„Fleiri heimildir,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Nýja testamentið 2023 (2022)
„Fleiri heimildir,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2023
Fleiri heimildir
Þessar heimildir má finna í smáforritinu Gospel Library og á ChurchofJesusChrist.org.
Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur
Þið getið aðlagað öll verkefni úr Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur til notkunar í námsbekk sunnudagaskólans. Ef meðlimir bekkjarins hafa notað þessi verkefni í sjálfsnámi og fjölskyldunámi, skuluð þið hvetja þá til að miðla upplifunum sínum og skilningi.
Sálmar og Barnasöngbók
Kirkjutónlist laðar að andann, stuðlar að því að við finnum elsku Guðs og kennir kenningu svo eftirminnilegt sé. Auk prentuðu útgáfnanna Sálmar og Barnasöngbók, má finna upptökur mynd- og hljóðupptökur margra sálma og barnasöngva á music.ChurchofJesusChrist.org og í smáforritunum Sacred Music og Gospel Media.
Kennslubækur trúarskóla yngri og eldri deilda
Í kennslubókum trúarskóla yngri og eldri deilda er sögubakgrunnur og kenningarlegar útskýringar á reglum og frásögnum í ritningunum. Í þeim eru líka innblásnar kennsluábendingar fyrir námsbekki sunnudagaskólans.
Kirkjutímaritin
Tímaritin Líahóna og Til styrktar ungmennum bjóða upp á greinar og aðra þætti sem geta verið viðauki við þær reglur sem þið kennið úr Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann.
Trúarefni
Í Gospel Topics [Trúarefni] (topics.ChurchofJesusChrist.org) má finna helstu upplýsingar um hið fjölbreytta trúarefni, ásamt hlekkjum að gagnlegu námsefni, svo sem efnistengdum aðalráðstefnuræðum, greinum, ritningarversum og myndböndum. Þar má einnig finna Gospel Topics Essays [Trúarleg ritverk], þar sem má finna ítarlegar upplýsingar varðandi kenningu og sögulegt efni, ásamt svörum við ýmsum spurningum um kirkjuna og kenningum hennar.
Boða fagnaðarerindi mitt
Þessi leiðarvísir fyrir trúboða veitir skilning á grunnreglum fagnaðarerindisins.
Til styrkar æskunni (bæklingur)
Þessi heimild útlistar staðla kirkjunnar sem geta hjálpað okkur að lifa eftir fagnaðarerindinu og njóta samfélags við andann. Ráðgerið að nota það oft, einkum ef þið kennið ungmennum.
Myndbönd og listrænt efni
Listrænt efni, myndbönd og annað efni getur hjálpað þeim sem þið kennið að skilja kenninguna og sögurnar sem tengjast ritningunum sjónrænt. Skoðið GospelMedia.ChurchofJesusChrist.org til að kanna námsgagnasafn kirkjunnar. Gagnasafnið er einnig aðgengilegt sem smáforrit. Hægt er að nálgast margar myndir til notkunar í kennslustundum í Trúarmyndabókinni.
Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans]
Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans] getur verið ykkur gagnlegt við að læra um og tileinka ykkur reglur og aðferðir kristilegrar kennslu. Þessar reglur eru kenndar og iðkaðar á kennararáðsfundum.