Nýja testamentið 2023
19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19: „Það er fullkomnað“


„19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19: ‚Það er fullkomnað,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„19.–25. júní. Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Kristur frammi fyrir Pílatusi

Ecce Homo [Sjáið manninn], eftir Antonio Ciseri

19.–25. júní

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19

„Það er fullkomnað“

Hefjið undirbúning ykkar að kennslu með því að lesa kostgæfið Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; og Jóhannes 19. Leitist eftir að lifa verðug andans, svo þið getið borið máttugt vitni um frelsarann og friðþægingu hans.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Biðjið hvern meðlim bekkjarins að velja sér kapítula úr lestrarefni þessarar viku og verja nokkrum mínútum í að lesa hann yfir, leita að orði, orðtaki eða frásögn sem kennir þeim eitthvað þýðingarmikið um frelsarann og þjónustu hans. Gefið þeim tækifæri til að miðla því sem þeir fundu og útskýra hvers vegna það er þeim mikilvægt.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Matteus 27; Markús 15; Lúkas 23; Jóhannes 19

Fúsleiki Jesú Krists til að þjást sýnir elsku hans til föðurins og okkar allra.

  • Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins skilji hvernig þjáning og dauði frelsarans á krossinum sýndi elsku hans, prófið þá þetta verkefni: Látið hvern meðlim bekkjarins hafa pappírshjarta og biðjið þá að skrifa orðtak úr 1. Korintubréfi 13:4–7 á hjartað sem lýsir kærleika. Biðjið þá síðan að leita í Matteusi 27; Markúsi 15; Lúkasi 23; eða Jóhannesi 19 og skrifa nokkur vers á hina hlið hjartans, sem sýna hvernig frelsarinn sýndi elskuna sem hið valda orðtak þeirra lýsti. Leyfið þeim að miðla því sem þeir fundu. Hvaða upplifanir hafa hjálpað okkur að skilja elsku frelsarans?

    Ljósmynd
    þyrnikóróna

    Hermennirnir „[fléttuðu] þyrnikórónu og [settu] á höfuð honum“ (Markús 15:17).

  • Myndir geta hjálpað meðlimum bekkjarins að sjá fyrir sér þá atburði sem þeir lesa um í vikunni. Ef til vill gætuð þið skipt bekknum í hópa og úthlutað hverjum hópi mynd (sjá „Fleiri heimildir“ fyrir myndatillögur). Meðlimir bekkjarins gætu lesið versin sem lýsa atburðinum sem myndin þeirra sýnir. Þeir gætu síðan miðlað hugsunum sínum og tilfinningum um þessa atburði – m.a. hvernig myndin stuðlar að auknum skilningi þeirra á friðþægingu frelsarans. Þið gætuð líka sýnt myndböndin „Jesus Is Condemned before Pilate [Jesús dæmdur frammi fyrir Pílatusi]“ og „Jesus Is Scourged and Crucified [Jesús húðstrýktur og krossfestur]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvetjið meðlimi bekkjarins til að gefa vitnisburð um frelsarann og friðþægingu hans.

Matteus 27:11–60

Fornir spámenn sáu fyrir þjáningu og krossfestingu frelsarans.

  • Fornir spámenn sögðu fyrir um marga af atburðum síðustu klukkustunda í lífi frelsarans. Ein leið til að vekja athygli meðlima bekkjarins á þessu er að láta hvern einstakling hafa eitt eða fleiri af ritningarversunum í „Fleiri heimildum“ og biðja þá að finna vers í Matteusi 27 sem sýna hvernig ritningarversin uppfylltust. Þið gætuð gert töflu sem tengir spádómana við uppfyllingu þeirra. Hvernig styrkja þessir spádómar trú okkar á Jesú Krist?

Matteus 27:27–49; Markús 15:16–32; Lúkas 23:11, 35–39; Jóhannes 19:1–5

Andspyrna fær ekki stöðvað verk Guðs.

Lúkas 23:34–43

Frelsarinn býður okkur von og fyrirgefningu.

  • Jafnvel á síðustu andartökunum, hélt frelsarinn áfram að bjóða von og fyrirgefningu. Hugsið um leiðir til að hvetja meðlimi bekkjarins til að fylgja fordæmi hans. Þið gætuð t.d. beðið annan helming bekkjarins að lesa Lúkas 23:34–38 (þ.m.t. vers 34, neðanmálstilvísun c í ensku biblíunni, sem veitir innsýn úr Þýðingu Josephs Smith) og hinn helminginn að lesa Lúkas 23:39–43. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir lærðu um frelsarann í sínum úthlutuðu versum. Hvernig getum við fylgt fordæmi frelsarans?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Myndir af ofsóknum á hendur Jesú Kristi, þjáningu hans og dauða.

Ritningarvers sem spá fyrir um raunir og dauða Jesú Krists.

Bæta kennslu okkar

Sækið styrk hjá frelsaranum. „Í þeirri viðleitni að lifa og kenna eins og frelsarinn, mun ykkur óhjákvæmilega mistakast endrum og eins. Látið ekki hugfallast; látið fremur mistök ykkar og veikleika snúa ykkur til himnesks föður og frelsarans“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]14).

Prenta