluna með orðum og orðtökum í Kenningu og sáttmálum 121:34–46. Hvernig gætu þessi vers breytt því hvernig við lítum á ábyrgð okkar í fjölskyldu okkar, sem hirðisþjónar eða við aðrar aðstæður þar sem við vonumst til að hafa áhrif á aðra til góðs?

  • Ein leið til að ræða leiðsögnina og hinar dásamlegu blessanir í Kenningu og sáttmálum 121:45–46 er með því að skipta meðlimum bekkjarins í hópa og biðja hvern hóp að læra og ræða orðtak í þessum versum, t.d. „lát dyggðir prýða hugsanir þínar linnulaust“ eða „sem dögg af himni.“ Þeir gætu flett upp á skilgreiningu orða, lesið viðeigandi neðanmálstilvísanir og rætt hvað orðtökin merkja fyrir þá. Sumir hópanna gætu viljað teikna myndir til að útskýra orðtökin sín. Biðjið hvern hóp að segja frá því sem lærðist.

Kenning og sáttmálar 122:8–9

Jesús Kristur hefur stigið neðar öllu og styrkir okkur í þrengingum okkar.

  • Að skilja að Jesús Kristur „hefur beygt sig undir allt,“ getur veitt meðlimum bekkjarins fullvissu um að geta snúið sér til hans. Þessi eftirfarandi ritningavers geta útskýrt merkingu þessa orðtaks: Jesaja 53:3–4; Hebreabréfið 2:17–18; 1. Nefí 11:16–33; Alma 7:11–13. Meðlimir bekkjarins gætu lesið þessi vers, ásamt Kenningu og sáttmálum 122:8 og gætt að einhverju því sem eflir trú þeirra á að Jesús Kristur megni að liðsinna þeim í þrengingum þeirra. Þeir gætu líka fundið innblástur í sálmi um frelsarann, t.d. „Ver hjá mér hverja stund“ (Sálmar, nr. 31).

  • Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ veitir aukinn skilning á því hvernig frelsarinn sté neðar öllu. Þið gætuð íhugað hvernig þið gætuð sýnt hvernig það að vera „neðar“ eða undir þungum hlut setur okkur í „[fullkomna] aðstöðu til að lyfta [honum] upp.“ Hvernig hefur það hjálpað okkur í þrengingum okkar að vita að frelsarinn sté neðar öllu?

    Jesús í Getsemanegarðinum

    Jesús skilur þjáningar okkar. Verði þó ekki minn heldur þinn vilji, eftir Walter Rane.

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Jesús Kristur sté neðar öllu.

Dallin H. Oaks forseti kenndi: „Það eru milljónir guðhræddra einstaklinga sem biðja Guð að létta þjáningar sínar. Frelsari okkar hefur opinberað að hann „sté neðar öllu“ (K&S 88:6). Líkt og öldungur Neal A. Maxwell kenndi: ‚Þar sem hann ‚sté neðar öllu,‘ þá skilur hann fullkomlega af eigin raun allar þjáningar mannanna‘ [Ensign, nóv. 1997, 23]. Við getum því sagt, að þar sem hann sté neðar öllu, þá sé hann í fullkominni aðstöðu til að lyfta okkur upp og veita okkur nauðsynlegan styrk til að standast raunir okkar“ („Styrkt af friðþægingu Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2015).

Bæta kennslu okkar

Köllun ykkar er innblásinn. Þið, sem kennarar, hafið verið kölluð af Drottni til að blessa börn hans. Hann vill að þið náið árangri og því mun hann veita ykkur nauðsynlega opinberun, ef þið lifið verðug liðsinnis hans (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 5).