Nýja testamentið 2023
27. nóvember–3. desember. 1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið: „Guð er kærleikur“


„27. nóvember–3. desember. 1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið: ‚Guð er kærleikur,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„27. nóvember–3. desember. 1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús Kristur brosir og situr með brosandi börnum

Fullkomin elska, eftir Del Parson

27. nóvember–3. desember

1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið

„Guð er kærleikur“

Hvaða þemu og reglur vekja athygli ykkar, þegar þið lesið 1.–3. Jóhannesarbréf og Júdasarbréfið? Hvernig getið þið notað þær til að hjálpa meðlimum bekkjarins?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla efni eða sannleika sem vakti athygli þeirra, þegar þeir lásu Jóhannesarbréfin og Júdasarbréfið. Hvaða boðskapur þessara bréfa á mest við um þá og fjölskyldur þeirra?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. Jóhannesarbréf 1:5–10; 2:3–11; 3:1–3; 4:7–21; 5:1–3

Himneskur faðir og Jesús Kristur eru fullkomin fordæmi um ljós og kærleika.

  • Hvernig getið þið hjálpað þeim sem þið kennið að bera kennsl á ljós og kærleika Guðs í lífi þeirra? Þið gætuð byrjað á að skrifa orðin ljós og kærleikur á töfluna. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla fleiri orðum sem koma í hugann, þegar þeir hugleiða þessi tvö orð. Hver meðlimur bekkjarins gæti síðan kannað einn af eftirfarandi ritningarhlutum og leitað þar kenninga um ljós eða kærleika: 1. Jóhannesarbréf 1:5–10; 2:3–11; 3:1–3; 4:7–12; 4:16–21; 5:1–3. Biðjið nokkra þeirra að miðla bekknum því sem þeir lærðu. Þið gætuð einnig boðið meðlimum bekkjarins að segja frá því þegar þeir hafi fundið fyrir ljósi og kærleika Guðs.

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að horfa á loftljós eða ljós sem skín í gegnum glugga og sagt frá því sem þeir vita um sýnilegt ljós. Hvernig er sýnilegt ljós líkt andlegu ljósi? Meðlimir bekkjarins gætu rannsakað eftirfarandi til að finna aukinn skilning á því hvernig Guð og sonur hans veita lífi okkar ljós: Sálmarnir 27:1; Jóhannes 1:4–5; 1. Jóhannesarbréf 1:5–7; 3. Nefí 11:11; Kenning og sáttmálar 88:6–13; og sálmur um ljós, t.d. „Kenn mér hans ljósið og kærleik að fá“ (Sálmar, nr. 116). Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað upplifunum þar sem þeir leituðu að og fundu andlegt ljós í lífi sínu.

1. Jóhannesarbréf 2:18–28; 4:3; 2. Jóhannesarbréf 1:7–11; 3. Jóhannesarbréf 1:9–11; Júdasarbréfið

Við verðum að vera „[staðföst] í kenningu Krists.“

  • Kenningar Jóhannesar og Júdasar um fráhvarf geta hjálpað meðlimum bekkjarins að íhuga hvernig eigi að halda trú sinni á Jesú Krist sterkri. Þið gætuð beðið helming bekkjarins að leita að lýsingum á falskenningum eða fráhvarfi í 1. Jóhannesarbréfi 2:18–23, 26–28; 4:3; 2. Jóhannesarbréfi 1:7–11; 3. Jóhannesarbréfi 1:9–11 og hinn helmingurinn gæti leitað í Júdasarbréfinu. Þeir gætu líka leitað svara við spurningum sem þessum: Hvernig skilgreina Jóhannes og Júdas andkrist? (sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Andkristur,“ KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp). Virðist eitthvað í þessum versum eiga sérstaklega við um áskoranir okkar tíma? Hver er merking þess að vera „[staðföst] í kenningu Krists“? (2. Jóhannesarbréf 1:9).

  • Júdas notar áhugaverðar myndlíkingar til að lýsa falskennurum eða þeim sem „lastmæla öllu því sem þeir þekkja ekki“ (Júdasarbréfið 1:10). Þið gætuð boðið nokkrum meðlimum bekkjarins að teikna á töfluna myndir, sem lýst er í Júdasarbréfinu 1:12–13, og hinir meðlimir bekkjarins geta sér til um hvaða setningu er verið að teikna. Hvernig standa þessar myndir fyrir falskennara og andkrist? Hvernig skapa þessar brengluðu venjur „[smánarblett] á kærleiksmáltíðum [okkar]“? Hvað getum við gert til að verja okkur fyrir „[spotturum]“? (sjá Júdasarbréfið 1:18–21). Af hverju leggur Júdas til að við „[sýnum] þeim mildi“ (Júdasarbréfið 1:22) sem hæðast að fagnaðarerindinu?

Ljósmynd
kona hjálpar barni að lesa ritningarnar

„Ég hef enga meiri gleði en þá að heyra að börnin mín hlýði sannleikanum“ (3. Jóhannesarbréf 1:4).

3. Jóhannesarbréf 1:1–4

Gleði hlýst af því að hjálpa öðrum að „[hlýða] sannleikanum.“

  • Líklega er fólk í bekknum ykkar sem tengir við tilfinningar Jóhannesar, þegar hann sagðist „enga meiri gleði“ hafa en þá að heyra að Gaius (eitt „barna“ hans) hlýddi sannleikanum. Meðlimir bekkjarins gætu haft gagn af því að heyra upplifanir hvers annars. Þið gætuð kannski byrjað að lesa saman 3. Jóhannesarbréf 1:1–4 og ritningarnar í „Fleiri heimildir.“ Hvað kenna þessi vers okkur um uppsprettu sannrar gleði? Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig þeim hefur liðið – sem foreldrar, trúboðar, kirkjuleiðtogar eða kennarar – þegar þeir vissu að fólkið sem þeir kenndu hlýddi sannleikanum. Þið gætuð haft samband við nokkra meðlimi bekkjarins áður en bekkurinn hefst og beðið þá að koma með myndir af fólki sem þeir hafa hjálpað að koma til Krists og segja frá upplifun sinni.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Ritningar um að hjálpa öðrum að hlýða sannleikanum.

Bæta kennslu okkar

Biðjið fyrir meðlimum bekkjar ykkar. Þið ættuð að biðja með nafni fyrir þeim sem þið kennið, eins og frelsarinn bað fyrir Pétri (sjá Lúkas 22:32), og leitast við að skilja þarfir þeirra. Þegar þið gerið það, mun himneskur faðir „[undirbúa] hjörtu þeirra“ (Alma 16:16) og hjálpa ykkur að vita hvað þið eigið að kenna til að mæta þörfum þeirra (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]6).

Prenta