Nýja testamentið 2023
10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9: „Þú ert Kristur“


„10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9: ‚Þú ert Kristur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Gamla testamentið 2023 (2022)

„10.–16. apríl. Matteus 15–17; Markús 7–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Ummyndun Krists

Ummyndunin, eftir Carl Heinrich Bloch

10.–16. apríl

Matteus 15–17; Markús 7–9

„Þú ert Kristur“

Eitt af megin viðfangsefnum ykkar sem kennarar, er að hjálpa öðrum að efla trú sína á Jesú Krist. Hafið þetta hugfast þegar þið nemið ritningarnar í vikunni. Hvað finnið þið, sem gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að trúa innilegar á hann?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ein leið til að hvetja meðlimi bekkjarins til að nema ritningarnar í einrúmi og með fjölskyldu sinni er að bjóða þeim að miðla í hverri viku hvernig nám þeirra á ritningunum hafi stuðlað að því að þeir hljóti opinberun og blessað líf þeirra. Sem dæmi, hvernig hafði nám þeirra á þessum kapítulum áhrif á þær ákvarðanir sem þeir tóku í vikunni?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 16:13‒17

Vitnisburður um Jesú Krist hlýst með opinberun.

  • Hafa einhverjir af meðlimum bekkjarins þurft að útskýra fyrir einhverjum hvernig þeir vita að fagnaðarerindið er sannleikur? Hvað kenndi frelsarinn í Matteusi 16:13–17 um það hvernig við öðlumst vitnisburð? Þið gætuð miðlað því hvernig Alma hlaut sinn vitnisburð (sjá Alma 5:45–46) eða hvað Drottinn kenndi Oliver Cowdery um opinberun (sjá Kenning og sáttmálar 6:14–15, 22–23; 8:2–3). Hvað haldið þið að Pétur eða Alma eða Oliver Cowdery gætu hafa sagt ef einhver spyrði þá hvernig þeir vissu að fagnaðarerindið væri satt?

  • Í bekknum ykkar gæti verið fólk sem biður fyrir persónulegri opinberun, en veit ekki hvernig á að bera kennsl á hana þegar hún berst. Á HearHim.ChurchofJesusChrist.org getið þið fundið myndbönd þar sem kirkjuleiðtogar miðla því hvernig þeir báru kennsl á rödd Drottins. Þið gætuð horft á eitt eða fleiri þessara myndbanda með bekknum og rætt það sem myndböndin kenna um að taka á móti opinberun. Hvaða fleiri kenningar eða ritningarvers dettur bekknum í hug að gætu hjálpað einhverjum að bera kennsl á persónulega opinberun? (Sjá, t.d. 1. Konungabók 19:11–12; Galatabréfið 5:22–23; Enos 1:1–8; Kenning og sáttmálar 6:22–24; 8:2–3; 9:7–9.)

Matteus 16:13–19; 17:1–9

Prestdæmislyklar eru nauðsynlegir sáluhjálp okkar.

  • Til að hefja umræður um prestdæmislykla, gætuð þið skrifað tilvísanir sem þessar á töfluna: Matteus 16:19; Kenning og sáttmálar 107:18–20; 128:8–11; 132:18–19, 59; Joseph Smith – Saga 1:72; og „Lyklar prestdæmisins“ í Leiðarvísir að ritningunum (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Biðjið síðan meðlimi bekkjarins að lesa eitt eða fleiri af ritningarversunum og miðla einhverju sem þeir læra um lykla prestdæmisins í þeim. Af hverju þurfum við á prestdæmislyklum að halda?

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins styrki vitnisburð sinn um endurreisn prestdæmislyklanna á síðari dögum, gætuð þið beðið annan helming bekkjarins að læra Matteus 17:1–9 og hinn helminginn Kenningu og sáttmála 110. Þeir gætu síðan miðlað hvert öðru því sem þeir lærðu og skráð það sem líkt er í báðum frásögnum. Myndbandið „Priesthood Keys: The Restoration of Priesthood Keys [Prestdæmislyklar: Endurreisn prestdæmislykla]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti líka komið að notum.

Ljósmynd
stytta af Pétri með lykla

Prestdæmislyklar eru vald til að stjórna notkun prestdæmisins.

Markús 9:14–30

Þegar við leitum aukinnar trúar, getum við byrjað á þeirri trú sem við þegar höfum.

  • Öldungur Jeffrey R. Holland notaði söguna um föðurinn sem leitaði lækningar fyrir son sinn til að kenna hvernig við ættum að nálgast Drottin, þegar okkur finnst trú okkar ekki nægja (sjá „Ég trúi,“ aðalráðstefna, apríl 2013). Eftir að hafa lesið Markús 9:14–30 saman sem bekkur, gætuð þið rætt þrjú atriði öldungs Hollands (sjá „Fleiri heimildir“).

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Þrjú atriði til að stuðla að aukinni trú okkar.

Eftir að hafa endursagt söguna í Markúsi 9:14–29, kenndi öldungur Jeffrey R. Holland:

„Fyrst sjáum við í þessari frásögn, að faðir þessi undirstrikar fyrst styrkleika sinn og aðeins að því loknu vanmátt sinn, er hann stendur frammi fyrir trúaráskoruninni. Yfirlýsing hans er ákveðin og hiklaus: ‚Ég trúi.‘ Ég segi við alla þá sem þrá aukna trú, horfið til þessa manns! Á tíma ótta eða efasemda eða erfiðleika, skuluð þið reiða ykkur á þá trú sem þið þegar búið yfir, jafnvel þótt hún sé takmörkuð. …

Annað atriðið er afbrigði af því fyrsta. Þegar erfiðleikar verða og spurningar vakna, einblínið þá ekki á „vantrú“ ykkar og það sem ykkur skortir trúarlega. … Ég bið ykkur ekki að gera ykkur upp þá trú sem þið ekki eigið. Ég bið ykkur að vera holl þeirri trú sem þið þegar eigið. …

Síðasta atriðið: Þegar efi og erfiðleikar koma, óttist þá ekki að biðja um hjálp. Ef við þráum af jafnmikilli auðmýkt og einlægni og þessi faðir, getum við hlotið hana“ („Ég trúi,“ aðalráðstefna, apríl 2013).

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem stuðla að vitnisburði. Að spyrja spurninga sem hvetja nemendur til að gefa vitnisburð sinn, getur verið áhrifarík leið til að laða að andann. Sem dæmi, þegar þið ræðið Matteus 16:13–17, þá gætuð þið spurt: „Hvað hafið þið lært um frelsarann, sem hefur styrkt vitnisburð ykkar um hann sem frelsara?“ (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]32.)

Prenta