„16.–22. október. 1. og 2. Þessaloníkubréf: ‚Bæta úr því sem áfátt er trú ykkar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2021)
„16.–22. október. 1. og 2. Þessaloníkubréf,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
16.–22. október
1. og 2. Þessaloníkubréf
„Bæta úr því sem áfátt er trú ykkar“
Alma kenndi: „Treystið engum til að vera kennari ykkar eða andlegur þjónn, nema hann sé Guðs maður, gangi á hans vegum og haldi boðorð hans“ (Mósía 23:14). Hvernig stingur þetta ritningarvers upp á að þið ættuð að búa ykkur undir kennslu?
Hvetjið til miðlunar
Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að skoða snögglega 1. og 2. Þessaloníkubréf og finna vers sem veita þeim innblástur. Biðjið þá að miðla versunum með einhverjum í bekknum og biðjið síðan nokkur pör um að segja frá því sem þau lærðu af hvoru öðru.
Kennið kenninguna
1. Þessaloníkubréf 1:5–8; 2:1–13
Þjónar Drottins ættu að prédika af einlægni og með kærleika.
-
Páll hóf bréf sitt til Þessaloníkumanna með því að minna hin heilögu á það með hvaða hætti hann og fleiri höfðu miðlað þeim fagnaðarerindinu. Þetta gæti verið gott tækifæri fyrir meðlimi bekkjarins til að meta hvernig þeim gengur að kenna og læra hvert af öðru. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa 1. Þessaloníkubréf 1:5–8; 2:1–13 og finna reglur sem tengjast því að miðla fagnaðarerindinu á árangursríkan hátt. Þeir gætu síðan skrifað niður spurningar byggðar á þessum versum, sem geta hjálpað þeim að meta hvernig þeim gengur að kenna öðrum um fagnaðarerindið. Ein spurningin gæti t.d. verið: „Er ég fyrirmynd um það sem ég þekki“? (sjá 1. Þessaloníkubréf 1:7). Hvernig geta eftirfarandi reglur í þessu ritningarversi stuðlað að betri þjónustu við þá sem við kennum?
1. Þessaloníkubréf 3:9–13; 4:1–12
Þegar við fylgjum Jesú Kristi, getur hann helgað okkur.
-
Páll kenndi hinum heilögu í Þessaloníku að „Guð [hafi ekki kallað] okkur til saurlifnaðar heldur helgunar“ (1. Þessaloníkubréf 4:7). Til að hefja umræður um helgun, gæti bekkurinn eða einhver einn sungið „Auk heilaga helgun“ (Sálmar, nr. 39). Biðjið bekkjarmeðlimina að ræða þá eiginleika helgunar sem er getið í sálminum, sem vekja athygli þeirra. Skrifið Auk heilaga helgun, auk … og biðjið meðlimi bekkjarins að leita að orðum eða orðtökum úr 1. Þessaloníkubréfi 3:9–13; 4:1–12 til að ljúka setningunni. Hvernig getum við þroskað með okkur þessa eiginleika?
-
Þetta boð um að helgast gæti virst óárennilegt. Það gæti hjálpað ef meðlimir bekkjarins skildu að það er stigvaxandi ferli að þróa með sér heilagleika, sem krefst þess að „taka enn meiri framförum“ með tímanum (1. Þessaloníkubréf 4:10). Til að gefa dæmi um þetta ferli, gætuð þið beðið meðlimi bekkjarins að segja frá hæfileika eða afreki sem krafðist látlausrar vinnu yfir lengra tímabil, t.d. að búa til bútasaumsteppi eða leika á hljóðfæri. Hvernig er þetta líkt ferlinu að verða heilög? Biðjið meðlimi bekkjarins að lesa 1. Þessaloníkubréf 3:9–13; 4:1–12 og miðla innsýn um hvað þarf að leggja á sig til að verða heilög, eins og Páll lýsir. Hvað hefur hjálpað okkur að taka framförum og nálgast heilagleika?
1. Þessaloníkubréf 4:11–12; 2. Þessaloníkubréf 3:7–13
Við ættum að vinna til að sjá fyrir okkur sjálfum og hinum þurfandi.
-
Spurningar eins og þær sem fylgja, gætu leitt til umræðu um leiðbeiningu Páls varðandi vinnu: Hverjar eru afleiðingar iðjuleysis? Hverjar eru blessanir vinnu? Hvað haldið þið að Páll hafi meint með orðunum „kyrrlátu“ og „kyrrlátlega“? (1. Þessaloníkubréf 4:11; 2. Þessaloníkubréf 3:12). Þið gætuð viljað skrifað spurningar þessum líkar á töfluna, svo meðlimir bekkjarins geti íhugað þær og rætt við lestur 1. Þessaloníkubréfs 4:11–12 og 2. Þessaloníkubréfs 3:7–13. Hvaða fleiri ritningarvers stuðla að skilningi okkar á mikilvægi vinnu og hættu iðjuleysis? (sjá tillögurnar í „Fleiri heimildir“).
Fráhvarf átti að eiga sér stað fyrir síðari komu Jesú Krists.
-
Það gæti verið gagnlegt að ræða nokkrar myndlíkinganna sem spámenn hafa notað til að lýsa fráhvarfi, t.d. fráhvarf (sjá 2. Þessaloníkubréf 2:3), hungur (sjá Amos 8:11–12), skæðir vargar sem koma inn í hjörð (sjá Postulasagan 20:28–30) og kitlandi eyru (sjá 2. Tímóteusarbréf 4:3–4). Íhugið að para saman meðlimi bekkjarins og biðja þá að lesa eitt eða fleiri þessara ritningarversa (eða önnur sem þið hafið valið) og lýsa því sem versin kenna um hið mikla fráhvarf. Hvað kenndu spámennirnir um fráhvarfið og þau áhrif sem það myndi hafa?
-
Þótt kirkjan muni ekki ganga í gegnum annað „fráhvarf“ (2. Þessaloníkubréf 2:3) eins og til forna, getum við samt orðið fráhverf sem einstaklingar. Hvernig telur 2. Þessaloníkubréf 2 að við gætum orðið fráhverf (sjá vers 9–10) og hvernig getum við forðast það? (sjá vers 15–17).