Nýja testamentið 2023
7.–13. ágúst. Rómverjabréfið 1–6: „Kraftur Guðs til sáluhjálpar“


„7.–13. ágúst. Rómverjabréfið 1–6: ‚Kraftur Guðs til sáluhjálpar,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)

„7.–13. ágúst. Rómverjabréfið 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023

Ljósmynd
Páll ritar bréf

7.–13. ágúst

Rómverjabréfið 1–6

„Kraftur Guðs til sáluhjálpar“

Lesið kostgæfið Rómverjabréfið 1–6 með meðlimi bekkjarins í huga. Það mun hjálpa ykkur að vera næm fyrir hughrifum andans, þegar þið búið ykkur undir kennslu.

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Hvetjið til miðlunar

Íhugið að gefa meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að finna vers í Rómverjabréfinu 1–6, sem heilagur andi hjálpaði þeim að skilja betur. Því næst gætu þeir miðlað sessunaut sínum hvaða vers þeir völdu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Rómverjabréfið 1:16–17

„Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið.“

  • Margir hafa upplifað háð, trúar sinnar vegna. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins, þegar þeir lenda í slíkri reynslu, gætuð þið beðið þá að lesa Rómverjabréfið 1:16–17 og hafa í huga þau skipti í Postulasögunni þegar Páll sýndi að hann blygðaðist sín ekki fyrir fagnaðarerindið. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins einnig miðlað ástæðum þess að þeir finna ekki til blygðunar um fagnaðarerindi Jesú Krists. Þeir gætu líka miðlað eigin upplifun, eða einhvers sem þeir þekkja, þar sem þeir sýndu að þeir blygðuðust sín ekki fyrir fagnaðarerindið.

    Ljósmynd
    meðlimir bekkjar rétta upp hönd

    Við þurfum ekki að blygðast okkar við að miðla vitnisburði okkar á fagnaðarerindinu.

Rómverjabréfið 2:28–29

Hlutverk hins sanna lærisveins einkennist af innri skuldbindingu, ekki verkum einum saman.

  • Hvernig metum við eigin stöðu sem lærisveinar? Leiðsögn Páls til Rómverja getur hjálpað okkur að einblína meira á „[hjartað og] andann“ (Rómverjabréfið 2:29) heldur en ytra háttalag. Til að stuðla að skilningi bekkjarins á leiðsögn Páls, gætuð þið skrifað textann úr Rómverjabréfinu 2:28–29 á töfluna. Skiptið út orðinu Gyðingur fyrir Síðari daga heilagur og orðinu umskurður fyrir sáttmálinn. Hverju bætir þetta við skilning okkar á kennslu Páls? Þið gætuð líka rætt dæmi um það sem við gerum, sem meðlimir kirkjunnar, sem er þýðingarmeira og kraftmeira þegar það er gert með „hjarta sínu, í hlýðni við andann“ (Rómverjabréfið 2:29).

Rómverjabréfið 3–6

„Að sama skapi sem syndin óx varð náðin ríkulegri.“

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja kennslu Páls um trú, verk og náð? Íhugið að miðla eftirfarandi tveimur tilfellum til að hjálpa þeim að skilja að við ættum ekki að líta á góð verk okkar sem leið til að sanna verðugleika okkar; við ættum heldur ekki að líta á náð Krists sem ástæðu til að afsaka mistök okkar og syndir. Meðlimir bekkjarins gætu leitað að sannleika í Rómverjabréfinu 3:20–31; 5:1–2; 6:1–2, 21–23 sem gæti hjálpað Gloríu og Justin. Hvaða fleiri sannindi í „Fleiri heimildir“ gætu hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja mikilvægi bæði réttlátra verka og náðar Krists?

    Tilfelli 1

    Vinkona, sem heitir Gloría, er útkeyrð vegna þeirrar vinnu sem hún leggur í að vera trúfastur lærisveinn. Hún leggur hart að sér og gerir allt sem henni finnst hún eiga að gera, en hefur oft áhyggjur af því að gera ekki nóg. „Er ég nógu góð?“ veltir hún fyrir sér. „Mun Drottinn taka mig í sátt?“

    Tilfelli 2

    Vinur, sem heitir Justin, hefur ekki miklar áhyggjur af því að taka réttlátar ákvarðanir. Hann trúir á Jesú Krists sækir kirkju og er ástríkur faðir og góður nágranni. Samt sem áður hefur hann ákveðið að lifa ekki eftir þeim stöðlum sem gerðu hann hæfan til að hljóta musterismeðmæli. Þegar fjölskylda og vinir reyna að hvetja hann til að búa sig undir musterið, svarar hann: „Ég er góð manneskja. Ég trúi á Krist. Hann hefur nú þegar greitt gjaldið fyrir syndir mínar og ég held ekki að hann haldi mér frá himneska ríkinu vegna slíkra smávægilegra hluta.“

Ljósmynd
táknmynd heimilda

Fleiri heimildir

Trú, náð og verk.

Tilfelli 1

  • Eter 12:27

  • Moróní 10:32–33

  • J. Devn Cornish, „Stend ég mig nægilega vel? Mun mér takast þetta?,“ aðalráðstefna, október 2016

  • Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi: „Ekki er hægt að kaupa sáluhjálp með gjaldmiðli hlýðninnar, hún er keypt með blóði sonar Guðs. … Náð er gjöf frá Guði og með þrá okkar um að vera hlýðin öllum boðorðum Guðs erum við að teygja fram jarðneska hönd okkar til að meðtaka helga gjöf frá himneskum föður“ („Náðargjöfin,“ aðalráðstefna, apríl 2015).

Tilfelli 2

  • Jakobsbréfið 2:17–26

  • Helaman 12:23–24

  • D. Todd Christofferson, „Vera stöðugur í kærleika mínum,“ aðalráðstefna, október 2016.

  • Uchtdorf forseti kenndi: „Ef náð er gjöf Guðs, hvers vegna er hlýðnin við boðorð Guðs svona mikilvæg? Hvers vegna ættum við að hafa eitthvað fyrir boðorðum Guðs – eða þá heldur að iðrast? … Hlýðni okkar við boðorð Guðs [er] eðlileg afleiðing óendanlegrar elsku okkar og þakklætis fyrir gæsku Guðs. Svona einlæg elska og þakklæti sameinar verk okkar við náð Guðs á undraverðan hátt“ („Náðargjöfin“).

Bæta kennslu okkar

Köllun ykkar er innblásinn. Þið, sem kennarar, hafið verið kölluð af Drottni til að blessa börn hans. Drottinn vill að ykkur gangi vel, þannig að þegar þið lifið verðug hjálpar hans, mun hann veita ykkur þá opinberun sem þið leitist eftir. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]5.)

Prenta