Nýja testamentið 2023
3.–9. apríl. Páskar: „Dauði, hvar er sigur þinn?“


„3.–9. apríl. Páskar: ‚Dauði, hvar er sigur þinn?,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2023 (2022)

„3.–9. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Garðgröfin

3.–9. apríl

Páskar

„Dauði, hvar er sigur þinn?“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu þessa viku, íhugið þá hvernig samræður bekkjarins á páskasunnudegi geta eflt trú á Jesú Krist og friðþægingu hans.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Spyrjið meðlimi bekkjarins hvernig þeir myndu svara spurningum eins og „hvað er friðþæging Jesú Krists?“ og „hvernig get ég tekið við blessunum friðþægingar Jesú Krists?“ Bjóðið þeim að miðla ritningarversum sem þeir lásu í vikunni, sem hjálpa við að svara þessum spurningum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jesús Kristur frelsar okkur frá synd og dauða, styrkir okkur í veikleika og huggar okkur í raunum.

  • Skilja meðlimir bekkjarins að Jesús huggar okkur í erfiðleikum okkar og styrkir okkur í veikleikum okkar, ásamt því að frelsa okkur frá synd og dauða? Ein leið til að hjálpa þeim að uppgötva þessar reglur, gæti verið að skrifa þessi orð á töfluna: synd, dauði, erfiðleikar, eikleikar. Hver meðlimur bekkjarins gæti lesið eitt ritningarversanna í „Fleiri heimildir“ og ígrundað hvernig frelsarinn hjálpar okkur að sigrast á þessum hlutum. Meðlimir bekkjarins gætu síðan skrifað það sem þeir læra af þessum ritningarversum undir hverja fyrirsögn og gefið sinn vitnisburð um frelsarann og friðþægingu hans.

    Ljósmynd
    Jesús á krossi

    Krossfesting, eftir Louise Parker

  • Ef til vill gæti einfalt áþreifanlegt dæmi sýnt muninn á því að vera hreinsuð frá synd og að vera fullkomnuð: Þið gætuð skrifað á töfluna fyrstu nokkrar línurnar í Moróní 10:32, en haft með ritvillur. Biðjið meðlimi bekkjarins síðan að þurrka út (en ekki leiðrétta) villurnar. Leysti þetta vandamálið? Hvaða lexíur lærum við af þessari ritningargrein og þessu dæmi um þau áhrif sem friðþæging frelsarans getur haft á okkur? Þessi orð Dieters F. Uchtdorf forseta geta einnig hjálpað: „Ef sáluhjálp þýðir aðeins að mistök okkar og syndir séu þurrkaðar út, þá uppfyllir hún ekki – væntingar föðurins til okkar – eins dásamleg og hún samt er. Markmið hans er mikið hærra: Hann vill að synir hans og dætur verði eins og hann“ („Náðargjöfin,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

  • Sögur og samlíkingar geta hjálpað okkur að skilja betur friðþægingu Jesú Krists. Þið gætuð viljað miðla sögu eða samlíkingu úr einni af aðalráðstefnuræðunum í „Fleiri heimildir.“ Þið gætuð horft saman á „Handel‘s Messiah: Debtor’s Prison [Messías Händels: Fangelsi skuldarans]” (myndband), ChurchofJesusChrist.org, og rætt hvernig friðþæging Jesú Krists frelsar okkur úr eigin fangelsi. Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað hugsunum eða tilfinningum sem þeir bera til frelsarans og friðþægingar hans fyrir okkur.

Matteus 28:1–10; Lúkas 24:13–35; Jóhannes 20:1–29; 1. Korintubréf 15:3–8, 55–58

Sjónarvottar í Nýja testamentinu báru vitni um að Jesús Kristur hefði sigrað dauðann.

  • Íhugið að rifja upp frásögnina um fyrstu páskana – upprisu Jesú Krists. Þið gætuð beðið einn meðlim bekkjarins að segja söguna með eigin orðum (sjá Jóhannes 20:1–17). Þið gætuð líka sýnt Biblíumyndband eins og „He Is Risen [Hann er risinn]“ (ChurchofJesusChrist.org).

  • Ef til vill myndi bekkurinn öðlast dýpri skilning á mikilvægi vitna upprisu Jesú Krists, ef þeir ímynduðu sér að lögfræðingar eða blaðamenn væru að rannsaka fullyrðinguna um að Kristur hafi risið upp. Biðjið þá að finna fólk í ritningarversunum, sem gætu þjónað sem vitni (sjá Matteus 28:1–10; Lúkas 24:13–35; Jóhannes 20:19–29; 1. Korintubréf 15:3–8, 55–58). Þeir gætu jafnvel skrifað stutt ágrip um hvað þetta fólk gæti sagt er þau gæfu vitni sitt fyrir dómstólum eða í blaðaviðtali.

  • Ein leið til að dýpka þakklæti okkar fyrir upprisu frelsarans er að hugsa til þess hvernig við myndum útskýra trú okkar fyrir öðrum. Hvernig myndu meðlimir bekkjarins miðla vitnisburði sínum um Jesú Krist í eftirfarandi kringumstæðum: fjölskyldumeðlimur hefur greinst með alvarlegan sjúkdóm; vinur hefur misst ástvin; nágranni spyr hvers vegna þið fagnið páskum. Hvetjið þá til að vísa í ritningarnar (eins og versin í „Fleiri heimildir“) er þeir íhuga svör sín. Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla hugsunum sínum.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Ritningar um friðþægingu frelsarans og upprisu.

Boðskapur um friðþægingu frelsarans og upprisu.

Bæta kennslu okkar

Verið verkfæri andans. „Tilgangur ykkar sem kennara er ekki að vera með tilkomumikla framsetningu, heldur að hjálpa öðrum að taka á móti áhrifum heilags anda, sem er í raun kennarinn“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).

Prenta