Nýja testamentið 2023
18.–24. september. 2. Korintubréf 8–13: „Guð elskar glaðan gjafara“


„18.–24. september. 2. Korintubréf 8–13: ‚Guð elskar glaðan gjafara,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„18.–24. september. 2. Korintubréf 8–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Jesús talar við lítið barn

18.–24. september

2. Korintubréf 8–13

„Guð elskar glaðan gjafara“

Þegar þið lesið 2. Korintubréf 8–13, hafið fólkið sem þið kennið í huga og undirbúið verkefni sem hjálpar því að uppgötva reglur þessa kapítula. Lesið síðan yfir þessi lexíudrög til að fá fleiri hugmyndir.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Hér er ein leið til að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu í 2. Korintubréfi 8–13: Biðjið nokkra þeirra að skrifa á töfluna setningu úr lestrarefni þeirra, sem stóð upp úr og miðla ástæðu þess að setningarnar standa upp úr.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

2. Korintubréf 8:1–15; 9:6–15

Heilagir gefa öðrum það sem þeir eiga af gleði, til að blessa fátæka og þurfandi.

  • Guð hefur boðið hans heilögu að annast hina þurfandi og versin í 2. Korintubréfi 8–9 geta veitt meðlimum bekkjar ykkar innblástur er þeir leggja sig fram við það. Til að hjálpa þeim að finna þessi vers, gætuð þið skrifað spurningar sem þessar á töfluna: Af hverju gefum við? og Hvernig ættum við að gefa? Helmingur bekkjarins gæti leitað svara í 2. Korintubréfi 8:1–15 og hinn helmingurinn í 2. Korintubréfi 9:6–15. (Þið gætuð útskýrt að í 8. kapítula, versum 1–5 hafi Páll notað hina makedónsku heilögu sem dæmi um örlæti.) Hvernig gætu reglurnar sem Páll kenndi stuðlað að aukinni umönnun okkar fyrir hinum fátæku og þurfandi?

2. Korintubréf 11:1–4

Við ættum að einblína á „[einlæga og hreina] tryggð við Krist.“

  • Stundum eru meðlimir kirkjunnar útkeyrðir vegna alls þess sem lífið krefst af þeim – þar með talið vegna þess sem þeir telja vera skyldur sínar sem Síðari daga heilagir. Ráð Páls um „[einlæga og hreina] tryggð við Krist“ (2. Korintubréf 11:3) getur verið gagnlegt. Ef til vill gætuð þið lesið saman 2. Korintubréf 11:3 og rætt hvað orðtakið „[einlæg og hrein] tryggð við Krist“ gæti þýtt. Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeim hefði verið boðið að skrifa lýsingu á fagnaðarerindi Jesú Krists fyrir dagblað í 100 orðum eða minna. Gefið þeim tíma til að skrifa lýsingar sínar og leyfið þeim að miðla hver öðrum því sem þeir skrifuðu. Ef þeir þurfa aðstoð, gætu þeir vísað í Jóhannes 3:16–17; 3. Nefí 27:13–21; orð Dieters F. Uchtdorf forseta í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu miðlað hugmyndum um hvernig megi „einfalda nálgun [okkar] á lærisveinshlutverkinu.“

2. Korintubréf 12:5–10

Náð frelsarans nægir til að hjálpa okkur að finna styrk í veikleikum okkar.

  • Hvað mynduð þið segja við vin sem hefur beðist fyrir um lausn frá heilsubresti, en finnst bæn sinni ekki svarað? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að ígrunda þessa spurningu þegar þeir lesa 2. Korintubréf 12:5–10 í hljóði. Þeir gætu síðan miðlað innsýn úr þessum versum, sem gætu komið að gagni í þessum aðstæðum. Þeir gætu líka miðlað upplifunum þar sem þeir fundu styrk í veikleikum, vegna náðar Jesú Krists eða guðlegs máttar og liðsinnis hans. Hvernig hafa þessar upplifanir haft áhrif á líf þeirra? Af hverju er mikilvægt að treysta tímasetningu Drottins?

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Við getum einfaldað nálgun okkar á því að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi:

„Bræður og systur, það þarf ekki að vera flókið að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Í raun er það afar einfalt. Hægt væri að lýsa því á þennan hátt:

  • Við förum að trúa á Guð og treysta loforðum hans þegar við hlýðum á orð Guðs af einlægum ásetningi.

  • Því meira sem við treystum Guði, því meira mun hjarta okkar fyllast af ást til hans og hvers annars.

  • Við munum þrá að fylgja honum og aðlaga gjörðir okkar að orði hans, vegna elsku okkar til Guðs.

  • Við viljum þjóna Guði, blessa líf annarra og liðsinna hinum fátæku og þurfandi vegna þess að við elskum Guð.

  • Því lengur sem við göngum á vegi lærisveinsins, því meira þráum við að læra orð Guðs.

Þannig virkar það, sérhvert skref leiðir til þess næsta, sem fyllir okkur af sívaxandi trú, von og kærleika.

Þetta er fallega einfalt og virkar dásamlega.

Bræður og systur, ef þið teljið einhvern tímann að fagnaðarerindið sé ekki að virka vel fyrir ykkur þá býð ég ykkur að taka eitt skref afturábak, horfa á líf ykkar af hærri sjónarhóli og einfalda nálgun ykkar á lærisveinshlutverkinu. Einblínið á grundvallarreglur, kenningar og hagnýtingu fagnaðarerindisins. Ég lofa að Guð mun leiða og blessa ykkur á vegi ykkar til fyllra lífs og fagnaðarerindið mun vissulega virka betur fyrir ykkur“ („Það virkar dásamlega!,“ aðalráðstefna, október 2015).

Bæta kennslu okkar

Vinnið saman með fjölskyldumeðlimum. „Fólkið sem hefur mest áhrif á einstakling – til hins betra eða verra – er yfirleitt á heimili viðkomandi. Þar sem heimilið er miðstöð trúarlífs og lærdóms, mun viðleitni ykkar til að styrkja meðlimi bekkjarins verða árangursríkust þegar þið vinnið saman með … fjölskyldumeðlimum þeirra“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 8).