Nýja testamentið 2023
31. júlí–6. ágúst. Postulasagan 22–28: „[Þjónn og vitni]“


„31. júlí–6. ágúst. Postulasagan 22–28: ‚[Þjónn og vitni],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„31. júlí–6. ágúst. Postulasagan 22–28,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Páll í fangelsi

31. júlí–6. ágúst

Postulasagan 22–28

„[Þjónn og vitni]“

Lesið Postulasöguna 22–28 með bæn í hjarta um að heilagur andi veiti ykkur innblástur með vitneskju um hvað eigi að einblína á, sem hjálpar meðlimum bekkjar ykkar. Skráið þær hugmyndir sem berast; þær geta lagt grunninn að kennsluáætlun ykkar.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa hjá sér tilvísun í ritningarvers úr Postulasögunni 22–28, sem veitti þeim innblástur í vikunni. Safnið saman svörunum og lesið saman nokkur versana. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla því hvers vegna þessi vers tala til þeirra.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Postulasagan 22:1–21; 26:1–29

Vitnisburður er yfirlýsing um sannleika og byggist á persónulegri þekkingu eða trú.

  • Vitnisburður Páls til Festusar og Agrippa konungs getur boðið upp á umræður um merkingu þess að gefa vitnisburð. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa yfir Postulasöguna 22:1–21 eða 26:1–29. Hvað lærum við af fordæmi Páls um að gefa vitnisburð? Hvaða grunnatriði lærum við til viðbótar um að gefa vitnisburð af orðum M. Russells Ballard forseta í „Fleiri heimildir“? Að syngja eða spila sálminn „Vitnisburður“ (Sálmar, nr. 37) getur boðið andanum að vera með í umræðunum.

  • Jafnvel þótt Páll hafi ekki leitast eftir þeim andlega vitnisburði sem hann hlaut á veginum til Damaskus, þá varði hann ævidögum sínum í það að viðhalda og verja vitnisburð sinn (sjá Postulasagan 22:10, 14–16; 26:19). Fordæmi Páls gæti stuðlað að skilningi bekkjar ykkar á því að vitnisburður krefst vinnu og fórnar. Til að hefja umræður um þetta, gæti meðlimur bekkjarins lýst eigin viðleitni til að öðlast færni í tónlist, öðrum listgreinum eða íþróttum. Hvað er líkt með því að þróa slíka færni og að efla vitnisburð? Hvað þurfum við að leggja á okkur til að öðlast og efla vitnisburð? (sjá einnig Alma 5:46).

Postulasagan 26:9–23

Við höfum ábyrgð að þjóna öðrum.

  • Drottinn kallaði Pál til að vera „[þjón]“ (Postulasagan 26:16), en hvaða merkingu hefur þetta orð? Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að kanna hvernig þeir geta þjónað hver öðrum, hvort sem þeim hafi verið úthlutað formlegt verkefni eða ekki, gætuð þið skrifað á töfluna spurningu sem þessa: Hvaða merkingu hefur það að þjóna? Biðjið meðlimi bekkjarins að leita að svörum á eftirfarandi stöðum: Matteus 20:25–28; Postulasagan 26:16–18; 3. Nefí 18:29–32; Jean B. Bingham, „Þjónum eins og frelsarinn,“ aðalráðstefna, apríl 2018. Þegar þeir miðla því sem þeir finna, hvetjið þá til að ræða á hvaða hátt við getum öll þjónað öðrum, þ.m.t. í kirkjuköllunum okkar. Þið gætuð einnig sýnt myndbandið „The Miracle of the Roof [Kraftaverk þaksins]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Postulasagan 27

Ef við fylgjum spámönnum Drottins, mun hann leiðbeina og vernda okkur frá illu.

  • Bjóðið meðlimum bekkjarins að ræða viðbrögð hundraðshöfðingjans þegar Páll spáði því að skipið yrði fyrir „[miklu tjóni]“ og að líf myndu tapast (sjá Postulasagan 27:10–11). Af hverju skyldi hundraðshöfðinginn hafa brugðist við á þennan hátt? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað því sem þeir hefðu sagt við hundraðshöfðingjann til að hvetja hann til að trúa spádómi Páls. Hvað fleiri lexíur getum við lært um að fylgja þjónum Drottins í Postulasögunni 27? Einhverjir meðlimir bekkjarins gætu hafa fengið reynslu af því að fylgja leiðsögn spámanns, jafnvel þótt hún væri á aðra leið en skoðanir fólks umhverfis þá. Bjóðið nokkrum meðlimum bekkjarins að miðla reynslu sinni.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Gefa vitnisburð.

M. Russell Ballard forseti talaði um vitnisburð Páls frammi fyrir Agrippa konungi og kenndi hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur að gefa vitnisburð:

„Vitnisburðasamkomur okkar þurfa að snúast meira um frelsarann, kenningar fagnaðarerindisins, blessanir endurreisnarinnar og kennslu ritninganna. Við þurfum að setja hreinan vitnisburð í stað fjölskyldufrásagna, ferðasagna og prédikana. Þeim sem treyst er til að tala og kenna á samkomum okkar þurfa að gera svo með kenningarlegum krafti sem bæði heyrist og finnst og upplyftir og nærir anda fólksins. …

Þótt það sé alltaf gott að láta í ljós ást og þakklæti, fela slíkar yfirlýsingar ekki í sér þess konar vitnisburð sem kveikir eld trúar í lífi annarra. Að bera vitnisburð er að ‚bera vitni með krafti heilags anda; að gefa hátíðlega yfirlýsingu um sannleika byggðan á persónulegri þekkingu eða trú‘ [Leiðarvísir að ritningunum, „Vitna, bera vitni,“ KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Námshjálp]. Skýr yfirlýsing um sannleika hefur áhrif á líf fólks. Þannig umbreytast hjörtu manna. Það er það sem heilagur andi fær áorkað í hjörtum barna Guðs“ („Hreinn vitnisburður,“ aðalráðstefna, október 2004).

Bæta kennslu okkar

Undirbúið ykkur tímanlega. „Þegar þið hugleiðið hvernig þær reglur fagnaðarerindisins sem þið kennið muni blessa meðlimi bekkjarins, munu hugmyndir og hughrif berast hvenær sem er í daglegu lífi – þegar þið ferðist í vinnuna, sinnið heimilinu eða eigið samskipti við fjölskyldu og vini. Hugsið ekki um andlegan undirbúning sem eitthvað sem þið þurfið að gefa ykkur tíma fyrir, heldur eitthvað sem þið gerið stöðugt“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]12).

Prenta