Nýja testamentið 2023
20.–26. nóvember. 1. og 2. Pétursbréf: „Fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði”


„20.–26. nóvember. 1. og 2. Pétursbréf: ‚Fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„20.–26. nóvember: 1. og 2. Pétursbréf,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús Kristur prédikar fagnaðarerindið í andaheiminum

Kristur prédikar í andaheiminum, eftir Robert T. Barrett

20.–26. nóvember

1. og 2. Pétursbréf

„Fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði”

Hafið í huga að tilgangur ykkar er að kenna fólki, ekki aðeins að flytja lexíu. Þegar þið lesið Pétursbréfin, hafið ákveðna meðlimi bekkjarins í huga. Hvaða reglur munu hjálpa þeim að efla trú sína?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Skrifið fyrirsagnirnar 1. Pétursbréf og 2. Pétursbréf á töfluna. Veitið meðlimum bekkjarins tíma til að fara yfir þessi bréf og bjóðið þeim að skrifa orð eða orðtök sem þeim þóttu þýðingarmikil undir fyrirsagnirnar. Notið síðan listana til að bjóða fólkinu að miðla sínum skilningi.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Pétursbréf 1:3–9; 2:19–24; 3:14–17; 4:12–19

Ég get fundið gleði á tíma þrauta og þrenginga.

  • Ein leið til að kynna sér leiðsögn Péturs í 1. Pétursbréfi 1:3–9; 2:19–24; 3:14–17; og 4:12–19 er að biðja meðlimi bekkjarins að hafa einhvern sem þeir þekkja í huga, sem glímir við erfiðleika. Gefið þeim tíma í kennslustundinni til að skrifa þessum einstaklingi bréf og hafa með sannindi úr þessum versum, sem gætu veitt einstaklingum hvatningu (sjá einnig Kenning og sáttmálar 121:1–8; 123:17). Meðlimir bekkjarins gætu því næst rætt þau sannindi sem þeir völdu.

1. Pétursbréf 1:13–20; 2:1–12

Við erum kölluð til að vera „Guðs lýður.“

  • Kenningar Péturs í 1. Pétursbréfi 1:13–20 og 2:1–12 geta verið hvetjandi áminning um það hvernig Drottinn lítur á okkur – sem lýð sinn – og hvers hann væntir af okkur. Ef til vill gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að leita að lýsingu í þessum versum á merkingu þess að vera „Guðs lýður“ (1. Pétursbréf 2:10) og ræða síðan það sem þeir finna.  Þið gætuð útskýrt að orðið „eignarlýður“ í 1. Pétursbréfi 2:9 þýðir „keyptur“ eða „varðveittur.“ Hvað kennir þetta okkur um tilfinningar Guðs til okkar og hvernig hann vilji að við högum lífi okkar?

1. Pétursbréf 3:18–20; 4:6

Fagnaðarerindið er boðið hinum dánu, svo mögulegt sé að dæma þá réttvíslega.

  • Fyrra Pétursbréf hefur að geyma eina af fáum tilvísunum Biblíunnar í heimsókn Jesú Krists til andaheimsins eftir dauða sinn – atburður sem nútíma opinberun hjálpar okkur að skilja nánar. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að hafa betri skilning á andaheiminum, gætuð þið beðið þá að lesa eftirfarandi ritningarvers og skrifa á töfluna það sem þeir læra: Jóhannes 5:25; 1. Pétursbréf 3:18–20; 4:6; Alma 40:7–14, 21; Kenning og sáttmálar 138:11–32 (sjá einnig „Fleiri heimildir“). Af hverju er mikilvægt að vita af vitjun frelsarans í andaheiminn? Hvernig hefur þessi þekking áhrif á tilfinningar okkar gagnvart Guði og sáluhjálparáætlunar hans?

2. Pétursbréf 1:1–11

Við getum tileinkað okkur guðlegt eðli fyrir mátt Jesú Krists.

  • Til að hvetja þá sem þið kennið, er þeir sækjast eftir að líkjast Jesú Kristi, gætuð þið beðið þá að finna þá kristilegu eiginleika sem lýst er í 2. Pétursbréfi 1:1–11. Íhugið að skrifa þessa eiginleika á töfluna og biðja meðlimi bekkjarins um að útskýra þá. Meðlimir bekkjarins gætu síðan rætt hvernig það að tileinka sér eiginleika leiðir til þess að hinir eiginleikarnir tileinkast líka. Gefið þeim tíma til að íhuga hvaða eiginleika þeir vildu gjarnan tileinka sér betur.

Ljósmynd
samofinn vefnaður

Hver sá kristilegi eiginleiki sem við tileinkum okkur, hjálpar okkur að vefa hinn andlega vefnað lærisveinshlutverksins.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Það verk að endurleysa hina dánu er til vitnis um þjónustu Krists.

Öldungur D. Todd Christofferson kenndi:

„Hver eru örlög hinna óteljandi milljarða sem lifað hafa og dáið án vitneskju um Jesú? Með endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists hefur fylgt skilningur á því hvernig hinir óskírðu dánu eru endurleystir og hvernig Guð getur verið ‚fullkominn, réttvís Guð og einnig miskunnsamur Guð‘ [Alma 42:15].

Í lífi sínu spáði Jesús fyrir að hann myndi einnig prédika hinum dánu [sjá Jóhannes 5:25]. Pétur segir okkur að þetta hafi gerst milli krossfestingar frelsarans og upprisunnar [sjá 1. Pétursbréf 3:18–19]. Joseph F. Smith forseti veittist sú sýn að frelsarinn hafi vitjað andaheimsins [sjá Kenning og sáttmálar 138:30, 33]. …

Ákefð okkar til að endurleysa hina dánu og sá tími og það bolmagn sem við verjum í þeim tilgangi er, ofar öllu, tjáning um vitnisburð okkar um Jesú Krist. Þetta er eins máttug yfirlýsing og við getum sent frá okkur, varðandi guðlega eiginleika hans og þjónustu. Í fyrsta lagi, vitnar hún um upprisu Krists; í öðru lagi, um umfang friðþægingar hans; í þriðja lagi, að hann er eina uppspretta sáluhjálpar; í fjórða lagi, að hann hefur komið á fót skilyrðum fyrir sáluhjálp; og í fimmta lagi, að hann mun koma á ný“ („The Redemption of the Dead and the Testimony of Jesus [Endurlausn hinna dánu og vitnisburðurinn um Jesú],“ Ensign, nóv. 2000, 9–10).

Bæta kennslu okkar

Kennið „af hverju.“ „Stundum velta nemendur fyrir sér – sérstaklega ungmenni – hvernig fagnaðarerindið eigi við þá eða hvers vegna þeir ættu að fylgja ákveðnum boðorðum. „Ef þeir skilja eilífa áætlun himnesks föður til hamingju barna sinna, verða ástæður að baki trúarreglna og boðorða skiljanlegri og hvatningin meiri til að hlýða“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]20).

Prenta