Nýja testamentið 2023
11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14: „Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins“


„11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14: ‚Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2021)

„11.–17. desember. Opinberunarbókin 6–14,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Jesús stendur mitt í stjörnuþyrpingu

Samsett list eftir Eric Johnson: Stórþingið, eftir Robert T. Barrett; stjörnuþyrping með leyfi Geimferðastofnunar Evrópu

11.–17. desember

Opinberunarbókin 6–14

„Þau hafa sigrað … fyrir blóð lambsins“

Joseph Smith sagði að Opinberunarbókin væri „ein af skýrustu bókum sem Guð hafi nokkru sinni látið rita“ (í Journal, Desember 1842–Júní 1844; Bók 2, 10. mars 1843–14. júlí 1843, 98, JosephSmithPapers.org). Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna skýran sannleika í þessum kapítulum?

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að rifja upp innsýn þeirra við nám á Opinberunarbókinni 6–14, skrifið allar tölur milli 6 og 14 á töfluna. Meðlimir bekkjarins gætu skrifað við hlið talnanna hvers kyns skilning sem þeir fundu í þeim kapítula, sem á við þá sem lifa á síðari dögum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Opinberunarbókin 6

Jesús Kristur opnar innsigli bókarinnar.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá fyrir sér bókina með innsiglunum sjö (sjá Opinberunarbókin 5:1), gætuð þið útskýrt að fornar bókrollur hafi venjulega verið innsiglaðar með leir eða vaxi. Hring eða stimpli var þrykkt í leirinn eða vaxið áður en það harðnaði og gaf til kynna vald þess sem innsiglaði rolluna og hélt aftur af óviðkomandi frá því að opna hana. Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað þeim hugsunum eða hughrifum sem bárust þegar þeir lásu um þessa bók í Opinberunarbókinni 6; Kenningu og sáttmálum 77:6–7; og lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Af hverju haldið þið að mikilvægt sé að þekkja táknræna merkingu bókarinnar? Af hverju haldið þið að mikilvægt sé að frelsarinn er sá sem mun opna öll innsigli bókarinnar? (sjá Opinberunarbókin 5:1–9).

Opinberunarbókin 7–11

„Drottinn og Kristur hans hafa fengið valdið yfir heiminum.“

  • Opinberunarbókin 7–11 getur verið torskilin. Ein blessun sunnudagaskólans er að meðlimir bekkjarins geta hjálpað hver öðrum að skilja merkingu ritninganna. Þið gætuð gert lista með spurningum sem meðlimir bekkjarins hafa um þessa kapítula og boðið þeim að miðla sínum skilningi með hver öðrum. Hvetjið alla meðlimi bekkjarins – þá sem meiri þekkingu hafa og þá sem ekki finnast þeir vita jafn mikið – að miðla sínum skilningi á þessum kapítulum.

  • Þið gætuð hafið umræðu með því að spyrja meðlimi bekkjarins hvaða þema sé síendurtekið í Opinberunarbókinni 7–11. Þeir gætu miðlað þeim ritningarversum þar sem þemun finnast og útskýrt hvers vegna þau eru mikilvæg. Ef þeir þurfa hjálp, gætuð þið lagt til að þeir lesi Opinberunarbókina 11:15–17. Hvaða þemu finna þeir í þessum versum og hvernig er þetta þema látið í ljós í öðrum versum Opinberunarbókarinnar 7–11? Jafnvel þótt þessir kapítular lýsi stríðum og plágum, hvað finnum við sem gefur okkur von og traust á Jesú Krist?

Opinberunarbókin 12–14

Við sigrumst á Satan „fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar [okkar].“

  • Að læra um stríðið á himni getur hjálpað okkur að skilja betur jarðlífið. Meðlimir bekkjarins gætu lesið Þýðingu Josephs Smith, Opinberunarbókina 12:7–11 (í Þýðing Josephs Smith Viðauki) og komist að því hvernig við sigrumst á Satan og herskörum hans. Hvað lærum við þar að auki af innslaginu um Stríð á himni í Leiðarvísi að ritningunum eða Gospel Topics [Trúarefni]? (topics.ChurchofJesusChrist.org). Hvað lærum við, sem getur hjálpað okkur að sigrast á andstæðingnum?

  • Stríðinu milli góðs og ills er lýst í Opinberunarbókinni 13–14. Hvað kennir kapítuli 13 okkur um það hvernig drekinn heyir stríðið? Hvernig heyir lambið stríðið, samkvæmt kapítula 14? Áhugavert væri að búa til lista yfir það hvernig báðir aðilar heyja þetta stríð, samkvæmt þessum tveimur kapítulum. Hvaða líkindi og mismun sjáum við?

  • Hver er merking þess að lambinu hafi verið „[slátrað frá] grundvöllun veraldar? (Opinberunarbókin 13:8; sjá einnig Opinberunarbókin 5:6). Þið getið hjálpað meðlimum bekkjarins að finna svör við þessari spurningu með því að lesa Mósía 3:13 og HDP Móse 7:47 saman sem bekkur. Hver er merking þess að sigrast á Satan „fyrir blóð lambsins“? (Opinberunarbókin 12:11).

Opinberunarbókin 14:6–7

„Ég sá annan engil … [sem] hélt á eilífum fagnaðarboðskap.“

Bæta kennslu okkar

Það er í lagi að segja „ég veit það ekki.“ „Þótt eðlilegt sé að vilja svara öllum spurningum, getur verið viðeigandi í ákveðnum aðstæðum að segja einfaldlega: ‚Ég veit það ekki. Við skulum rannsaka sjálf þessa spurningu í vikunni og ræða hana í næsta tíma‘“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]24). Biðjið síðan meðlimi bekkjarins að leita svara í ritningunum og öðrum heimildum kirkjunnar.

Prenta