Nýja testamentið 2023
23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið: „Ver fyrirmynd trúaðra“


„23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið: ‚Ver fyrirmynd trúaðra,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„23.–29. október. 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

þrjár konur á gangi fyrir utan musteri

23.–29. október

1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið

„Ver fyrirmynd trúaðra“

Lesið 1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið; Fílemonsbréfið með meðlimi bekkjarins í huga. Þær hugsanir og hughrif sem berast munu hjálpa ykkur að leiða meðlimi bekkjarins að viðeigandi ritningarversum og hafa andann með í kennslustofunni.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Það getur verið gagnlegt fyrir meðlimi bekkjarins að heyra af velgengni og erfiðleikum hvers annars, með tilliti til ritningarnáms, bæði í einrúmi og með fjölskyldum sínum. Íhugið að hefja kennslustundina með því að bjóða meðlimum bekkjarins að segja frá því sem gengur vel í ritningarnámi þeirra.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

1. og 2. Tímóteusarbréf; Títusarbréfið

Að skilja sanna kenningu mun hjálpa okkur að forðast blekkingar.

  • Meðlimir bekkjar ykkar lifa á tímum þar sem erfitt getur verið að ákvarða hvað er rétt eða rangt. Tímóteus og Títus lifðu einnig á slíkum tímum, því gæti leiðsögn Páls til þeirra einnig haft gildi á okkar tímum. Hér eru nokkur vers sem hafa að geyma leiðsögn Páls: 1. Tímóteusarbréf 1:1–7; 4:1–2, 6; 6:3–5, 20–21; 2. Tímóteusarbréf 3:13–17; 4:2–4; Títusarbréfið 1:7–9; 2:1, 7–8. Þið gætuð úthlutað hverjum meðlim bekkjarins eitt þessara versa til að lesa og segja frá því sem hann eða hún lærir um mikilvægi sannrar kenningar (sjá einnig Alma 31:5). Hvernig hjálpar kenning frelsarans okkur að forðast blekkingar? Meðlimir bekkjarins gætu líka miðlað upplifunum þar sem máttur sannrar kenningar blessaði þá.

tveir trúboðar ræða við mann

„Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra“ (1. Tímóteusarbréf 4:12).

1. Tímóteusarbréf 4:10–16

„Ver fyrirmynd trúaðra.“

  • Mögulega átta meðlimir bekkjarins sig ekki á áhrifum þess góða fordæmis sem þeir setja. Íhugið að bjóða þeim að tala um hvernig fólk sem þeir þekkja, þ.m.t. meðlimir bekkjarins, hafa verið fordæmi sem lærisveinar Krists. Það gæti auðgað umræðurnar ef þið skrifið orðin í versi 12 á töfluna, sem lýsa hvernig við ættum að sýna fordæmi – orð, hegðun, kærleikur, trú og hreinlífi. Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvernig við getum sýnt fordæmi fyrir trúaða á alla þessa vegu.

2. Tímóteusarbréf 1

„Því að ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.“

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að leitað sé í 2. Tímóteusarbréfi að leiðsögn Páls til að hvetja Tímóteus í þjónustu sinni. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla þeim skilningi sem þeir fundu. Þið gætuð einnig gefið þeim nokkrar mínútur í kennslustundinni til að finna og miðla nokkrum af ráðum Páls (1. kapítuli hefur að geyma góð dæmi). Þeir gætu líka miðlað upplifun þar sem Guð hjálpaði þeim að sigrast á ótta og veitti þeim „anda máttar og kærleiks og stillingar“ (2. Tímóteusarbréf 1:7).

2. Tímóteusarbréf 3

Ritningarnám getur gert okkur kleift að sigrast á örðugum tíðum síðustu daga.

  • Eftir að vara Tímóteus við „[örðugum tíðum]“ sem myndu koma, bar Páll vitni um kraft og mikilvægi ritninganna (sjá 2. Tímóteusarbréf 3:1, 14–17). Til að hefja umræður um það hvernig ritningarnar geta styrkt okkur á erfiðleikatímum, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að lesa lýsingu Páls á örðugum tíðum síðustu daga, sem er í 2. Tímóteusarbréfi 3:1–7. Þeir gætu síðan leitað að og miðlað ritningum sem hafa hjálpað þeim að verjast hættum líkt og þessum (nokkur dæmi eru skráð í „Fleiri heimildir“). Hvernig verndar ritningarnám okkur frá vandræðum í heiminum í dag?

  • Það að læra leiðsögn Páls um mátt ritninganna gæti verið tækifæri fyrir meðlimi bekkjarins að hvetja hvern annan til að leggja sig fram í að nema Guðs orð. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins lesið 2. Tímóteusarbréf 3:14–17 og borið kennsl á þær blessanir og þá vernd sem fylgir því að nema ritningarnar. Þeir gætu síðan miðlað upplifunum þar sem þeir hafa hlotið þessar blessanir vegna ritningarnáms síns. Þið gætuð einnig gefið meðlimum bekkjarins augnablik til að íhuga hvað þeir geta gert til að upplifa ritningarnar á þýðingarmeiri hátt, bæði sem einstaklingar og sem fjölskyldur.

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Ritningarleg sannindi sem vernda okkur frá örðugum tíðum síðustu daga (sjá 2. Tímóteusarbréf 3:2).

Örðugar tíðir síðustu daga

Sannindi sem vernda okkur

Örðugar tíðir síðustu daga

Að vera sérgóð

Sannindi sem vernda okkur

Jóhannes 15:12–13

Örðugar tíðir síðustu daga

Fégirni

Sannindi sem vernda okkur

Kenning og sáttmálar 88:123

Örðugar tíðir síðustu daga

Raupsemi

Sannindi sem vernda okkur

Mósía 2:24–25

Örðugar tíðir síðustu daga

Hroki

Sannindi sem vernda okkur

Alma 5:27–28

Örðugar tíðir síðustu daga

Illmælgi

Sannindi sem vernda okkur

Kenning og sáttmálar 63:64

Örðugar tíðir síðustu daga

Óhlýðni gagnvart foreldrum

Sannindi sem vernda okkur

Efesusbréfið 6:1–3

Örðugar tíðir síðustu daga

Vanþakklæti

Sannindi sem vernda okkur

Kenning og sáttmálar 78:19

Örðugar tíðir síðustu daga

Guðleysi

Sannindi sem vernda okkur

5. Mósebók 7:6

Bæta kennslu okkar

Andlegur vöxtur gerist á heimilinu. Þið eruð aðeins með meðlimum bekkjar ykkar í stutta stund, tvisvar í mánuði. Margir þeirra eiga þýðingarmiklar andlegar upplifanir utan kennslustundarinnar og þær gætu gefið öðrum meðlimum bekkjarins styrk. Spyrjið spurninga sem hvetja meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir læra, þegar þeir læra fagnaðarerindið heima. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]18.)