„10.–16. júlí. Postulasagan 6–9: ‚[Drottinn, hvað viltu að ég geri?],‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„10.–16. júlí. Postulasagan 6–9,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
10.–16. júlí
Postulasagan 6–9
„[Drottinn, hvað viltu að ég geri?]“
Lesið Postulasöguna 6–9 og skráið andleg hughrif ykkar. Það mun hjálpa ykkur að hljóta opinberun um hvernig hjálpa megi meðlimum bekkjarins að nálgast Jesú Krist með námi á þessum kapítulum.
Hvetjið til miðlunar
Skrifið á töfluna nöfn þess fólks sem getið er um í Postulasögunni 6–9, t.d.: Stefán, Sál, Filippus, Ananías, Pétur og Tabíþa eða Dorkas. Biðjið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lærðu af fólkinu í námi sínu í vikunni.
Kennið kenninguna
Að standa gegn heilögum anda, getur leitt til þess að frelsaranum og þjónum hans verði hafnað.
-
Þið gætuð hafið umræður um upplifun Stefáns, með því að biðja meðlimi bekkjarins að kanna orð Stefáns í Postulasögunni 7:37–53. Hvaða áminningar gætu orð hans haft á okkar tíma? Þið gætuð einblínt á orð Stefáns í Postulasögunni 7:51. Hvað felst í því að „[standa] … gegn heilögum anda“? Til að auka skilning meðlima bekkjarins á þessum orðum, gætu þeir rætt eitt eða fleiri þessara ritningarversa: 2. Nefí 28:3–6; 33:1–2; Mósía 2:36–37; Alma 10:5–6; og Alma 34:37–38. Af hverju stöndum við stundum „gegn heilögum anda“? Hvað getum við gert til að þekkja betur og fylgja hvatningu heilags anda?
Hjörtu okkar þurfa að vera „rétt í augum Guðs.“
-
Til að læra frásögnina um Símon sem bekkur, gætuð þið skrifað þessar spurningar á töfluna: Hver var Símon? Hvað vildi hann? og Hvernig reyndi hann að ná því fram? Felið hverjum meðlim bekkjarins að lesa Postulasöguna 8:9–24 og leita svara við þessum spurningum. Hvaða sannindi skildi Símon ekki enn? Hvað getum við lært af upplifun Símons? Hvernig getum við verið viss um að hjörtu okkar séu „rétt í augum Guðs“? (vers 21).
-
Í námi sínu gætu einhverjir meðlimir bekkjarins hafa tekið eftir eiginleikum sem Stefán og Filippus höfðu, en Símon ekki (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Ef svo er, gætuð þið boðið þeim að miðla því sem þeir fundu. Meðlimir bekkjarins gætu einnig miðlað fleiri dæmum úr Postulasögunni 6–9 af fólki sem hafði hjarta sem var rétt í augum Guðs, t.d. Filippus og eþíópski maðurinn (sjá Postulasagan 8:26–40), Sál (sjá Postulasagan 9:1–22) og Tabíþa (sjá Postulasagan 9:36–39).
Heilagur andi mun hjálpa okkur að leiða aðra til Jesú Krists.
-
Til að koma meðlimum bekkjarins í skilning um hvernig þeir geti leitt aðra til Jesú Krists (sjá Postulasagan 8:31), gætuð þið boðið tveimur þeirra að sitja andspænis hvor öðrum og lesa samtal Filippusar og eþíópska mannsins í Postulasögunni 8:26–39. Þriðji meðlimur bekkjarins gæti lesið þann texta sem ekki er hluti samtalsins. Hvað lærum við af dæmi Filippusar um að kenna öðrum fagnaðarerindið?
-
Til að skoða nútíma dæmi um frásögnina í Postulasögunni 8:26–39, gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifunum sínum af því að miðla fagnaðarerindinu eða af því að ganga í kirkjuna. Hvernig nutu þeir liðsinnis heilags anda? Leiðbeindi þeim einhver? Biðjið meðlimi bekkjarins að íhuga hvern þeir gætu leitt til fagnaðarerindisins.
Þegar við lútum vilja Drottins, getum við orðið verkfæri í höndum hans.
-
Meðlimir bekkjarins geta lært máttugan sannleika um eigin trúarumbreytingu með því að rannsaka upplifun Sáls, þ.m.t. sannleikann um að allir geti iðrast og breyst ef vilji er fyrir hendi. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að bera saman upplifun Sáls við upplifanir Alma (sjá Mósía 17:1–4; 18; 26:15–21) og Antí-Nefí-Lehíta (sjá Alma 24:7–12). Hvað gerði Drottinn til að stuðla að trúarumbreytingu þessa fólks? Hvernig sýndi það vilja sinn til að breytast? Hvaða boðskap úr þessum frásögnum getum við heimfært upp á eigið líf?
-
Til að hvetja til umræðu um upplifun Sáls, gætuð þið boðið nokkrum meðlimum bekkjarins að mæta undir það búna að miðla því sem þeir lærðu í hverjum hluta ræðu Dieters F. Uchtdorf forseta, „Beðið átekta á veginum til Damaskus“ (aðalráðstefna, apríl 2011). Hvernig bíðum við stundum á eigin vegi til Damaskus? Hvað getur hjálpað okkur að heyra betur rödd Guðs, samkvæmt Uchtdorf forseta? Þið gætuð einnig íhugað að horfa á myndbandið „The Road to Damascus [Vegurinn til Damaskus]“ (ChurchofJesusChrist.org). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað upplifun sinni af því að leita og fylgja vilja Guðs.