Nýja testamentið 2023
5.–11. júní. Jóhannes 14–17: „Verið stöðug í elsku minni“


„5.–11. júní. Jóhannes 14–17: ‚Verið stöðug í elsku minni,‘“Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„5.–11. júní. Jóhannes 14–17,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Síðasta kvöldmáltíðin

Síðasta kvöldmáltíðin, eftir William Henry Margetson

5.–11. júní

Jóhannes 14–17

„Verið stöðug í elsku minni“

Þegar þið lærið kostgæfið í Jóhannesi 14–17, íhugið þá hvernig þið getið sem best sýnt þeim elsku sem þið kennið. Heilagur andi veitir ykkur hugmyndir þegar þið nemið ritningarnar, Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur og þessi lexíudrög.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Skrifið tölurnar 14–17 á töfluna, en þær standa fyrir kapítulana í Jóhannesi sem meðlimir bekkjarins lásu í vikunni. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að skrifa tilvísananúmer ritningarversa við hlið hvers kapítulanúmers, sem heilagur andi hjálpaði þeim að skilja betur eða sem þeir vilja ræða sem bekkur.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jóhannes 14:16–27; 15:26; 16:7–15

Heilagur andi hjálpar okkur að framfylgja tilgangi okkar sem lærisveinar Jesú Krists.

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins læri um hin ýmsu hlutverk heilags anda, íhugið þá að biðja þá að lesa eitt eða fleiri af eftirfarandi versum: Jóhannes 14:16–27; 15:26; 16:7–15. Þeir gætu skrifað á töfluna það sem þeir læra í þessum versum um heilagan anda. Þeir gætu líka leitað skilnings um heilagan anda í ritningunum og ræðunum sem vísað er til í „Fleiri heimildir.“ Hvernig hefur heilagur andi sinnt þessum hlutverkum í lífi okkar? Þið gætuð fengið hugmynd um að nota hluti til að koma með í kennslu eða hafa sýnikennslu, til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja einhver þessara hlutverka.

  • Íhugið að biðja nokkra meðlimi bekkjarins að lesa fyrir fram eina af aðalráðstefnuræðunum um heilagan anda, sem lagt er til í „Fleiri heimildir“ (eða aðra ráðstefnuræðu sem þeir kannast við). Leyfið þeim að miðla bekknum stuttlega því sem þeir lærðu. Hverju bæta þessar ræður við það sem við höfum lært um heilagan anda í Jóhannesi 14–16?

Ljósmynd
Jesús talar til lærisveina

Síðasta kvöldmáltíðin, eftir Clark Kelley Price

Jóhannes 15:1–12

Þegar við erum í Kristi, munum við bera góðan ávöxt og vera glöð.

  • Þið gætuð komið með litla plöntu (eða mynd) í kennslu og notað hana til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá fyrir sér þegar frelsarinn kenndi um vínviðinn og greinarnar. Eftir að hafa lesið saman Jóhannes 15:1–12 sem bekkur, gætuð þið rætt hvað það þýðir að „[vera] í [Kristi]“ (Jóhannes 15:4). Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu miðlað því hvernig þeir komust að sannleiksgildi þess sem þeir fundu í Jóhannesi 15:5. (Sjá einnig orð öldungs Jeffreys R. Holland í „Fleiri heimildir.“)

Jóhannes 17

Fullkomin eining ríkir á milli himnesks föður og Jesú Krists.

  • Líklegast getið þið ekki kennt öll þau sannindi sem Jóhannes 17 hefur að geyma í einni kennslustund, en þið getið hjálpað bekknum að kanna nokkur þeirra á eftirfarandi hátt. Gerið lista á töfluna með hugtökum úr Jóhannesi 17, t.d. þessum:

    • Samband okkar við Jesú Krist

    • Samband Jesú Krists við föður sinn

    • Samband okkar við umheiminn

    • Samband okkar við hvert annað sem lærisveinar hans

    Biðjið hvern meðlim bekkjarins að velja eitt þessara hugtaka, lesa Jóhannes 17 og leita að versum sem tengjast því. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu.

    Hvernig hefur samband okkar við Guð áhrif á sambönd okkar hvert við annað? Hvernig hafa sambönd okkar hvert við annað áhrif á samband okkar við Guð?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Heilagur andi.

Að vera í Kristi.

Öldungur Jeffrey R. Holland benti á og kenndi að orðin vera í gæfu í skyn frammistöðu og skuldbindingu:

„Merkingin í þessu [orði] er þá að ‚standa – en standa til eilífðar.‘ … Komið, en komið til þess að vera áfram. Komið með sannfæringu og þrautseigju. …

Jesús sagði: ‚Án mín getið þér alls ekkert gjört,‘ [Jóhannes 15:5] og við tökum orð hans trúanleg. Við eigum að „vera í honum“ til frambúðar, ósveigjanlega, staðfastlega, til eilífðar. Til þess að fagnaðarerindið beri ávöxt og blómstri og blessi líf okkar, verðum við að vera tryggilega tengdir Drottni Jesú Kristi, frelsara okkar allra, og kirkju hans sem ber hið heilaga nafn hans. Vegna þess að hann er vínviðurinn sem er hin sanna uppspretta styrks og eina uppspretta eilífs lífs, munum við ekki aðeins standast, heldur munum við við komu hans sigra og fagna sigri þessa heilaga málstaðar sem aldrei mun bregðast okkur“ („Verið í mér,“ aðalráðstefna, apríl 2004).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið andanum. „Við getum verið verkfæri í höndum Guðs við að hjálpa börnum hans að læra með andanum. Til að gera það, bjóðum við áhrifamætti andans í líf okkar og hvetjum þá sem við kennum að gera slíkt hið sama. … Kirkjutónlist, ritningarnar, orð síðari daga spámanna, kærleikstjáning og vitnisburður og hljóðar íhugunarstundir, geta allar aukið nærveru andans“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]10).

Prenta