Nýja testamentið 2023
15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12: „Konungur þinn kemur til þín“


„15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12: ‚Konungur þinn kemur til þín,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„15.–21. maí. Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
maður í tré er Jesús nálgast

Sakkeus í mórberjatrénu, eftir James Tissot

15.–21. maí

Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12

„Konungur þinn kemur til þín“

Þegar þið lesið Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; og Jóhannes 12, gætið þá að reglum sem gagnast fólkinu sem þið kennið. Heilagur andi mun veita ykkur innblástur svo þið fáið skilið hvernig skal hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva reglurnar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins nokkrum dögum fyrir kennslustund að koma undir það búnir að miðla reynslu sem þeir öðluðust við nám á þeim kapítulum sem settir voru fyrir í þessari viku. Biðjið þá að segja frá blessununum sem þeir hlutu er þeir námu ritningarnar í vikunni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Lúkas 19:1–10

Frelsarinn þekkir okkur persónulega.

  • Líklega hefur meðlimum bekkjarins stundum í lífinu fundist að litið sé fram hjá þeim eða að þeir séu gleymdir. Sagan um Sakkeus getur stuðlað að því að þeir skilji að himneskur faðir og Jesús Kristur þekkja þá og er annt um þá. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að heimfæra söguna upp á líf sitt, bjóðið þeim þá að ímynda sér sig sem Sakkeus. Hvað haldið þið að hann hafi lært um frelsarann af þessari upplifun? Hvað getum við lært af tilraunum Sakkeusar til að finna frelsarann?

Matteus 21:1–11; Markús 11:1–11; Lúkas 19:29–44; Jóhannes 12:12–16.

Jesús Kristur er konungur okkar.

  • Einfalt verkefni gæti leitt til umræðna um sigurinnreið frelsarans í Jerúsalem: Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu teiknað á töfluna hluti sem tengjast konungum, t.d. kórónu eða hásæti, á meðan hinir geta sér til um hvað þeir teikna. Aðrir meðlimir bekkjarins gætu síðan teiknað ösnu og trjágreinar. Hvað hafa þessir hlutir með konunga að gera? Þið gætuð í kjölfarið sýnt myndina af sigurinnreið frelsarans í Jerúsalem í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og beðið meðlimi bekkjarins að lesa Markús 11:1–11. Hvernig bar þetta fólk kennsl á Jesú sem konung sinn? Hvernig tilbiðjum við Jesú Krist sem konung okkar í orði og verki?

Matteus 22:34–40

Tvö æðstu boðorðin eru að elska Guð og aðra eins og okkur sjálf.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja að „á þessum tveimur boðorðum“ – að elska Guð og elska náunga okkar – „hvílir allt lögmálið og spámennirnir“? (Matteus 22:40). Eftir að lesa saman Matteus 22:34–40, gætuð þið skrifað elska Guð og elska náunga ykkar á töfluna. Látið hvern meðlim bekkjarins hafa blaðrenning sem á hefur verið ritað boðorð. Biðjið nokkra þeirra að lesa boðorðið sem þeir hafa og ræðið hvernig boðorðin stuðla að því að við hlýðum öðru eða báðum æðstu boðorðunum. Eftir að þeir segja frá boðorðinu sem þeir hafa, gætu þeir sett blaðrenninginn á töfluna. Af hverju er mikilvægt að hafa í huga að öll boðorð tengjast tveimur æðstu boðorðunum? (sjá „Fleiri heimildir“).

Matteus 23:13–33

Við verðum vernduð þegar við forðumst að fylgja blindum leiðtogum.

  • Gagnast það meðlimum bekkjarins að ræða hugtakið „blindir leiðtogar,“ sem frelsarinn notaði til að lýsa andlega blindum faríseum og fræðimönnum? (Matteus 23:16). Þið gætuð hugsað um leiðir til að sýna hvernig það er að fylgja einhverjum sem ekki sér. Bekkurinn gæti skráð á töfluna einkenni blindra leiðtoga, eins og lýst er í Matteusi 23:13–33. Til að bæta við listann, gætuð þið hugað að fleiri ritningarversum sem kenna um andlega blindu, t.d. 2. Korintubréf 4:3–4; 2. Nefí 9:28–32; og Jakob 4:14. Hvernig getum við borið kennsl á og forðast blinda leiðtoga?

Ljósmynd
Jesús ræðir við farísea

Frelsarinn fordæmdi faríseana sem hræsnara og blinda leiðtoga.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Að elska Guð og elska náungann, er grunnur alls sem við gerum.

M. Russell Ballard vísaði til æðstu boðorðanna tveggja í Matteusi 22:37–39, er hann kenndi:

„Hlýðni við þessi tvö boðorð gerir okkur kleift að upplifa meiri frið og gleði. Þegar við elskum og þjónum Drottni og elskum og þjónum samferðafólki okkar, mun okkur eðlislægara að upplifa meiri hamingju en við gætum á annan hátt.

Að elska Guð og náungann er hinn kenningarlegi grunnur hirðisþjónustu, hins heimilismiðaða og kirkjustyrkta náms, hvíldardagstilbeiðslu og sáluhjálparstarfsins beggja vegna hulunnar, sem stutt er bæði af Líknarfélaginu og öldungasveitum. Allt þetta byggir á guðlegu boðorðunum um að elska Guð og náunga okkar. Getur nokkuð verið jafn mikið undirstöðuatriði eða einfaldara en það?“ („Hið sanna, hreina og einfalda fagnaðarerindi Jesú Krists,“ aðalráðstefna, apríl 2019).

Bæta kennslu okkar

Þið þurfið ekki að fara yfir allt efnið. „Það er margt að ræða í einni lexíu, en ekki er nauðsynlegt að fara yfir allt efnið í einni kennslustund til að snerta hjarta einhvers – oft nægja eitt eða tvö lykilatriði. Þegar þið ígrundið þarfir nemenda, mun andinn hjálpa ykkur að koma auga á reglur, frásagnir eða ritningargreinar sem geta verið þeim einkar þýðingarmiklar“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]7).

Prenta