Nýja testamentið 2023
1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11: „Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var“


„1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11: ‚Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„1.–7. maí. Lúkas 12–17; Jóhannes 11,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
maður faðmar son sinn

Glataði sonurinn, eftir Liz Lemon Swindle

1.–7. maí

Lúkas 12–17; Jóhannes 11

„Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var“

Hefjið undirbúning ykkar með kostgæfnu námi í Lúkasi 12–17 og Jóhannesi 11. Hvaða „týndu sauðir“ bekkjar ykkar koma í hugann? Notið Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og þessi lexíudrög þegar þið leitið leiðsagnar Drottins um hvernig best megi mæta þörfum meðlima bekkjarins, jafnvel ef þeir mæta ekki í bekkinn.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það er mikilvægt að tileinka sér það sem lært er, svo biðjið því meðlimi bekkjarins að miðla hvernig þeir velja að lifa eftir einhverju sem þeir hafa lært í ritningunum í þessari viku.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Lúkas 14:15–24

Engin afsökun er gild fyrir því að hafna fagnaðarerindinu.

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins læri dæmisöguna um hina miklu kvöldmáltíð, gætuð þið boðið þeim í ímyndað teiti. Fáið þá til að deila ástæðum þess að þeir kæmu eða kæmu ekki. Lesið Lúkas 14:15–24 saman og ræðið þær afsakanir sem fólkið í dæmisögunni bar fyrir sig, þegar þeim var boðið í veislu sem táknaði blessanir fagnaðarerindisins. Hvaða afsakanir ber fólk fyrir sig á okkar tíma að þiggja ekki boð frelsarans um að taka við blessunum himnesks föður? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá blessunum sem þeir hafa hlotið, þegar þeir hafa fært nauðsynlegar fórnir til að lifa eftir ákveðnum reglum fagnaðarerindisins.

Lúkas 15

Við getum leitað þeirra sem týndir eru og fagnað með föðurnum þegar þeir snúa aftur.

  • Hvernig getið þið gefið meðlimum bekkjarins tækifæri að miðla því sem þeir hafa lært um dæmisögurnar þrjár í Lúkasi 15? Íhugið að setja hverjum meðlim bekkjarins fyrir eina af dæmisögunum. Þeir gætu leitað að og miðlað svörum við spurningum sem þessum: Hvaða orð í dæmisögunni lýsa tilfinningum himnesks föður gagnvart þeim sem týndir eru? Hvað er lagt til í dæmisögunum að við gerum til að liðsinna öllum börnum Guðs? Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig frelsarinn hefur fundið þá, þegar þeim hefur fundist þeir hafa verið týndir.

  • Að syngja saman „Dýrmæt er hirðinum hjörðin“ (Sálmar, nr. 92) gæti verið þýðingarmikil viðbót við kenningu þessara dæmisagna.

  • Þegar þið lesið saman dæmisöguna um glataða soninn, gætu meðlimir bekkjarins haft gagn af því að einblína á orð, verk og trúarviðhorf hvers einstaklings í dæmisögunni. Hvað lærum við af sögupersónunum? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins skrifað annan endi á dæmisöguna, þar sem viðhorf eldri sonarins gagnvart bróður sínum er annað. Hvað kennir leiðsögn föðurins í dæmisögunni okkur um hvað okkur ætti að finnast um þá sem eru týndir og þá sem snúa sér aftur að fagnaðarerindinu? (Sjá einnig orð öldungs Jeffreys R. Holland í „Fleiri heimildir.“) Þið gætuð einnig beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir séu faðirinn í dæmisögunni. Hvaða viðbótarráð myndu þeir veita eldri syninum, til að hjálpa honum að fagna framförum eða árangri annarra?

Lúkas 17:11–19

Þakklæti fyrir blessanir mínar færir mig nær Guði.

  • Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu um þakklæti er þeir lásu í Lúkasi 17:11–17 og af myndbandinu „President Russell M. Nelson on the Healing Power of Gratitude [Russell M. Nelson forseti um læknandi mátt þakklætis]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvernig var þakkláti líkþrái maðurinn blessaður fyrir að sýna þakklæti sitt? Hvernig erum við blessuð þegar við sýnum þakklæti? Meðlimir bekkjarins gætu stungið upp á leiðum til að sýna þakklæti okkar til Guðs og annarra.

Jóhannes 11:1–46

Jesús Kristur er upprisan og lífið.

  • Ein leið til að nema Jóhannes 11:1–46 er að biðja meðlimi bekkjarins að skiptast á að lesa versin og biðja þá að staldra við og ræða í hvert skipti sem þeir finna vísbendingu um trú á Jesú Krist. Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að íhuga sjónarmið fólksins sem átti hlut að máli – þ.m.t. frelsarann, postulana, Mörtu, Maríu og Lasarus. Hvað lærum við af hverju þeirra? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum þar sem trú þeirra á Jesú Krist efldist á erfiðleikatímum.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Lærdómur af hinum glataða syni.

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði þetta um eldri bróður glataða sonarins: „Þessi sonur er í raun ekki mjög reiður yfir því að bróðir hans sé kominn, heldur er hann reiður yfir ómældri gleði foreldranna. … Hann á enn eftir að þroska með sér meðaumkun og miskunn, hina umburðarlyndu sýn til að skilja að þetta var ekki keppinautur sem sneri aftur. Það var bróðir hans. Líkt og faðir hans bað hann að sjá, var hann dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn“ („The Other Prodigal [Hinn glataði sonurinn],“ Ensign, maí 2002, 63).

Bæta kennslu okkar

Liðsinna hinum eina. Líkt og hirðirinn í dæmisögu frelsarans (sjá Lúkas 15:4), „getið þið liðsinnt þeim sem eru fjarverandi í bekknum. Tækifæri ykkar til að kenna og upplyfta meðlimum bekkjarins og hjálpa þeim að koma til Krists, ná út fyrir kennslustofuna og þá sem eru viðstaddir formlegar kennslustundir“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 8).

Prenta