Nýja testamentið 2023
29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13: „Í mína minningu“


„29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13: ‚Í mína minningu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„29. maí–4. júní. Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Síðasta kvöldmáltíðin

Í mína minning, eftir Walter Rane

29. maí–4. júní

Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13

„Í mína minningu“

Lesið Matteus 26; Markús 14; og Jóhannes 13 og íhugið þær hugsanir og hvatningu sem þið hljótið. Hvaða boðskapur gæti blessað meðlimi bekkjar ykkar?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lærðu í vikunni, sem hjálpaði þeim að finna dýpri þýðingu í sakramentinu. Hvað gerðu þeir og hvernig hafði það áhrif á upplifun þeirra, er þeir meðtóku sakramentið?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 26:20–22

Við verðum að rannsaka eigið líf til að komast að því hvernig orð Drottins eiga við okkur.

  • Við heyrum margar lexíur fagnaðarerindisins í lífinu, en stundum er freistandi að gera ráð fyrir að þær eigi aðallega við um annað fólk. Umræður um Matteus 26:20–22 geta stuðlað að því að við sigrumst á þessari tilhneigingu. Hvað lexíur lærum við af því hvernig lærisveinarnir tileinkuðu sér orð frelsarans? Ef einhverjir meðlima bekkjarins hafa lesið tilvísun Dieters F. Uchtdorf forseta í þessa frásögn í boðskap hans „Er það ég, herra?,“ geta þeir miðlað þeim skilningi sem þeir öðluðust (aðalráðstefna, október 2014).

Matteus 26:26–29

Sakramentið er stund til að minnast frelsarans.

  • Hvernig myndu meðlimir bekkjarins útskýra helgiathöfn sakramentisins fyrir einhverjum sem ekki kannast við hana? Ef til vill gætuð þið gert lista með spurningum sem einhver gæti haft um sakramentið, svo sem: „Af hverju gaf frelsarinn okkur sakramentið? Af hverju eru brauð og vatn svona áhrifamikil tákn um Jesú Krist? Hverju lofum við þegar við meðtökum sakramentið? Hvaða fyrirheit eru okkur gefin?“ Meðlimir bekkjarins gætu leitað að svörum í eftirfarandi heimildum: Matteus 26:26–29; Kenning og sáttmálar 20:75–79; og Leiðarvísir að ritningunum, „Sakramenti“ (KirkjaJesuKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Þið gætuð einnig miðlað innsýn öldungs D. Todd Christofferson í „Fleiri heimildir.“

    Ljósmynd
    kona meðtekur sakramentið

    Sakramentið hjálpar okkur að minnast Jesú Krists.

  • Það gæti verið meðlimum bekkjarins til góðs að heyra hugmyndir hvers annars um hvernig skuli minnast frelsarans í sakramentinu og í vikunni (sjá Lúkas 22:19–20; Kenning og sáttmálar 6:36–37). Ef til vill gætuð þið beðið þá að miðla því sem hjálpar þeim og fjölskyldum þeirra að minnast frelsarans og halda sáttmála sína. Þeir gætu líka sagt frá því sem þeir gera til að gera sakramentið að helgri upplifun.

Jóhannes 13:1–17

Frelsarinn er fyrirmynd okkar um að þjóna öðrum af auðmýkt.

  • Til að stuðla að ígrundun meðlima bekkjar ykkar um þýðingu þess að Jesús þvoði fætur lærisveinanna, gætuð þið beðið meðlim bekkjarins að leika hlutverk Péturs og veita hinum í bekknum viðtal. Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Jóhannesi 13:1–17 og hugleitt þýðingarmiklar spurningar sem þeir gætu spurt Pétur til að læra um upplifun hans. Hvað lærum við af þessari frásögn, sem gæti haft áhrif á það hvernig við þjónum öðrum?

Jóhannes 13:34–35

Elska okkar til annarra sýnir að við erum sannir lærisveinar Jesú Krists.

  • Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að sýna meiri elsku? Ef til vill gætuð þið spurt þá hvaða eiginleikum þeir taka eftir þegar þeir hitta einhvern sem er fylgjandi Krists. Þið gætuð beðið þá að leita í Jóhannesi 13:34–35 til að læra hvernig hægt er að bera kennsl á sanna lærisveina frelsarans. Hvað getum við gert til að gera elsku að þeim eiginleika sem einkennir hlutverk okkar sem lærisveina? Ef til vill gætuð þið rætt hvernig það að elska aðra er ein leið til að bera vitni um Jesú Krist. Hvernig getum við gert þetta í fjölskyldu okkar, á samfélagsmiðlum og á öðrum vettvangi?

  • Þið hafið lært mikið um líf frelsarans á þessu ári sem bekkur, þar með talið mörg dæmi um það hvernig hann sýndi elsku sína til annarra. Ein leið til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga boðorðið í Jóhannesi 13:34 er að skrifa eins og ég hef elskað yður á töfluna og biðja meðlimi bekkjarins að gera lista með dæmum sem þeir muna eftir í Nýja testamentinu sem sýna elsku Jesú. Þið gætuð síðan skrifað elskið hvert annað á töfluna og beðið meðlimi bekkjarins að skrá hvernig við getum fylgt kærleiksfordæmi hans. Meðlimir bekkjarins gætu fengið hugmyndir í einu myndbandanna í „Fleiri heimildir.“

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

„[Tileinkið ykkur] eiginleika og persónugerð Krists.“

Öldungur D. Todd Christofferson kenndi: „Að eta hold og drekka blóð [frelsarans] óeiginlega, hefur dýpri og markverðari merkingu, sem felur í sér að tileinka sér eiginleika og persónugerð Krists, afklæðast hinum náttúrlega manni og verða heilagur ‚fyrir friðþægingu Krists Drottins‘ [Mósía 3:19]. Þegar við meðtökum brauð og vatn sakramentisins í hverri viku, þá væri okkur hollt að ígrunda hversu ítarlega og fullkomlega við verðum að tileinka okkur persónugerð hans og fyrirmynd hans syndlausa lífs“ („Brauðið sem niður steig af himni,“ aðalráðstefna, október 2017).

Myndbönd um elsku á ChurchofJesusChrist.org.

  • „Love One Another [Elskið hvert annað]“

  • „Families Sacrifice, Give, and Love [Fjölskyldur fórna, gefa og elska]“

  • „Preparation of Thomas S. Monson: He Learned Compassion in His Youth [Undirbúningur Thomas S. Monson: Hann lærði meðaumkun í æsku]“

Bæta kennslu okkar

Horfið með augum Guðs. Keppið að því að sjá meðlimi bekkjar ykkar eins og Guð sér þá og þá mun andinn sýna ykkur guðlegt virði þeirra og möguleika. Þegar þið gerið þetta, þá verðið þið leidd í viðleitni ykkar til að liðsinna þeim (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]6).

Prenta