„28. ágúst–3. september. 1. Korintubréf 8–13: ‚Þið eruð líkami Krists,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„28. ágúst–3. september. 1. Korintubréf 8–13,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
28. ágúst–3. september
1. Korintubréf 8–13
„Þið eruð líkami Krists“
Öldungur Richard G. Scott kenndi að við „[getum] misst af dýrmætustu og persónulegustu leiðsögn andans“ ef við skráum ekki og bregðumst ekki við „[fyrstu hughrifum] sem [til okkar] koma“ („Að öðlast andlega leiðsögn,“ aðalráðstefna, október 2009).
Hvetjið til miðlunar
Í 1. Korintubréfi 8–13, kenndi Páll sannleika fagnaðarerindisins með myndlíkingum, t.d. hlaupurum í kapphlaupi, líkamanum og „hvellandi [bjöllu]“ (sjá 1. Korintubréf 9:24–25; 12:13–26; 13:1). Þið gætuð spurt meðlimi bekkjarins hvað þeir hafi lært af þessum samlíkingum. Hvernig hjálpa samlíkingarnar okkur að skilja sannleika fagnaðarerindisins?
Kennið kenninguna
Guð sér okkur fyrir leið til að forðast freistingar.
-
Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að uppgötva máttugan sannleika í 1. Korintubréfi 10:13? Hægt er að skipta versinu upp í stuttar setningar, láta meðlimi bekkjarins hafa þær og biðja þá að endurtaka setningarnar með eigin orðalagi. Hvernig er t.d. hægt að segja „Guð er trúr“ á annan hátt; eða „lætur ekki reyna ykkur um megn fram“? Þið gætuð síðan lesið versið aftur og notað til þess nokkur orð meðlima bekkjarins. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað upplifunum, þar sem þeir komust að sannleiksgildi loforða versins. Getum við öðlast aukinn skilning á þessum versum af Alma 13:27–28?
-
Í stað þess að staldra við tilteknar freistingar einhvers, gætuð þið beint umræðunni um 1. Korintubréfið 10:13 að freistingum sem, með orðum Páls, „menn geta þolað.“ Meðlimir bekkjarins gætu byrjað að telja upp þær freistingar sem Páll varar við í versum 1–12. Þeir gætu líka komið með nútíma dæmi um algengar freistingar, t.d. óheiðarleika, slúður eða að dæma aðra. Hvernig gæti einstaklingur „[forðast]“ þessar freistingar?
1. Korintubréf 10:16–17; 11:23–30.
Sakramentið sameinar okkur sem meðlimi kirkju Krists.
-
Þessi vers gætu leitt til umræðu um það hvernig sakramentið getur sameinað deildina ykkar, þegar þið leitist eftir að líkjast frelsaranum. Þið gætuð byrjað á að lesa 1. Korintubréf 10:16–17 og kannað hvað orðið samfélag gæti þýtt í þessu samhengi (einhver gæti skoðað skilgreiningar í orðabók). Hvernig getur það að meðtaka sakramentið í sameiningu stuðlað að aukinni tilfinningu einingar? Hvernig tengist leiðsögn Páls um að „[prófa] sjálfan sig“ þessu markmiði? (1. Korintubréf 11:28).
Andlegar gjafir eru gefnar öllum börnum himnesks föður til gagns.
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá dæmi um það hvernig þroski andlegra gjafa þeirra eflir uppbyggingu kirkjunnar, íhugið þá að bjóða þeim að hugleiða andlegar gjafir fólksins í ritningunum. Til að fá hugmyndir, gætuð þið úthlutað þeim einu ritningarversi í „Fleiri heimildir“ til að leita að og nefna þær andlegu gjafir sem þeir telja að persónan hafi haft. Þeir gætu líka rætt andlegar gjafir sem þeir hafa séð í hver öðrum. Hvernig eru andlegar gjafir þessa fólks okkur öllum blessun? Hvernig getum við notað andlegar gjafir okkar til að blessa aðra og byggja upp líkama Krists, kirkjuna? (sjá 1. Korintubréf 12:12–31; sjá einnig 1. Korintubréf 14:12).
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja hvernig skuli þróa andlegar gjafir, bjóðið þeim þá að lesa 1. Korintubréf 12:27–31; Moróní 7:48; 10:23, 30; Kenningu og sáttmála 46:8. Hvað kenna þessi ritningarvers okkur um það hvernig skuli öðlast andlegar gjafir? Hvernig gerir það okkur líkari Kristi að þróa með okkur andlegar gjafir? Bjóðið meðlimum bekkjarins að velja sér gjöf sem þeir vildu gjarnan hljóta og leita liðsinnis Drottins til að öðlast hana.
Kærleikurinn er mestur andlegra gjafa.
-
Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að íhuga í hljóði 1. Korintubréf 13 og hugsa um einhvern sem þeir þekkja, sem sýnir gott dæmi um eina eða fleiri hliðar þess kærleika sem Páll minnist á. Sumir meðlimir bekkjarins gætu lýst einstaklingnum sem þeir hugsuðu til og upplifun þar sem þessi einstaklingur sýndi kærleika. Þið gætuð jafnvel listað upp hluta af lýsingu Páls á töfluna og beðið meðlimum bekkjarins að koma með hugmyndir um hvað það þýðir að einstklingur sem hefur kærleika sé „langlyndur“ eða „reiðist ekki“ (1. Korintubréf 13:4–5). Hvernig var frelsarinn dæmi um þessa eiginleika kærleika? Hvaða sannindi kennir Moróní 7:46–48 til viðbótar um kærleika?