Nýja testamentið 2023
13.–19. nóvember. Jakobsbréfið: „Verðið gerendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess“


„13.–19. nóvember. Jakobsbréfið: ‚Verðið gerendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2023)

„13.–19. nóvember. „Jakobsbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
ungmenni við veggþrif

13.–19. nóvember

Jakobsbréfið

„Verðið gerendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess“

Lesið Jakobsbréfið áður en þið lesið þessi lexíudrög og veitið athygli þeirri hvatningu sem þið finnið fyrir. Hvaða reglur finnið þið sem gætu blessað og byggt upp meðlimi bekkjar ykkar?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla versum úr Jakobsbréfinu sem veita þeim innblástur að vera „gerendur orðsins“ (Jakobsbréfið 1:22). Ef það stendur þeim ekki of nærri, gætu þeir einnig miðlað hverju þeim finnst þeir þurfa að breyta, sem einstaklingar og fjölskyldur.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Jakobsbréfið 1:5–6

Þegar við biðjum í trú, gefur Guð örlátlega.

  • Þær reglur sem kenndar eru í Jakobsbréfinu 1:5–6 leiddu Joseph Smith til lífsumbreytandi andlegrar upplifunar og þær geta blessað hvert okkar á einhvern hátt. Ef til vill gætuð þið skrifað spurningar á töfluna í ætt við þær sem hér fylgja og beðið meðlimi bekkjarins að íhuga þær í hljóði: Hvaða áhrif hefur Jakobsbréfið 1:5–6 haft í lífi ykkar? Hvað hefur upplifun Josephs Smith á þessum versum kennt ykkur um að leita visku varðandi eigin spurningar? (sjá Joseph Smith – Saga 1:10–17). Hvaða upplifanir hafa kennt ykkur að „vitnisburður Jakobs [er] sannur“? (Joseph Smith – Saga 1:26). Bjóðið meðlimum bekkjarins að miðla hugsunum sínum eftir íhugun þessara spurninga.

  • Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins umorðað Jakobsbréfið 1:5–6 á eigin máta. Hvernig hjálpar þetta þeim að skilja betur þessi vers? Þið gætuð viljað ræða merkingu nokkurra orða í þessum versum.

Jakobsbréfið 1:2–4; 5:7–11

Ef við sýnum þolgæði, mun Drottinn leiða okkur til fullkomnunar.

  • Til að hefja umræður um kenningu Jakobs um þolgæði í þessum versum, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að miðla upplifunum sínum, þegar þeir þurftu að sýna þolgæði og hvað þeir lærðu af þeirri upplifun. Þeir gætu síðan leitað að reglum í Jakobsbréfinu 1:2–4; 5:7–11 sem tengjast eigin upplifunum. Þeir gætu einnig fundið viðeigandi reglur í myndbandinu „Continue in Patience [Halda áfram með þolgæði]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða boðskap Dieters F. Uchtdorf forseta, „Halda áfram með þolgæði“ (aðalráðstefna, apríl 2010). Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir lærðu um þolgæði þegar þeir kynntust himneskum föður og frelsaranum. Hvað hefur hjálpað okkur að byggja upp þolgæði?

Jakobsbréfið 1:3–8, 21–25; 2:14–26

„Trúin [er] dauð án verka.“

  • Ein leið til að ræða kenningar Jakobs um trú og verk væri að skipta bekknum í tvo hópa – einn myndi rannsaka hvers vegna trú krefst verka og hinn hvers vegna verk okkar krefjast trúar. Til að gera þetta, gætu þeir lesið Matteus 7:21–23; Jakobsbréfið 1:6–8, 21–25; 2:14–26; og Joseph Smith – Saga 1:19. Báðir hóparnir gætu síðan miðlað því sem þeir fundu og rætt hvers vegna bæði trú og verk eru nauðsynleg.

    Ljósmynd
    Abraham biðst fyrir við tjaldið sitt

    „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað“ (Jakobsbréfið 2:23). Abraham í Mamrelundi, eftir Grant Romney Clawson

  • Til að stuðla að dýpri íhugun meðlima bekkjarins á hinu eftirminnilega orðtaki „trúin [er] dauð án verka“ (Jakobsbréfið 2:26), gætuð þið skrifað á töfluna eftirfarandi setningu: Trú án verka er eins og án . Biðjið meðlimi bekkjarins að finna skapandi leiðir til að ljúka setningunni og látið þá skrifa hugmyndir sínar á töfluna. Hvað getum við gert til að breyta stöðugt eftir trú okkar á Jesú Krist?

Jakobsbréfið 2:1–9

Við ættum að elska alla menn sem lærisveinar Jesú Krists, hverjar sem aðstæður þeirra eru.

  • Til að hvetja meðlimi bekkjarins til að sýna öllum kristilega elsku, hverjar sem aðstæður þeirra eða útlit eru, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að skiptast á að lesa vers úr Jakobsbréfinu 1:9–11; 2:1–9; 5:1–6. Ræðið spurningar sem þessar: Hvað þýðir það að „[fara] í manngreinarálit“? (Jakobsbréfið 2:9). Hvers vegna komum við stundum öðruvísi fram við þá sem eru auðugir, frægir eða fara með vald, en þá sem ekki hafa það? Hvernig getum við forðast að koma öðruvísi fram við aðra vegna aðstæðna þeirra? Á hvaða hátt eru trúfastir fylgjendur frelsarans auðugastir allra? (sjá Jakobsbréfið 2:5).

Jakobsbréfið 3

Orðin sem við notum búa yfir krafti til að særa eða blessa aðra.

  • Hinar kraftmiklu myndlíkingar sem Jakob notaði, geta minnt okkur á og hvatt okkur til að nota orð – bæði töluð og rituð – sem eru upplyftandi. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa yfir Jakobsbréfið 3 og leita að samlíkingum sem Jakob notaði til að lýsa því hvernig orð geta sært eða blessað aðra; einhverjir meðlimir bekkjarins gætu haft gaman af því að teikna myndir af því sem þeir finna. Hvernig sýna þessar samlíkingar leiðsögn Jakobs í kapítulanum? Hvernig geta orð okkar t.d. verið sem eldur? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá upplifunum sem sýna þann mátt sem mælt mál getur haft. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að íhuga hvernig þeir geta beitt leiðsögn Jakobs.

Bæta kennslu okkar

Hvetjið til lotningarfulls andrúmslofts. „Hjálpið meðlimum bekkjarins að skilja að hver þeirra hefur áhrif á andann í námsbekknum. Hvetjið þá til að stuðla að opnu, ástúðlegu og lotningarfullu andrúmslofti, svo öllum finnist þeir öruggir við að miðla upplifunum sínum, spurningum og vitnisburði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]15).

Prenta