„21.–27. ágúst. 1. Korintubréf 1–7: ‚Verið … samlynd og einhuga,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„21.–27. ágúst. 1. Korintubréf 1–7,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
21.–27. ágúst
1. Korintubréf 1–7
„Verið … samlynd og einhuga“
Öldungur Jeffrey R. Holland kenndi að flestir „koma [í kirkju] til að sækjast eftir andlegri upplifun“ („A Teacher Come from God [Lærifaðir kominn frá Guði],“ Ensign, maí 1998, 26). Þegar þið lesið 1. Korintubréf 1–7, íhugið vandlega hvað þið getið gert til að stuðla að andlegri reynslu í bekknum.
Hvetjið til miðlunar
Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að skrifa hjá sér hvernig þeir hafa brugðist við því sem þeir læra í ritningunum. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir skrifuðu.
Kennið kenninguna
Meðlimir kirkju Krists keppa að einingu.
-
Að ræða fyrstu nokkra kapítula 1. Korintubréfs, getur boðið upp á tækifæri til að efla einingu meðal deildarmeðlima. Þið gætuð byrjað á því að biðja meðlimi bekkjarins að segja frá félagi, hópi, liði eða annars konar stofnun sem þeir tilheyrðu, þar sem eining ríkti. Af hverju var einingin svona mikil? Þið gætuð síðan skoðað það sem Páll kenndi um einingu í 1. Korintubréfi 1:10–13; 3:1–11. Hvað kenna þessi vers, ásamt upplifunum okkar, um hvað stuðlar að einingu og hvað ógnar henni? Hvaða fórnir þurfum við að færa til að ná fram einingu? Hvaða blessanir berast þeim sem eru sameinaðir? Sjá einnig samlíkingu systur Sharon Eubank í „Fleiri heimildir.“
-
Páll hvetur til einingar í 1. Korintubréfi 3:9–17 og notar til þess hús sem myndlíkingu. Hvernig gæti þessi líking stuðlað að auknum skilningi bekkjarins á einingu? Þið gætuð t.d. látið hvern meðlim bekkjarins hafa kubb, eftir að hafa lesið saman þessi vers og látið þá vinna saman að því að byggja eitthvað. Á hvaða hátt erum við „Guðs hús“? (1. Korintubréf 3:9). Hvernig byggir Guð okkur upp hvert fyrir sig? Hvað byggjum við í sameiningu sem heilagir? Hvað getum við gert sem sameinuð deild, sem við gætum ekki sem einstaklingar?
1. Korintubréf 1:17–31; 2; 3:18–20
Við þurfum visku Guðs til að vinna verk Guðs.
-
Hér er hugmynd til að hjálpa bekknum að reiða sig á Guð: Skiptið meðlimum bekkjarins upp í hópa og biðjið þá að lesa yfir 1. Korintubréf 1:17–31; 2; eða 3:18–20 og leita að orðum eins og vitur og heimskur. Þeir gætu síðan miðlað innan hópsins hvaða vers kenna um að sýna visku í verki Drottins. Hvað við fagnaðarerindið gæti virst öðrum sem heimskt? Hvernig sýna þessir hlutir visku Guðs? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins einnig miðlað upplifunum þar sem þeir treystu visku Guðs, frekar en sinni eigin, til að inna verk hans af hendi.
Líkamar okkar eru heilagir.
-
Til að hefja umræður um þessi vers, gætuð þið skrifað spurningar sem þessar á töfluna: Hvernig vill Drottinn að við lítum á líkama okkar? Hvernig er þetta frábrugðið vilja Satans varðandi það hvernig við lítum á líkama okkar? Hvað þýðir það að líkamar okkar eru musteri heilags anda? Biðjið meðlimi bekkjarins að finna svör við þessum spurningum í 1. Korintubréfi 6:9–20 (sjá einnig Kenning og sáttmálar 88:15; HDP Móse 6:8–9).
-
Umræður ykkar um helgi líkama okkar gætu falið í sér að skírlífslögmálið sé rætt. Ef til vill gætuð þið spurt meðlimi bekkjar ykkar að því hvað þeir lærðu af Páli – og af öðrum heimildum kirkjunnar – sem gæti hjálpað þeim að útskýra fyrir öðrum ástæðu þess að skírlífi er mikilvægt. Þessi úrræði gætu falið í sér þær heimildir sem skráðar eru í „Fleiri heimildir.“
Fleiri heimildir
„Mismunurinn getur snúist upp í ávinning.“
Systir Sharon Eubank lýsti því hvernig keppnislið í róðri sameinast:
Ræðararnir verða að halda aftur af áköfu sjálfstæði sínu og jafnframt vera sannir einstaklingsgetu sinni. Klónar vinna ekki keppnir. Góðar áhafnir samanstanda af góðri blöndu – einhverjum til að leiða, einhverjum til að halda eftir einhverju aukalega, einhverjum til að berjast baráttunni, einhverjum til að stilla til friðar. Enginn ræðari er öðrum mikilvægari, allir eru bátnum mikils virði, en ef þeir eiga að róa vel saman, verður hver og einn að aðlaga sig þörfum og getu hinna – sá sem hefur styttri handleggi verður að teygja sig aðeins lengra og sá með lengri handleggina að teygja sig aðeins styttra.
Mismunurinn getur snúist upp í ávinning í staðinn fyrir galla“ („Með tilfinningu einingar öðlumst við kraft með Guði,“ aðalráðstefna, október 2020; sjá Daniel James Brown, The Boys in the Boat: Nine Americans and Their Epic Quest for Gold at the 1936 Berlin Olympics [2013], 161, 179).
Blessanir kynferðislegs hreinleika.
Jeffrey R. Holland, „Personal Purity [Persónulegur hreinleiki],“ Ensign, nóvember 1998, 76.
David A. Bednar, „Vér trúum, að vér eigum að vera skírlíf,“ aðalráðstefna, apríl 2013.
„Chastity: What Are the Limits? [Skírlífi: Hvar liggja mörkin?],“ „I Choose to Be Pure [Ég kýs að vera hrein/n]“ (myndbönd), ChurchofJesusChrist.org