Nýja testamentið 2023
24.–30. apríl. Jóhannes 7–10: „Ég er góði hirðirinn“


„24.–30. apríl. Jóhannes 7–10: ‚Ég er góði hirðirinn,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„24.–30. apríl. Jóhannes 7–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Jesús með konu sem fallið hefur á jörðina

Ég sakfelli þig ekki heldur, eftir Evu Koleva Timothy

24.–30. apríl

Jóhannes 7–10

„Ég er góði hirðirinn“

Þið og meðlimir bekkjar ykkar munuð auka við skilning ykkar þegar þið lesið Jóhannes 7–10 í þessari viku. Hafið hugfast að hugmyndirnar í þessum lexíudrögum ættu að styðja við þann innblástur sem þið hljótið við ritningarnámið, en ekki koma í stað hans.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Minnið meðlimi bekkjarins á mikilvægi þess að gera heimili þeirra að miðstöð trúarnáms. Biðjið þá að miðla því sem heilagur andi hefur kennt þeim, þegar þeir lærðu heima í Jóhannesi 7–10, sjálfir eða með fjölskyldu sinni.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jóhannes 7–10

Jesús Kristur er frelsari heimsins.

Jesús Kristur

Ljós heimsins, eftir Howard Lyon

Jóhannes 7:14–17

Þegar við lifum eftir kenningum Jesú Krists, munum við vita að þær eru sannar.

  • Á ákveðinn hátt er það að öðlast vitnisburð líkt því að þjálfa færni – hvort tveggja krefst æfinga og reynslu. Til að útskýra þetta, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins sem búa yfir ákveðinni færni, t.d. að halda boltum á lofti eða leika á hljóðfæri, að útskýra hvernig þeir þróuðu þessa færni. Af hverju er ekki nóg að lesa sér til um þessa færni eða fylgjast með einhverjum öðrum sýna hana? Ræðið sem bekkur hvernig sú viðleitni sem þarf til að æfa færni er svipuð því andlega mynstri sem frelsarinn lýsti í Jóhannesi 7:14–17. Hvernig er þetta öðruvísi?

  • Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum þar sem þeir öðluðust vitnisburð um sannleik fagnaðarerindisins, með því að lifa eftir honum. Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að hugsa um reglu í fagnaðarerindinu sem þeir myndu vilja öðlast sterkari vitnisburð um og hvetjið þá síðan til að setja sér ákveðin markmið til að lifa betur eftir reglunni.

Jóhannes 8:1–11

Miskunn frelsarans nær til allra sem iðrast.

  • Sagan um frelsarann, þegar hann býður konunni náð og iðrun sem staðin var að hórdómi, gæti verið þeim hvatning sem finnst þeir fordæmdir vegna synda sinna. Ef meðlimir bekkjarins freistast til að dæma aðra vegna synda þeirra, gæti sagan þjónað sem viðvörun. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Jóhannes 8:1–11 og leita að svörum við spurningum sem þessum: Hvað kennir þessi saga um náð frelsarans? Hvernig getur það að hljóta náð hans þegar við syndgum, hjálpað okkur þegar við freistumst til að dæma aðra? (sjá Alma 29:9–10).

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna persónulega þýðingu í Jóhannesi 8:1–11, íhugið að skipta bekknum í þrjá hópa – einn einblínir á orð og atferli faríseanna, annar á orð og atferli frelsarans og sá þriðji einblínir á orð og atferli konunnar. Þeir gætu gert þetta á meðan þeir lesa frásögnina eða horfa á myndbandið „Go and Sin No More [Far þú. Syndga ekki framar]“ (ChurchofJesusChrist.org). Biðjið hvern hóp að gera lista með þeim andlegu sannindum sem þeir læra af lestri hvers hluta frásagnarinnar.

  • Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvernig við dæmum aðra. Hér er verkefni til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sigrast á þessari tilhneigingu: Biðjið bekkinn að hjálpa ykkur að skrá á hvaða hátt við dæmum fólk (vegna útlits, hegðunar, bakgrunns, o.s.frv.). Látið meðlimi bekkjarins fá pappírsmiða sem klipptir hafa verið út í lögun steins og biðjið þá að skrifa á pappírssteinana hvernig þeim finnst þeir hafa gerst sekir um að dæma aðra. Hvað lærum við af orðum frelsarans til faríseanna í Jóhannesi 8:1–11? Biðjið bekkinn að skrifa aftan á pappírssteinana eitthvað sem muni minna þá á að dæma ekki (ef til vill orðtak úr Jóhannesi 8).

Jóhannes 8:18–19, 26–29

Þegar við kynnumst Jesú Kristi, þá kynnumst við föðurnum.

  • Hvað kenna orð frelsarans í Jóhannesi 8:18–19, 26–29 ykkur um tengslin milli hans og föður hans? Eftir að hafa lesið og rætt þessi vers, þá gætu meðlimir bekkjarins gert lista á töfluna með því sem Jesús gerði, sagði eða kenndi. Hvað lærum við um Guð föðurinn af því?

Bæta kennslu okkar

Lifið verðug leiðsagnar andans. Þegar þið lifið eftir fagnaðarerindinu eruð þið verðug samfélags við andann. Þegar þið leitið leiðsagnar hans, mun hann veita ykkur hugsanir og hughrif um hvernig eigi að mæta þörfum þeirra sem þið kennið. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]5.)