Nýja testamentið 2023
30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6: „Jesús Kristur, ‚sá sem gefur eilíft hjálpræði‘“


„30. október–5. nóvember. „30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6: ,Jesús Kristur, „sá sem gefur eilíft hjálpræði,“‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Nýja testamentið 2023 (2021)

„30. október–5. nóvember. Hebreabréfið 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Kristur stendur með ungri stúlku

Smyrsl Gíleaðs, eftir Annie Henrie

30. október–5. nóvember

Hebreabréfið 1–6

Jesús Kristur, „sá sem gefur eilíft hjálpræði“

Íhugið að miðla meðlimum bekkjar ykkar nokkrum hughrifum sem ykkur berast frá heilögum anda um Hebreabréfið 1–6. Að gera það gæti hvatt þá til að leita að eigin hughrifum, þegar þeir læra ritningarnar.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Sumir meðlimir bekkjarins, sem ekki miðla oft í kennslustundum, gætu einfaldlega þurft á sérstöku boði og smávegis undirbúningstíma að halda. Þið gætuð haft samband við þá einum eða tveimur dögum fyrir fram og beðið þá að mæta tilbúnir til að miðla versi úr Hebreabréfinu 1–6, sem snertir þá.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Hebreabréfið 1–5

Jesús Kristur er „sá sem gefur eilíft hjálpræði.“

  • Hvernig getið þið hvatt meðlimi bekkjarins til að miðla þýðingarmiklum versum um Jesú Krist úr persónulegu og fjölskyldunámi á ritningunum í vikunni? Íhugið að búa til fimm dálka á töflunni, einn fyrir hvern fyrstu fimm kapítulanna í Hebreabréfinu. Biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa orðtök úr þessum kapítulum og númer þeirra versa sem þau tilheyra í viðeigandi dálka, sem kenndu þeim um Jesú Krist. Hvernig hefur þessi vitneskja um frelsarann áhrif á trú okkar á hann og fúsleika til að fylgja honum?

Hebreabréfið 2:9–18; 4:12–16; 5:7–8

Jesús Kristur þoldi allt, svo hann fengi skilið og liðsinnt okkur þegar við þjáumst.

  • Hebreabréfið 2:9–18; 4:12–16; 5:7–8 getur hjálpað þeim sem taka eftir þeirri þjáningu sem fólk í heiminum býr við og veltir því fyrir sér hvort Guð taki eftir því eða standi á sama. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins leitað í þessum versum að sannindum, sem gætu komið að gagni við slíkum spurningum. Hvað kenna þessi vers um viðbrögð frelsarans við þjáningu mannkyns? Það gæti gagnast að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla dæmum úr ritningunum þar sem Jesús Kristur studdi og hughreysti fólk í þjáningum þess (sjá „Fleiri heimildir“) eða að sýna myndbandið „Mountains to Climb [Fjöll að klífa]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu rætt það sem þeir lærðu um hvernig frelsarinn getur liðsinnt okkur þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum.

Hebreabréfið 3:74:2

Blessanir Guðs eru þeim tiltækar sem „hafa ekkert illt í hjarta.“

  • Í Hebreabréfinu 3 og 4 eru hin heilögu beðin um að herða ekki hjörtu sín og hafna þannig þeim blessunum sem Guð vill veita þeim. Þegar þið og bekkur ykkar lesið Hebreabréfið 3:74:2, ræðið á hvaða hátt upplifanir Ísraelsmanna til forna gætu átt við okkur nú á dögum, á sama hátt og þær áttu við um Hebrea á fyrstu árum kirkjunnar (sjá námsefnið um þessi vers í lexíudrögum þessara viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Hvað getum við gert til að halda hjörtum okkar mjúkum og móttækilegum fyrir vilja Drottins? (sjá Orðskviðirnir 3:5–6; Alma 5:14–15; Eter 4:15). Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir eða aðrir, sem þeir þekkja, hafa verið blessaðir vegna mjúkra og sáriðrandi hjartna.

Hebreabréfið 5:1–5

Þeir sem þjóna í Guðs ríki verða að vera kallaðir af Guði.

  • Skilaboðin í Hebreabréfinu 5, um að prestdæmishafar séu kallaðir af Guði, eiga við um alla sem settir eru í embætti af prestdæmisvaldhöfum til þjónustu í kirkjuköllunum. Til að hjálpa bekknum að læra hvað það þýðir að „[vera kallaður af Guði] eins og Aron,“ getið þið beðið hann að rifja upp frásögnina af köllun Arons í 2. Mósebók 4:10–16, 27–31; 28:1. Hvaða skilning getum við dregið frá þessari frásögn, sem hjálpar okkur að skilja Hebreabréfið 5:1–5? Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir hafa hlotið staðfestingu á að einhverjir hafi verið kallaðir af Guði til að sinna ákveðinni köllun – t.d. þeir sjálfir. Hvernig stuðlaði þessi staðfesting að því að styðja betur við viðkomandi í köllun sinni?

Móse vígir Aron

„Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, það er Guð sem kallar hann eins og Aron“ (Hebreabréfið 5:4). Móse kallar Aron til þjónustu, eftir Harry Anderson

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Dæmi úr ritningunum um fólk sem lét hughreystast vegna Jesú Krists.

Bæta kennslu okkar

Skapið andlegt andrúmsloft. Þegar þið skapið friðsælt, kærleiksríkt andrúmsloft í kennslustofunni, getur andinn auðveldar snert hjörtu þeirra sem þið kennið. Hvað getið þið gert til að stuðla að áhrifum andans í kennslustofunni? Væri hægt að endurraða stólum eða nota myndir eða tónlist til að laða að andann? (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]15.)