Nýja testamentið 2023
3.–9. júlí. Postulasagan 1–5: „Þér munuð verða vottar mínir“


„3.–9. júlí. Postulasagan 1–5: ‚Þér munuð verða vottar mínir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„3.–9. júlí. Postulasagan 1–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
fjöldi fólks á árbakka lætur skírast í á

Hvítasunnudagur, eftir Sidney King

3.–9. júlí

Postulasagan 1–5

„Þér munuð verða vottar mínir“

Ef þið lesið Postulasöguna 1–5 og leitið leiðsagnar andans, munuð þið hljóta innblástur um hvaða sannindi í kapítulunum geti hjálpað meðlimum bekkjar ykkar að reiða sig fyllilega á heilagan anda og vera trúföst vitni Drottins Jesú Krists.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Í Postulasögunni 1–5 er að finna mörg þýðingarmikil ritningarvers og reglur. Ein góð leið til að uppgötva hver þeirra eiga best við og eru meðlimum bekkjar ykkar dýrmætust, er að leyfa þeim að segja ykkur hvað hafi staðið upp úr í námi þeirra. Hvernig getið þið boðið upp á þess háttar miðlun? Það gæti verið jafn einfalt og að gefa þeim nokkrar mínútur til að finna og miðla versi úr Postulasögunni 1–5 þar sem þeir fundu að rödd Drottins talaði til þeirra.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Postulasagan 1:1–8; 2:37–39; 4:1–13, 31–33

Jesús Kristur leiðir kirkju sína með heilögum anda.

  • Að lesa um upplifun postulanna, getur stuðlað að því að meðlimir bekkjarins læri hvernig þeir geti hlotið kraft og leiðsögn frá heilögum anda í kirkjuköllunum sínum og verkefnum. Ein leið til að fara yfir upplifanirnar í Postulasögunni 1–5 er að skrifa á töfluna Heilagur andi hjálpaði postulunum að leiða kirkjuna með því að … og biðja meðlimi bekkjarins svo að leita í Postulasögunni 1:1–8; 2:37–39; og 4:1–13, 31–33 og leita að leiðum til að ljúka setningunni. Meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað upplifunum sínum þar sem heilagur andi hjálpaði þeim á þennan hátt. Hvers vegna höfðu postularnir þörf fyrir heilagan anda – og af hverju höfum við líka þörf fyrir hann?

Postulasagan 1:15–26

Postular Jesú Krists eru kallaðir með opinberun frá Guði.

  • Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að útskýra hvernig fyrirtæki færi að því að velja arftaka í stjórnunarstöðu. Hvaða hæfniskröfur gætu þeir gert? Biðjið meðlimi bekkjarins að bera þetta saman við köllun Matthíasar (sjá Postulasagan 1:15–26; sjá einnig 1. Samúelsbók 16:1–13) og orð Gordons B. Hinckley forseta í „Fleiri heimildir,“ sem lýsa hvernig postular eru kallaðir á okkar tíma. Hvernig hefur aðferð Guðs við að velja leiðtoga áhrif á trú okkar á þá leiðtoga sem hann hefur kallað? Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir hafi hlotið vitnisburð um að postular og spámenn okkar tíma séu kallaðir af honum.

Postulasagan 2:37–47

Heilagur andi hvetur okkur til að breyta eftir því sem við lærum.

  • Þegar meðlimir bekkjarins læra í ritningunum heima og saman í bekknum í hverri viku, gæti þeim oft liðið eins og „stungið væri í hjörtu þeirra“ (Postulasagan 2:37). Þið gætu fundið innblástur til að hjálpa þeim að taka næsta skref með því að spyrja: „Hvað eigum við að gera“? (Postulasagan 2:37). Lesið Postulasöguna 2:37–47 saman og biðjið meðlimi bekkjarins að gæta að því sem þessi þrjú þúsund manna hópur gerði eftir boð Péturs. Þeir gætu kannski miðlað því hvernig þeir hafa brugðist við innblæstri í námi þeirra á orði Guðs. Þið gætuð síðan tekið frá tíma í kennslulok til að hver einstaklingur geti spurt sig spurningarinnar: „Hvað ætti ég að gera?“ og skráð hughrif sín.

Ljósmynd
Pétur brosir og prédikar með sár í andliti

Þrátt fyrir handtöku og barsmíðar, boðaði Pétur fagnaðarerindið af djörfung.

Postulasagan 3; 4:1–21; 5:12–42

Þegar við fyllumst heilögum anda, getum við boðað fagnaðarerindið af djörfung.

  • Meðlimir bekkjarins gætu lesið yfir Postulasöguna 3; 4:1–21; 5:12–42 og leitað að dæmum þar sem Pétur ber vitni af djörfung. Þeir gætu líka horft á eitt af eftirfarandi myndböndum: „Peter Preaches and Is Arrested [Pétur boðar og er tekinn höndum],“ „Peter and John Are Judged [Pétur og Jóhannes dæmdir]“ eða „Peter and John Continue Preaching the Gospel [Pétur og Jóhannes halda áfram að boða fagnaðarerindið]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hver er merking þess að tala „orð Guðs af djörfung“? (Postulasagan 4:31). Hvernig hjálpar heilagur andi okkur við að miðla fagnaðarerindinu af djörfung? Hvernig er þessi djörfung frábrugðin þrætugirni? Meðlimir bekkjarins gætu viljað miðla eigin upplifun, eða einhvers sem þeir þekkja, sem varði fagnaðarerindið eða bar vitni um það af djörfung.

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Köllun meðlims hinna tólf.

Gordon B. Hinckley miðlaði eftirfarandi innsýn í ferli þess að kalla nýjan postula: „Aðferðin er sérkennandi fyrir kirkju Drottins. Engin eftirsókn er eftir embætti, engin keppni eftir stöðu, engin kynning eigin kosta til atkvæðaleitar. Berið aðferð Drottins saman við aðferð heimsins. Aðferð Drottins er hljóðlát, hún er friðsæl, án fyrirgangs eða fjárútláta. Hún er laus við sjálfsdýrkun, hégóma eða metnað. Með aðferð Drottins láta þeir sem bera ábyrgð á að velja þjóna stjórnast af einni spurningu: ‚Hvern vill Drottinn fá?‘ Hljóðlátar og íhugular umræður fara fram. Bænir eru margar til að hljóta staðfestingu heilags anda um að valið sé rétt“ („God Is at the Helm [Guð er við stjórnvölinn],“ Ensign, maí 1994, 53).

Bæta kennslu okkar

Hvetjið nemendur til eftirbreytni. Heilagur andi hvetur okkur oft til að breyta eftir því sem við lærum (sjá Postulasagan 2:37). Þegar fólkið sem Pétur kenndi upplifði það, færði hann því boð (sjá Postulasagan 2:38). Íhugið hvernig þið getið fylgt fordæmi Péturs.

Prenta