Nýja testamentið 2023
2.–8. október. Efesusbréfið: „Þeir eiga að fullkomna hin heilögu“


„2.–8. október. Efesusbréfið: ‚Þeir eiga að fullkomna hin heilögu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)

„2.–8. október. Efesusbréfið,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
fjölskylda horfir á ljósmyndir

2.–8. október

Efesusbréfið

„Þeir eiga að fullkomna hin heilögu“

Þegar þið nemið Efesusbréfið, nýlegar aðalráðstefnuræður, þessi lexíudrög og Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur, munu hugsanir og hughrif berast ykkur um hvað og hvernig á að kenna.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Þið gætuð boðið meðlimum bekkjarins að skrifa á töfluna einnar setningar samantekt um eitthvað sem þeir lærðu í námi sínu í vikunni. Veljið nokkrar samantektir af handahófi og biðjið þá meðlimi bekkjarins sem skrifuðu þær að miðla hugsunum sínum.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Efesusbréfið 2:19–22; 4:4–8, 11–16

Spámenn og postular – og við öll – eflum og sameinum kirkjuna.

  • Gætuð þið og bekkur ykkar byggt eitthvað saman, til að sýna fram á hvernig kirkjan „hefur að grundvelli postulana og spámennina“ og hvernig frelsarinn er „[hyrningarsteinninn]“? (Efesusbréfið 2:20). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins merkt kubba eða pappabolla og byggt úr þeim turn eða pýramída, með Jesú Krist, postulana og spámennina sem undirstöðu. Þið gætuð síðan sýnt hvað myndi gerast ef Kristur eða postularnir og spámennirnir yrðu fjarlægðir. Af hverju er hyrningarsteinninn góð myndlíking fyrir Jesú Krist og hlutverk hans í kirkjunni? (Til að lesa útskýringu á hugtakinu hyrningarsteinn, sjá „Fleiri heimildir.“) Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Efesusbréfinu 2:19–22; 4:11–16 að blessunum sem við hljótum vegna postula, spámanna og annarra leiðtoga kirkjunnar. Hvað getum við gert til að byggja líf okkar á kenningum þeirra?

Ljósmynd
hornsteinn byggingar

Jesús Kristur er hornsteinn kirkjunnar.

  • Ef meðlimir bekkjar ykkar hlustuðu á aðalráðstefnu frá því að þið hittust síðast, bjóðið þeim þá að miðla því hvernig boðskapurinn á ráðstefnunni stuðlar að uppfyllingu þess tilgangs sem Efesusbréfið 4:11–16 nefnir.

  • Ef til vill gætuð þið gefið meðlimum bekkjarins augnablik til að gera lista yfir nokkrar „[kallanir]“ eða skyldur sem við, meðlimir kirkju Krists, höfum (sjá Efesusbréfið 4:1) – t.d. sem þjónandi bræður og systur, réttlátt foreldri, lærisveinn Krists o.s.frv. Þeir gætu svo skipst á listum við annan meðlim bekkjarins, lesið Efesusbréfið 4:4–8, 11–16 og sagt frá því hvernig það að uppfylla skyldurnar á listanum hjálpar við uppbyggingu líkama Krists. Hvernig getum við unnið saman að því að verða sameinuð í „[einum Drottni, einni trú, einni skírn]“?

Efesusbréfið 5:256:4

Að fylgja fordæmi frelsarans, getur styrkt fjölskyldusambönd okkar.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að tileinka sér leiðsögn Páls varðandi fjölskyldusambönd, gætuð þið skrifað á töfluna spurningar sem þessar: Hvernig getum við fylgt fordæmi frelsarans í umgengni við fjölskyldumeðlimi? (sjá Efesusbréfið 5:25). Hver er merking þess, að ykkar mati, að „heiðra föður [ykkar] og móður“? (Efesusbréfið 6:1–3). Hvernig ölum við börn upp „með aga og fræðslu um Drottin“? (Efesusbréfið 6:4). Meðlimir bekkjarins gætu rætt þessar spurningar í hópum eða sem bekkur, þegar þeir lesa ritningarnar sem fylgja. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla dæmum um fólk sem það hefur séð lifa á þann hátt sem Páll lýsir.

Efesusbréfið 6:10–18

Alvæpni Guðs mun hjálpa okkur að verjast hinu illa.

  • Hvað gæti innblásið meðlimum bekkjarins að leggja sig fram við að íklæðast alvæpni Guðs í heild dag hvern? Þið gætuð undirbúið verkefni þar sem meðlimir bekkjarins para saman hluta alvæpnisins og þær reglur eða dyggðir sem þær tákna, eins og lýst er í Efesusbréfi 6:14–17. Hvernig getur hver hlutur alvæpnisins varið okkur gegn hinu illa? (Til að fá hjálp, sjá „Fleiri heimildir.“) Hvernig íklæðumst við alvæpni? Hvað getum við gert til að bera kennsl á og styrkja veikleika alvæpnis okkar?

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Hvað er hyrningarsteinn?

Hyrningarsteinn er fyrsti steinninn sem lagður er í húsgrunn. Hann er viðmiðunarpunktur fyrir mælingu og lagningu annarra steina, sem verða að vera samstillir hyrningarsteininum. Þar sem hann ber þunga byggingarinnar, verður hyrningarsteinninn að vera sterkur, stöðugur og áreiðanlegur (sjá „The Cornerstone [Hyrningarsteinninn],“ Ensign, janúar 2016, 74–75).

Alvæpni Guðs.

Lendar gyrtar sannleikanum:Þessi hluti alvæpnisins líkist belti utan um mittið. Enska orðið girt [að gyrða] getur einnig þýtt að efla, styrkja eða styðja.

Brynja réttlætisins:Brynja verndar hjartað og önnur lífsnauðsynleg líffæri.

Fætur skóaðir undirbúningi friðarboðskaparins:Þetta vísar til hlífðarbúnaðar fyrir fætur hermanna.

Skjöldur trúarinnar:Skjöldur getur varið flesta líkamshluta frá ýmiss konar árásum.

Hjálmur hjálpræðisins:Hjálmur verndar höfuðið.

Sverð andans:Sverð gerir okkur kleift að grípa til aðgerða gegn andstæðingi.

Bæta kennslu okkar

Keppist að kristilegum kærleik. Kærleikur ætti að liggja að baki samskiptum ykkar við þá sem þið kennið. Þið og nemendur ykkar munuð blessuð þegar þið biðjist fyrir um að þróa með ykkur kristilegan kærleik og finnið leiðir til að sýna hann (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 6; Moróní 7:48).

Prenta