„25.–31. desember. Opinberunarbókin 15–22: ‚Sá er sigrar mun erfa [alla hluti],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)
„25.–31. desember. Opinberunarbókin 15–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
25.–31. desember
Opinberunarbókin 15–22
„Sá er sigrar mun erfa [alla hluti]“
Hvað kennir orrustan milli góðs og ills, sem lýst er í Opinberunarbókinni, ykkur um mikilvægi þess að fylgja Kristi hér á jörðu? Eftir að hafa hugleitt þessa reglu, hafið þá þarfir meðlima bekkjar ykkar í huga. Hvaða sannindi í Opinberunarbókinni geta stuðlað að því að þeir taki réttlátar ákvarðanir?
Hvetjið til miðlunar
Þegar meðlimir bekkjarins ljúka námi sínu í Nýja testamentinu, skuluð þið hvetja þá til að miðla hugsunum sínum um Nýja testamentið. Bjóðið þeim að segja frá hvernig ritningarnámið hefur hjálpað þeim að kynnast betur Jesú Kristi og verða líkari honum.
Kennið kenninguna
Við verðum að skilja okkur frá illsku heimsins.
-
Það er ekki sérstaklega ánægjulegt að lesa um ranglæti og fall Babýlonar í Opinberunarbókinni 17–18, en það er lærdómsríkt, því Babýlon getur táknað ranglæti heimsins sem við lifum í nú á tímum. Þið gætuð kannski skipt þessum kapítulum upp milli meðlima bekkjarins og beðið þá að leita að svörum við spurningum sem þessum: Af hverju laðast fólk að Babýlon eða veraldarhyggju? Hvers vegna er Babýlon hættuleg? Hvað verður um Babýlon? Hvaða viðvaranir skildi Jóhannes eftir fyrir okkur, til að hjálpa okkur að forðast örlög Babýlonar?
-
Eftir að lesa Opinberunarbókina 18:4, gætu meðlimir bekkjarins rætt hvernig þeir geta „[forðað sér] úr“ Babýlon og „[ekki átt neinn] hlut í syndum hennar.“ Þeir gætu miðlað ritningarversum eða boðskap frá leiðtogum kirkjunnar, sem hafa hjálpað þeim að standast freistingu Babýlonar eða heimsins. Þið gætuð horft á myndbandið „Dare to Stand Alone [Þorið að standa ein]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða lesið orð öldungs Quentins L. Cook í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu miðlað hugmyndum um hvernig megi beita reglunum tveimur sem öldungur Cook nefndi. Í hvaða merkingu „[forðum við okkur] úr“ Babýlon? (sjá t.d. Jesaja 52:11; Kenning og sáttmálar 25:10). Hvað getum við gert til að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama?
Við getum búið okkur undir síðari komu Drottins og dómsdag.
-
Síðari koma Jesú Krists er oft kölluð „hinn mikli og ógurlegi [dagur Drottins]“ (Jóel 3:4) og með tilliti til Opinberunarbókarinnar 19–20, virðist það vera viðeigandi lýsing. Íhugið að skrifa á töfluna nokkra af atburðunum sem lýst er í Opinberunarbókinni 19:5–20:15. Biðjið meðlimi bekkjarins að finna versin sem lýsa þessum atburðum. Af hverju eru þessir atburðir sagðir vera miklir og ógurlegir? Hvað lærum við af þessum versum um frelsarann og fylgjendur hans? Hvað getum við gert núna til að vera meðal þeirra sem munu fagna á þeim tíma þegar hann kemur?
-
Til að hvetja til umræðu um lífsins bók og lokadóminn, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að búa til einfalda bók með því að brjóta saman blað í fjórðunga. Þeir gætu síðan lesið Opinberunarbókina 20:12–15; 2. Nefí 9:14; 29:11 og hugsað um hvað þeir myndu óska sér að væri skrifað um þá í lífsins bók. Bjóðið þeim að skrifa þessa hluti í bókina sína og biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að segja frá einhverju sem þeir skrifuðu. Hvaða ákvarðanir getum við tekið núna til að þessir hlutir verði skrifaðir í lífsins bók? Til að stuðla að því að meðlimir bekkjarins missi ekki vonina varðandi eigin andlega framþróun, þá getið þið deilt boðskap öldungs Jeffreys R. Holland „Verið þér því fullkomnir – að lokum“ (aðalráðstefna, október 2017).
Ef við erum trúföst, munum við blessuð með himneskri dýrð.
-
Þrátt fyrir að spáð hafi verið að hinir síðustu dagar verði fullir af illsku og hættum, verður endurgjald hinna trúföstu, sem Jóhannes sá, langtum meira en þær raunir sem á undan koma. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skoða þennan fagra endi á Opinberunarbókinni, gætuð þið beðið þá að lesa yfir Opinberunarbókina 21:1–22:5 og leitað að setningum sem hvetja þá til að sækjast eftir himneskri dýrð. Hvaða blessunum er hinum trúföstu heitið? Hvernig hjálpar þessi lýsing okkur þegar við stöndum frammi fyrir núverandi áskorunum og raunum?
Fleiri heimildir
Að velja réttlæti fram yfir illsku Babýlonar.
Öldungur Quentin L. Cook kenndi:
„Við getum ekki forðast heiminn. Svarið er ekki að lifa í einangrun. Í jákvæðum skilningi er framlag okkar til heimsins hluti áskorunar okkar og nauðsynlegt, ef við viljum þróa hæfileika okkar. …
Meðlimir kirkjunnar þurfa að taka þátt í heiminum á jákvæðan hátt. Hvernig höfum við þá jafnvægi milli þarfarinnar að leggja eitthvað jákvætt af mörkum til heimsins og að falla fyrir syndum heimsins? [Sjá Kenning og sáttmálar 25:10; 59:9.] Tvö atriði munu breyta miklu.
-
Segið fólki að þið eruð trúfastir Síðari daga heilagir. …
-
Verið sjálfsörugg með og lifið eftir trú ykkar“ („Lessons from the Old Testament: In the World but Not of the World [Lexíur úr Gamla testamentinu: Í heiminum, en ekki af heiminum], Ensign, febrúar 2006, 54–55).