Nýja testamentið 2023
24.–30. júlí. Postulasagan 16–21: „Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið“


„24.–30. júlí. Postulasagan 16–21: ‚Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„24.–30. júlí. Postulasagan 16–21,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Páll kennir á hæð

24.–30. júlí

Postulasagan 16–21

„Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið“

Lesið kostgæfið Postulasöguna 16–21 með meðlimi bekkjarins í huga, áður en þið skoðið þessi lexíudrög. Eftirfarandi hugmyndir geta stuðlað að innblæstri andans.

táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla ritningarversum úr Postulasögunni 16–21, sem minna þau á upplifun sem þeir urðu fyrir við miðlun fagnaðarerindisins.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Postulasagan 16–21

Sem meðlimir í kirkju frelsarans, vitnum við um hann og miðlum fagnaðarerindi hans.

  • Einn boðskapur sem er áberandi í Postulasögunni 16–21 er mikilvægi heilags anda við miðlun fagnaðarerindisins. Meðlimir bekkjarins gætu t.d. lesið hvernig heilagur andi hjálpaði Páli og Sílasi í Postulasögunni 16:6–15. Af hverju þurfum við á heilögum anda að halda þegar við miðlum fagnaðarerindinu? (sjá 2. Nefí 33:1; Kenning og sáttmálar 33:8–10; 42:14; 100:5–8). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum, þegar heilagur andi leiðbeindi þeim við miðlun fagnaðarerindisins.

  • Hvernig getur upplifun Páls eflt hugrekki meðlima bekkjarins þegar þeir eru hvattir til að gefa sinn vitnisburð? Þið getið beðið hvern meðlim bekkjarins að lesa eina af eftirfarandi frásögnum: Postulasagan 16:16–34; 17:16–34; 18:1–11. Biðjið þá að miðla dæmum um hugrekki og áræðni Páls. Hvaða sannindi kenndi (og skildi) Páll, sem veitti honum trú á boðskap hans? Af hverju hikum við stundum við að miðla fagnaðarerindinu og hvernig liðsinnir frelsarinn okkur? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að finna eina leið til að fylgja fordæmi Páls og miðla oftar vitnisburði sínum um Krist (myndbandið „I’ll Go Where You Want Me to Go [Ég fer hvert sem vilt að ég fari]“ [ChurchofJesusChrist.org] getur komið að gagni).

5:45

Postulasagan 17:16–34

Við erum Guðs ættar.

  • Á Aresarhæð kenndi Páll hópi fólks, sem vissi lítið um eðli Guðs, um himneskan föður. Til að rannsaka þessar kenningar, gætu meðlimir bekkjarins lesið í Postulasögunni 17:24–31 og skrifað á töfluna þau sannindi sem þeir finna um himneskan föður, samband okkar við hann og sambönd okkar hvert við annað. Þeir gætu síðan miðlað upplifunum þar sem þeir hafa skynjað sannleiksgildi orða Páls: „Eigi er [Guð] langt frá neinum af okkur“ (vers 27).

  • Þegar þið lærið þessi vers saman, gætuð þið rætt sannleikann í versi 29: „Við erum … Guðs ættar.“ Þið gætuð skrifað á töfluna: Vegna þess að við erum börn Guðs, … og ef við vissum ekki að við værum börn Guðs, …. Bjóðið meðlimum bekkjarins að leggja til hvernig ljúka skuli setningunum. Hvað kennir sú staðreynd okkur t.d. um okkur sjálf að við erum börn Guðs og hvernig okkur ber að koma fram við hvert annað? Hvernig væri líf okkar öðruvísi ef við hefðum ekki vitneskju um raunveruleg tengsl okkar við Guð? Hverju bæta orð Dallins H. Oaks forseta í „Fleiri heimildir“ við umræðuna?

    haldið á barni

    Hvert okkar er barn Guðs.

táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Við erum öll börn Guðs.

Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“ miðlar eilífum sannleika um tengsl okkar við Guð: „Allar mannlegar verur – karlar og konur – eru skapaðar í mynd Guðs. Hver þeirra er ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra og sem slík á sérhvert þeirra sér guðlegt eðli og örlög“ (KirkjaJesuKrists.is Ritningar/Grunngögn).

Dallin H. Oaks forseti ræddi mikilvægi þess að líta fyrst og fremst á okkur sjálf sem andabörn Guðs:

„Gætið að því hvernig þið auðkennið ykkur sjálf. Auðkennið eða skilgreinið ykkur sjálf ekki með eða eftir stundlegum eiginleika. Eini eiginleikinn sem ætti að auðkenna okkur, er sá að við erum synir eða dætur Guðs. Sú staðreynd er hafin yfir öll önnur auðkenni, þ.m.t. kynþátt, atvinnu, útlit, sæmd eða jafnvel trúarbragðaaðild. …

Við höfum sjálfræði og getum valið að láta skilgreinast af hvaða auðkenni sem er. Við þurfum þó að vita að þegar við veljum að skilgreina eða kynna okkur sjálf með auðkenni sem er stundlegt eða léttvægt í eilífu samhengi, þá drögum við úr því sem okkur er allra mikilvægast og leggjum of mikla áherslu á það sem hefur tiltölulega lítið vægi. Þetta getur leitt okkur á rangan veg og komið í veg fyrir eilífa framþróun okkar“ („Be Wise [Verið vitur]“ [Trúarsamkoma í Brigham Young-háskóla í Idaho, 7. nóv 2006], byui.edu).

Bæta kennslu okkar

Bjóðið ungmennum að taka þátt í kennslustund ykkar. Ef þið kennið ungmennum, munið þá að þau skilja oft það sem jafnaldrar þeirra ganga í gegnum. Þegar ungur einstaklingur gefur vitnisburð eða kennir kenningu, gæti það snert við öðrum ungmennum á annan hátt en þið gætuð gert. Gefið ungmennum kost á að kenna hvert öðru. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]28.)