Nýja testamentið 2023
22.–28. maí. Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21: Mannssonurinn kemur


„22.–28. maí. Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21: Mannssonurinn kemur,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„22.–28. maí. Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
síðari koman

Síðari koman, eftir Harry Anderson

22.–28. maí

Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21

Mannssonurinn kemur

Munið að hefja undirbúning ykkar til að kenna með því að lesa kostgæfið Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; og Lúkas 21. Leitið sjálf innblásturs og lesið síðan yfir þessi lexíudrög til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Skráið á töfluna dæmisögur frelsarans úr lestrarefni vikunnar, t.d. fíkjutréð, góði maðurinn og þjófurinn, hinir trúu og illu þjónar, meyjarnar tíu, talenturnar og sauðirnir og hafrarnir. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla sannleika sem þeir lærðu í þessum dæmisögum, sem getur hjálpað þeim að búa sig undir síðari komu Drottins. Hvað eru þeir að gera til að tileinka sér þessi sannindi í lífi sínu?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Joseph Smith ‒ Matteus 1:21‒37

Spádómar um síðari komu frelsarans geta hjálpað okkur að takast á við framtíðina með trú.

  • Það getur verið erfitt fyrir meðlimi bekkjarins að skilja táknin um síðari komu frelsarans. Það gæti verið þeim gagnlegt að vinna í hópum og finna tákn í Joseph Smith ‒ Matteus 1:21‒37. Það gæti líka verið þeim gagnlegt að skilja betur mikilvægi þessara tákna sé þeim líkt við umferðarskilti. Af hverju eru umferðarskilti mikilvæg? Hvað er líkt með táknum síðari komunnar og umferðarskiltum? Hvað er ólíkt með þeim? Þið gætuð jafnvel látið hvern hóp fá blaðsnepla í sömu lögun og umferðarskiltin og boðið þeim að skrifa á þá tákn sem munu vera undanfari síðari komunnar. Bjóðið þeim að miðla því sem þeir fundu og biðjið bekkinn að ræða vísbendingar um þetta í heiminum í dag.

Joseph Smith – Matteus 1:26–27, 38–55; Matteus 25:1–13

Við verðum ætíð að vera viðbúin síðari komu frelsarans.

  • Dæmisögurnar í Joseph Smith – Matteusi 1:26–27, 38–55 og Matteusi 25:1–13 geta stuðlað að því að meðlimir bekkjarins skilji mikilvægi þess að vera undir síðari komuna búin. Bjóðið meðlimum bekkjarins að leita í þessum versum og miðla því sem þeim finnst frelsarinn bjóða okkur að gera. Túlkun öldungs Davids A. Bednar á dæmisögunni um meyjarnar tíu gæti verið gagnleg (sjá „Fleiri heimildir“). Af hverju þurfum við öll að upplifa sjálf trúarumbreytingu? Hvernig gerum við það? Hverju bætir Kenning og sáttmálar 45:56–57 við skilning okkar á þessari dæmisögu?

  • Þegar þið lærið um endurkomu frelsarans, gætuð þið lesið eða sungið sálma um síðari komuna (sjá „Jesús Kristur – Endurkoman“ í „Efni sálmanna“ aftast í sálmabókinni).

Matteus 25:14–46

Við lokadóminn munum við gera Drottni grein fyrir lífi okkar.

  • Dæmisagan um talenturnar og dæmisagan um sauðina og hafrana getur hvatt okkur til að hugleiða reikningsskil lífs okkar við lokadóm Drottins. Þið gætuð lesið dæmisögurnar saman og beðið hvern meðlim bekkjarins að miðla einni spurningu sem frelsarinn gæti spurt um líf okkar þegar við verðum dæmd. Gefið meðlimum bekkjarins tíma til að skipuleggja hvernig þeir geta brugðist við þeim innblæstri sem þeim berst í umræðunni.

    Ljósmynd
    sauðir og hafrar

    Kristur notaði sauði og hafra til að kenna um lokadóminn (sjá Matteus 25:31–33).

  • Til að hvetja til umræðu um Matteus 25:34–40, gætuð þið boðið meðlimum bekkjarins að gefa dæmi um fólk sem sýnir samúð á þann hátt sem lýst er í þessum versum. Gefið þeim tíma til að íhuga hver gæti þurft á þjónustu þeirra að halda. Hvaða hagnýtu leiðir getum við farið til að metta hungraða, klæða nakta og vitja sjúkra?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Olía trúarumbreytingar.

Öldungur David A. Bednar lagði til að mögulegt væri að túlka dæmisöguna um meyjarnar tíu á þennan hátt:

„Lítið á olíuna sem olíu trúarumbreytingar [sjá Matteus 25:4–9]. …

Voru hinar fimm vitru meyjar eigingjarnar og ógjafmildar, eða sögðu þær réttilega að olíu trúarumbreytingar væri ekki hægt að lána? Er hægt að gefa öðrum hinn andlega styrk sem hlýst af stöðugri hlýðni við boðorðin? Er hægt að yfirfæra á nauðstadda þá þekkingu sem hlýst með kostgæfnu námi og ígrundun ritninganna? Er hægt að yfirfæra frið fagnaðarerindisins sem trúfastir Síðari daga heilagir hljóta á þá sem upplifa mótlæti eða mikla erfiðleika? Svarið við hverri þessara spurninga er ákveðið: Nei.

Líkt og vitru meyjarnar sögðu greinilega, þá verður hver okkar að ‚kaupa handa sér.‘ Þessar innblásnu konur voru ekki að tala um viðskiptahætti; þær voru öllu heldur að undirstrika einstaklingsbundna ábyrgð okkar á að halda vitnisburðarlömpum okkar logandi og verða okkur úti um umframbirgðir af olíu trúarumbreytingar. Þessa dýrmætu olíu er hægt að fá dropa fyrir dropa ‒ ‚orð á orð ofan og setning á setning ofan‘ (2. Nefí 28:30), stöðugt og af þolinmæði“ („Snúið til Drottins,“ aðalráðstefna, október 2012).

Bæta kennslu okkar

Verið viss um að þið séuð að kenna sanna kenningu. „Spyrjið ykkur stöðugt: ,Hvernig mun það sem ég kenni hjálpa meðlimum bekkjar míns að efla trú á Krist, iðrast, gera sáttmála við Guð og meðtaka heilagan anda?‘“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]20).

Prenta