Nýja testamentið 2023
25. september–1. október. Galatabréfið: „Lifið í andanum“


„25. september–1. október. Galatabréfið: ‚Lifið í andanum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„25. september–1. október. Galatabréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Kristur birtist Páli í fangelsi

Hinn upprisni frelsari heimsótti Pál í fangelsi (sjá Postulasagan 23:11). Jesús Kristur getur frelsað okkur frá „[ánauðaroki]“ (Galatabréfið 5:1).

25. september–1. október

Galatabréfið

„Lifið í andanum“

Þegar þið lesið og íhugið Galatabréfið af kostgæfni, mun Drottinn kenna ykkur það sem þið þurfið að miðla bekknum ykkar. Að skrifa niður hughrif ykkar sýnir Guði þakklæti fyrir hjálpina.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Ritningarnám leiðir oft til þýðingarmikillar trúarumræðu við fjölskyldu eða vini. Á þetta við um meðlimi bekkjarins í liðinni viku? Bjóðið þeim að miðla upplifun sinni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Galatabréfið 1:6–7; 3:1–5; 4:8–21; 5:1, 13–14

Fagnaðarerindi Jesú Krists býður frelsi.

  • Auðveldara er að nema bækur ritninganna þegar við þekkjum ástæðuna fyrir skrifunum. Þess vegna gæti verið gott að hefja umræðurnar um Galatabréfið með spurningu, t.d.: „Hver haldið þið að tilgangur Páls með þessu bréfi hafi verið?“ eða „Hvaða vandamáli var Páll að reyna að greiða úr?“ Biðjið meðlimi bekkjarins að leita að vísbendingum í Galatabréfinu 1:6–7; 3:1–5; 4:8–21. Hvernig á boðskapur Páls við okkur nú til dags?

  • Einverjir af hinum heilögu í Galatalandi héldu að þeir þyrftu að lifa áfram eftir lögmáli Móse. Fyrir Páli var það eins og að lifa í „[ánauðaroki]“ í samanburði við „[frelsið]“ sem Jesús Kristur býður okkur (Galatabréfið 5:1). Til að hjálpa meðlimum bekkjar ykkar að kanna kenningar Páls um frelsi og ánauð, gætuð þið beðið þá að nefna viðhorf og hegðun sem takmarkar andlegan vöxt og framþróun (t.d. siðvenjur, slæman ávana, ranghugmyndir eða að einblína á sýnilega hegðun frekar en innri umbreytingu). Hvernig finnum við frelsi frá þessum viðhorfum og slíkri hegðun, samkvæmt Galatabréfinu 5:1, 13–14? Hvernig höfum við upplifað frelsið sem Jesús Kristur veitir? Hvernig gætum við svarað einhverjum sem finnst það takmarka persónulegt frelsi að lifa eftir fagnaðarerindinu?

Galatabréfið 5:16–26

Ef við „[lifum] í andanum,“ munum við hljóta „ávöxt andans.“

Ljósmynd
epli á tré

Við getum hlotið „ávöxt andans“ ef við leitum hans.

Galatabréfið 6:7–10

Þegar við sáum „í andann,“ munum við uppskera blessanir með tímanum.

  • Nám í Galatabréfinu 6:7–10 gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að ígrunda nánar langtíma afleiðingar ákvarðana sinna. Þeim til stuðnings gætuð þið komið með ýmiss konar fræ, ásamt plöntum, ávöxtum eða grænmeti, sem vex upp af hverju fræjanna (þið gætuð í staðinn komið með myndir af þeim). Meðlimir bekkjarins gætu unnið saman að því að para saman fræ og afurð. Þeir gætu síðan lesið vers 7–10 og rætt hvað það þýðir að sá „í hold“ og „í andann.“ (Orð öldungs Ulisses Soares í „Fleiri heimildir“ gætu komið að gagni.) Hvað uppskerum við þegar við sáum í hold? Hvað uppskerum við þegar við sáum í andann? (sjá Galatabréfið 5:22–23).

  • Einhverjir meðlima bekkjarins gætu verið orðnir „[þreyttir á] að gera það sem gott er“ (Galatabréfið 6:9) – ef til vill vegna þess að þeir eru ekki vissir um að viðleitni þeirra beri ávöxt. Það gæti komið að gagni að ræða Galatabréfið 6:7‒10. Til að kynna þessi vers, gætuð þið boðið einhverjum í bekknum að tala stuttlega um það þegar hann eða hún þurfti að sýna þolinmæði við ræktun. Hvað gæti upplifun þessarar persónu, ásamt Galatabréfinu 6:7–10, kennt okkur um viðleitni okkar til að „lifa í andanum“? (Galatabréfið 5:25).

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Ávöxtur andans.

Gordon B. Hinckley kenndi: „Þið berið kennsl á hvatningu andans með ávöxtum andans – það sem uppfræðir, það sem eflir, það sem er uppbyggilegt og jákvætt og upplyftandi og leiðir til betri hugsana, betri orða og betri breytni er af anda Guðs“ (Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley [Kenningar forseta kirkjunnar: Gordon B. Hinckley] [2016], 121).

Að sá í andann.

Öldungur Ulisses Soares útskýrði: „Að sá í andann merkir að allar hugsanir okkar, öll orð og verk, verða að samræmast guðleika okkar himnesku foreldra. En ritningarnar vísa til holdsins sem líkamlegs ástands hins náttúrlega manns, sem gerir að verkum að menn upplifa ástríður, girndir og fýsnir og láta stjórnast af holdinu í stað þess að leita innblásturs frá heilögum anda“ („Vera á svæði Drottins!,“ aðalráðstefna, apríl 2012).

Bæta kennslu okkar

Hjálpið nemendum að innblása hver annan. „Hver einstaklingur í námsbekk ykkar er auðugur að vitnisburði, skilningi og upplifunum af því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Hvetjið þá til að miðla og innblása hvern annan“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]5).

Prenta