Nýja testamentið 2023
4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5: „Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda“


„4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5: ‚Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„4.–10. desember. Opinberunarbókin 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
lamb situr á grasi

4.–10. desember

Opinberunarbókin 1–5

„Lambinu, sé … dýrð og kraftur um aldir alda“

Að taka við andlegum hughrifum, hjálpar ykkur að bera kennsl á að heilagur andi vilji kenna ykkur. Að skrá og fylgja þessum hughrifum eftir, sýnir að þið kunnið að meta þau og viljið hljóta fleiri.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þegar þið hefjið umræður, gæti verið gagnlegt að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla þeim boðskap sem þeir fundu í Opinberunarbókinni í sjálfsnámi sínu eða fjölskyldunámi. Hvað lærðu þeir t.d. um áætlun himnesks föður til að frelsa börn sín? Hvað lærðu þeir um frelsarann og hlutverk hans í þessari áætlun? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að leita áfram að mikilvægum boðskap um Jesú Krist og sáluhjálparáætlunina, þegar þeir lesa áfram heima í Opinberunarbókinni. Gefið þeim kost á að miðla því sem þeir finna í komandi kennslustundum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Opinberunarbókin 1

Jesús Kristur er lifandi sonur hins lifanda Guðs.

  • Mynd- og líkingamálið í Opinberunarbókinni 1 vitnar eftirminnilega um að Jesús Kristur lifir og að hann leiðir kirkju sína. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins skrifað á töfluna nokkrar setningar úr Opinberunarbókinni 1 sem innihalda myndlíkingar eða táknræna framsetningu og miðlað því sem hver setning kennir þeim um Jesú Krist. Hvað lærum við t.d. af þessum táknum um það hvernig Kristur leiðir kirkju sína í dag? Hvernig er lýsing Jóhannesar á frelsaranum í samanburði við lýsinguna í Kenningu og sáttmálum 110:1–4?

Opinberunarbókin 2–3

Jesús Kristur þekkir okkur persónulega og mun hjálpa okkur að sigrast á áskorunum okkar.

  • Að lesa skilaboð Drottins til hinna ýmsu greina kirkjunnar í Opinberunarbókinni 2–3 gæti fullvissað meðlimi bekkjarins um að frelsarinn er meðvitaður um þá. Þið gætuð kannski beðið þá að lesa yfir þessa kapítula til að finna vott um að Jesús Kristur þekkti raunir og styrkleika hverrar greinar. Þeir gætu líka miðlað upplifunum þar sem þeim fannst frelsarinn vera meðvitaður um sérstæðar aðstæður þeirra. Hvaða leiðsögn veitti Drottinn hinum heilögu, sem getur einnig hjálpað okkur að sigrast á erfiðleikum okkar?

  • Í þessum sömu kapítulum gaf Drottinn þeim hvetjandi fyrirheit sem sigrast á áskorunum. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að vinna saman tveir og tveir og leita að fyrirheitum Drottins í Opinberunarbókinni 2–3. Ef til vill gætu þeir einnig teiknað myndir sem standa fyrir nokkur þessara fyrirheita og miðlað því sem þeir uppgötva með bekknum. Hvernig veita þessi fyrirheit okkur innblástur til að keppa áfram að því að sigrast á raunum okkar og veikleikum?

Opinberunarbókin 5

Aðeins Jesús Kristur gat gert áætlun himnesks föður að veruleika.

  • Myndi sýnikennsla hjálpa bekknum að skilja hina táknrænu framsetningu í Opinberunarbókinni 5 um frelsarann, þar sem hann opnar innsigli bókarinnar? Þið gætuð komið með góðgæti í læstu íláti til að deila með bekknum. Áður en kennslustundin hefst, afhendið í laumi einhverjum lykilinn að lásnum. Útskýrið fyrir bekknum hvað er í ílátinu og leyfið nokkrum meðlimum bekkjarins að reyna að opna það, áður en einstaklingurinn sem hefur lykilinn opnar það. Meðlimir bekkjarins gætu svo borið sýnikennsluna saman við Opinberunarbókina 5. Spurningar sem þessar gætu verið gagnlegar: Á hvaða hátt er sáluhjálp barna himnesks föður eins og læsta ílátið eða innsiglaða bókin? Af hverju var Jesús Kristur sá eini sem gat rofið innsiglin? (sjá tilvitnunina í „Fleiri heimildir“).

  • Við getum brýnt raustina á okkar tíma eins og fólkið sem fagnaði og vegsamaði frelsarann í Opinberunarbókinni 5, sem þeim eina sem verðugur er til að veita okkur sáluhjálp. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sungið saman þekktan sálm um frelsarann, t.d. „Öll sköpun syngi Drottni dýrð“ (Sálmar, nr. 16). Meðlimir bekkjarins gætu fundið sannindi í sálminum um Jesú Krist. Hvaða líkingu sjáum við milli boðskapar lofgjörðarsöngva okkar og yfirlýsingunum í Opinberunarbókinni 5:9–14?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Aðeins Jesús Kristur gat friðþægt fyrir okkur.

Öldungur Jeffrey R. Holland lýsti atburðum fortilverunnar, er hann kenndi:

„Kristur bauð sig fram til að heiðra siðferðislegt sjálfræði alls mannkyns með því að friðþægja fyrir syndir þess. Í því ferli myndi hann veita föðurnum alla dýrð þeirrar endurleysandi elsku.

Þessi algjöra friðþæging Krists var möguleg vegna þess að (1) hann var eini syndlausi maðurinn sem nokkurn tíma myndi lifa á þessari jörðu og var því ekki háður þeim andlega dauða sem rakinn er til syndar, (2) hann var hinn eingetni föðurins og í honum bjuggu því eiginleikar guðdæmis, sem veitti honum vald yfir líkamlegum dauða og (3) hann var augljóslega sá eini á stórþinginu í fortilverunni sem var nægilega auðmjúkur og fús til að verða forvígður til þessarar þjónustu“ („Friðþæging Jesú Krists,“ Líahóna, mars 2008).

Bæta kennslu okkar

Notið ritningarnar og orð síðari daga spámanna. „Drottinn hefur boðið okkur að ‚fræða hvert annað um kenningu ríkisins‘ [Kenning og sáttmálar 88:77] og að nota ritningarnar til að ‚kenna grundvallarreglur fagnaðarerindis [hans]‘ [Kenning og sáttmálar 42:12]. Ritningarnar og orð síðari daga spámanna og postula eru uppspretta þess sannleika sem við kennum“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]21).

Prenta