Nýja testamentið 2023
14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16: „Sigra þú illt með góðu“


„14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16: ‚Sigra þú illt með góðu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„14.–20. ágúst. Rómverjabréfið 7–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

rústir hinnar fornu Rómar

14.–20. ágúst

Rómverjabréfið 7–16

„Sigra þú illt með góðu“

Lesið Rómverjabréfið 7–16 og skráið hughrif sem berast um hvernig hjálpa megi meðlimum bekkjarins að læra af þessum ritningum. Þegar þið ígrundið hughrif ykkar, geta þau leitt til innihaldsríkra lærdómsverkefna.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið að lesa Rómverjabréfið 10:17 og 15:4 og biðja meðlimi bekkjarins að miðla ritningum úr Rómverjabréfinu 7–16 sem efla trú þeirra á Jesú Krist eða veita þeim von.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Rómverjabréfið 8:14–18

Við getum orðið „samarfar Krists.“

  • Sem Síðari daga heilagir, trúum við að orðtök eins og „erfingjar Guðs“ og „samarfar Krists“ þýði að með liðsinni Jesú Krists, getum við orðið eins og himneskur faðir og hlotið allt sem hann á (Rómverjabréfið 8:17; sjá einnig Kenning og sáttmálar 132:20–21). Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá hvernig kenningin er kennd í gjörvöllum ritningunum, gætuð þið beðið þá að mynda pör eða litla hópa og læra nokkrar ritninganna í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað því sem þeir lærðu og rætt það hvers vegna þessi kenning er mikilvæg.

  • Samlíkingin sem Dallin H. Oaks forseti notar í „Fleiri heimildir,“ gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að ræða hvernig við getum búið okkur undir að verða „erfingjar Guðs“ (Rómverjabréfið 8:17). Hver eru „lögin og reglurnar“ sem Oaks forseti vísar til? Hverju breytir það í lífi okkar að vita að við getum orðið „erfingjar Guðs [og] samarfar Krists“? (Rómverjabréfið 8:17).

Rómverjabréfið 8:18, 28, 31–39

„Hver mun gera okkur viðskila við kærleika Krists?“

  • Að ræða Rómverjabréfið 8 í sameiningu, gæti verið tækifæri fyrir meðlimi bekkjarins að finna fyrir elsku frelsarans. Íhugið að sýna mynd af Jesú Kristi (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur) þegar þið lesið Rómverjabréfið 8:18, 28, 31–39 saman sem bekkur. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla hugsunum eða tilfinningum sínum eftir að hafa lesið þessi vers. Einhverjir gætu verið reiðubúnir að miðla hvernig þeir öðluðust vitnisburð um þau sannindi sem finnast í þessum versum.

Rómverjabréfið 13:8–10

Öll boðorð Guðs eru uppfyllt með boðorðinu að sýna kærleika.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að sjá hvernig öll boðorð eru „[að einhverju leiti innifalin] í“ boðorðinu að sýna náunganum kærleika (Rómverjabréfið 13:9), biðjið þá að gera lista á töfluna með öllum boðorðum sem þeir muna eftir. Lesið saman Rómverjabréfið 13:8–10 og Matteus 22:36–40 og ræðið sem bekkur tengslin milli þess að elska Guð og náunga okkar og því að hlýða öllum boðorðum sem skráð voru á töfluna. Hvernig breytir þessi sannleikur hugsunarhætti okkar um boðorðin og hlýðni? Hvað segir þessi sannleikur t.d. um tilgang boðorða?

Rómverjabréfið 14

„Dæmum … ekki … hvert annað.“

  • Til að setja Rómverjabréfið 14 í samhengi, gætuð þið bent á að sumir Rómverskir heilagir áttu í deilum hver við annan um menningarhefðir, t.d. matarvenjur og hátíðisdaga. Hvaða aðstæðum, sem líkjast þessum, lendum við í á okkar tíma? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins litið yfir Rómverjabréfið 14 og gefið einnar setningar samantekt um leiðsögn Páls. Hvaða ráð getum við gefið hvert öðru um hvernig má forðast það að dæma aðra? Ef til vill geta meðlimir bekkjarins fundið svör í boðskap Dieters F. Uchtdorf forseta, „Hinum miskunnsama mun miskunnað verða,“ aðalráðstefna, apríl 2012.

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Að taka á móti „[öllu], sem [faðirinn] á“ (Kenning og sáttmálar 84:38).

Dallin H. Oaks forseti sagði eftirfarandi dæmisögu:

„Auðugur faðir vissi að ef hann ætti að gefa auð sinn barni sem ekki hefði enn náð tilteknum þroska og árangri, færi arfurinn sennilega í súginn. Faðirinn sagði við barnið sitt:

‚Allt sem ég á þrái ég að gefa þér, ekki aðeins auð minn, heldur og stöðu mína og orðstír meðal manna. Það sem ég á get ég auðveldlega gefið þér, en það sem ég er verður þú að öðlast sjálfur. Þú munt verða hæfur arfs þíns ef þú lærir það sem ég hef lært og lifir eins og ég hef lifað. Ég mun gefa þér lögmál og þær reglur sem hafa fært mér visku mína og stöðu. Fylgdu fordæmi mínu, náðu tökum á því sem ég hef náð, og þú munt verða eins og ég er og allt sem ég á verður þitt‘“ („Vandinn að verða,“ aðalráðstefna, október 2000).

Bæta kennslu okkar

Leitið heimilda til stuðnings reglunum. Til viðbótar við kennsluhugmyndirnar í þessum lexíudrögum, geta verkefnin í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur verið aðlöguð til notkunar í ykkar bekk. (Sjá einnig Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]17–18.)