Nýja testamentið 2023
12.–18. júní. Lúkas 22; Jóhannes 18: „Verði þó ekki minn heldur þinn vilji“


„12.–18. júní. Lúkas 22; Jóhannes 18: ‚Verði þó ekki minn heldur þinn vilji,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„12.–18. júní. Lúkas 22; Jóhannes 18,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Kristur og lærisveinar í Getsemane

Getsemanegarðurinn, eftir Derek Hegsted

12.–18. júní

Lúkas 22; Jóhannes 18

„Verði þó ekki minn heldur þinn vilji“

Íhugið hvað þið munið gera til að bjóða andanum að vera með í kennslu ykkar, þegar þið ræðið hina helgu atburði í þessum kapítulum. Leitið kostgæfið að leiðum til að stuðla að innilegri elsku meðlima bekkjarins til frelsarans og trú þeirra á hann.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla tilfinningum sínum við lestur vikunnar og hvaða vers vöktu þær tilfinningar.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Lúkas 22:39–46

Við verðum líkari Kristi þegar við veljum að lúta vilja föðurins.

  • Fordæmi frelsarans, þegar hann laut vilja föðurins, getur hjálpað meðlimum bekkjarins þegar þeir þurfa að gera hið sama. Til að hefja umræður gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að miðla upplifunum sínum, þegar þeir lutu einhverju sem þeir vissu að Guð vildi að þeir gerðu. Biðjið þá að segja frá því hvernig þeir vissu hvað Guð vildi að þeir gerðu og hvernig þeir voru blessaðir fyrir að lúta vilja hans. Biðjið bekkinn að lesa Lúkas 22:39–46 og ræða hvers vegna frelsarinn var fús til að lúta föður sínum. Hvernig getum við fylgt fordæmi frelsarans?

  • Hvaða dæmi um auðmýkt finnum við í Lúkasi 22 og Jóhannesi 18, til viðbótar við auðmýkt frelsarans gagnvart Guði í Lúkasi 22:42? Hvernig laut frelsarinn vilja föður síns í lífi sínu? Hvað getum við gert til að verða líkari honum? Orð öldungs Neals A. Maxwell í „Fleiri heimildir“ geta hvatt meðlimi bekkjarins til að ígrunda hvernig þeir geti lotið vilja Guðs.

Lúkas 22:39–46

Jesús Kristur framkvæmdi algjöra friðþægingu fyrir okkur.

  • Lúkas 22:39–46 lýsir því sem gerðist í Getsemane. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja persónulega þýðingu þessa helga atburðar, gætuð þið skrifað spurningar sem þessar á töfluna: Hvað gerðist í Getsemane? og Af hverju er það mér mikilvægt? Meðlimir bekkjarins gætu fundið svör í Lúkasi 22:39–46; Alma 7:11–13; Kenningu og sáttmálum 19:16–19; og í myndbandinu „The Savior Suffers in Gethsemane [Frelsarinn þjáist í Getsemane]“ (ChurchofJesusChrist.org). Þeir gætu líka fundið svör í boðskap Tad R. Callister forseta, „Friðþæging Jesú Krists“ (aðalráðstefna, apríl 2019).

  • Í Mormónsbók segir Jakob að friðþæging Jesú Krists sé „algjör friðþæging“ (2. Nefí 9:7). Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja þetta, gætuð þið miðlað kenningu Russells M. Nelson forseta í „Fleiri heimildir“ og beðið meðlimi bekkjarins að skrá hvernig áhrif fórnar frelsarans geti talist vera algjör. Þeir gætu líka lesið eftirfarandi ritningarvers og bætt við listann sinn: Hebreabréfið 10:10; Alma 34:10–14; Kenning og sáttmálar 76:24; og HDP Móse 1:33. Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir það sem frelsarinn gerði fyrir okkur?

Pétur snýr sér frá Kristi

Afneitun Péturs, eftir Carl Heinrich Bloch

Lúkas 22:54–62

Við getum verið trú Jesú Kristi, þrátt fyrir ótta okkar og veikleika.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá fyrir sér atburði Lúkasar 22:54–62, gætuð þið sýnt þeim mynd, t.d. Peter’s Denial [Afneitun Péturs] (ChurchofJesusChrist.org) eða myndbandið „Jesus Is Tried by Caiaphas, Peter Denies Knowing Him [Kaífas yfirheyrir Jesú, Pétur neitar því að þekkja hann]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir læra af upplifun Péturs, sem hvetur þá til tryggðar við Jesú Krist.

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Að lúta vilja föðurins.

Öldungur Neal A. Maxwell kenndi: „Þegar þið lútið vilja Guðs, þá eruð þið að að veita honum það eina sem þið í raun getið boðið og er raunverulega á ykkar færi að gefa. Bíðið ekki of lengi eftir að finna altarið eða að setja gjöf undirgefni ykkar á það!“ („Hafið það hugfast, hve miskunnsamur Drottinn hefur verið,“ aðalráðstefna, apríl 2004).

Hin takmarkalausa friðþæging

Russell M. Nelson forseti kenndi:

„Friðþæging [Jesú Krists] er altæk – án enda. Hún var líka altæk á þann hátt að öllu mannkyni yrði bjargað frá eilífum dauða. Hún var altæk hvað varðar ómælanlegar þjáningar hans. Hún var altæk hvað varðar tíma og batt enda á hinar fyrri upprunalegu dýrafórnir. Hún var altæk að umfangi – hana átti að gera í eitt skipti fyrir öll. Miskunn friðþægingarinnar nær ekki aðeins til óendanlega margra manna, heldur einnig til óendanlega margra heima sem hann hefur skapað. Hún var óendanlega stærri öllum mælieiningum og jarðneskum skilningi manna.

Jesús var sá eini sem fékk áorkað slíkri altækri friðþægingu, því hann var fæddur af dauðlegri móður og ódauðlegum föður. Vegna þessa sérstaka frumburðarréttar, var Jesús óendanleg vera“ („The Atonement,“ Ensign, nóvember 1996, 35).

Bæta kennslu okkar

Verið auðmjúkt verkfæri andans. „Tilgangur ykkar sem kennarar er ekki að vera með tilkomumikla framsetningu, heldur að hjálpa öðrum að taka á móti áhrifum heilags anda, sem í raun er kennarinn“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 10).