Handbækur og kallanir
3. Prestdæmisreglur


„3. Prestdæmisreglur,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023).

„3. Prestdæmisreglur,“ Valið efni úr Almennri handbók

fjölskylda á göngu í nálægð musteris

3.

Prestdæmisreglur

3.0

Inngangur

Prestdæmið er vald og kraftur Guðs. Með prestdæminu framfylgir himneskur faðir því verki sínu „að gera ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39). Guð veitir sonum sínum og dætrum á jörðu vald og kraft til að framfylgja verki sínu (sjá kafla 1).

3.2

Blessanir prestdæmisins

Með sáttmálum og helgiathöfnum prestdæmisins, gerir Guð miklar blessanir aðgengilegar öllum börnum sínum. Þessar blessanir eru meðal annars:

  • Skírn og aðild að Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

  • Gjöf heilags anda.

  • Meðtaka sakramentisins.

  • Valdsumboð og kraftur til að þjóna í kirkjuköllunum og verkefnum.

  • Meðtaka patríarkablessana og annarra blessana prestdæmisins er varða lækningu, huggun og leiðsögn.

  • Meðtaka krafts Guðs með musterisgjöf.

  • Vera innsiglaður fjölskyldumeðlimum sínum um eilífð.

  • Fyrirheitið um eilíft líf.

3.3

Melkísedeksprestdæmið og Aronsprestdæmið

Í kirkjunni er prestdæmið tvíþætt: Melkísedeksprestdæmið og Aronsprestdæmið (sjá Kenning og sáttmálar 107:1).

3.3.1

Melkísedeksprestdæmið

Melkísedeksprestdæmið er „hið heilaga prestdæmi eftir reglu Guðssonarins“ (Kenning og sáttmálar 107:3). Það er sá kraftur sem getur gert sonum og dætrum Guðs mögulegt að verða eins og hann er (sjá Kenning og sáttmálar 84:19–21; 132:19–20).

Með þessu valdsumboði, stjórna leiðtogar kirkjunnar öllu andlegu starfi kirkjunnar (sjá Kenning og sáttmálar 107:18).

Stikuforseti er ráðandi háprestur í stikunni (sjá Kenning og sáttmálar 107:8, 10; sjá einnig kafla 6 í þessari handbók). Biskup er ráðandi háprestur í deildinni (sjá Kenning og sáttmálar 107:17; sjá einnig kafla 7 í þessari handbók).

Sjá 8.1 fyrir upplýsingar um embætti og ábyrgðarskyldur Melkísedeksprestdæmisins.

3.3.2

Aronsprestdæmið

Aronsprestdæmið er „viðauki við … Melkísedeksprestdæmið“ (Kenning og sáttmálar 107:14). Það hefur lyklana að:

  • Englaþjónustu.

  • Fagnaðarerindi iðrunar.

  • Þjónustu ytri helgiathafna, þar með talið að skírn til fyrirgefningar synda.

(Sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 84:26–27; 107:20.)

Biskup er forseti Aronsprestdæmisins í deild (sjá Kenning og sáttmálar 107:15).

Sjá 10.1.3 fyrir upplýsingar um embætti og ábyrgðarskyldur Aronsprestdæmisins.

3.4

Prestdæmisvald

Prestdæmisvald er valdsumboð til að koma fram sem fulltrúi Guðs og starfa í hans nafni. Í kirkjunni er allt valdsumboð prestdæmisins iðkað undir handleiðslu þeirra sem hafa prestdæmislykla.

3.4.1

Prestdæmislyklar

Prestdæmislyklar eru valdsumboðið til að stjórna notkun prestdæmisins í þágu barna Guðs.

3.4.1.1

Þeir sem hafa prestdæmislykla

Drottinn hefur veitt hverjum postula sinna alla þá lykla sem hafa með ríki Guðs að gera á jörðu. Sá lifandi postuli sem hefur lengstan starfsaldur, forseti kirkjunnar, er eini einstaklingurinn á jörðu sem hefur umboð til að nota alla þessa prestdæmislykla (sjá Kenning og sáttmálar 81:1–2; 107:64–67, 91–92; 132:7).

Undir handleiðslu forseta kirkjunnar, eru prestdæmisleiðtogum veittir lyklar, svo þeir geti verið í forsæti síns eigin ábyrgðarsviðs. Þeir leiðtogar eru til að mynda:

  • Stikuforsetar og umdæmisforsetar.

  • Biskupar og greinarforsetar.

  • Sveitarforsetar Melkísedeksprestdæmis og Aronsprestdæmis.

  • Musterisforsetar.

  • Trúboðsforsetar og trúboðsskólaforsetar.

Prestdæmislyklar eru veittir þessum leiðtogum þegar þeir eru settir í embætti í köllun sinni.

Prestdæmislyklar eru ekki veittir öðrum, þar með talið ráðgjöfum prestdæmisleiðtoga heimasvæða eða forsetum samtaka kirkjunnar. Forsetar kirkjusamtaka eru í forsæti undir handleiðslu þeirra sem hafa prestdæmislykla (sjá 4.2.4).

3.4.1.2

Regla í verki Drottins

Prestdæmislyklar tryggja að regla sé höfð á starfi sáluhjálpar og upphafningar (sjá Kenning og sáttmálar 42:11; 132:8). Þeir sem hafa prestdæmislykla stjórna verki Drottins á ábyrgðarskyldusvæði sínu. Þetta forsætisvald á einungis við um hinar sérstöku ábyrgðarskyldur tiltekinnar leiðtogaköllunar. Þegar prestdæmisleiðtogar eru leystir af köllunum sínum, hafa þeir ekki lengur þessa lykla.

3.4.2

Veiting og vígsla prestdæmis

Undir handleiðslu þeirra sem hafa prestdæmislykla, er Aronsprestdæmið og Melkísedeksprestdæmið veitt verðugum karlmeðlimum kirkjunnar (sjá Kenning og sáttmálar 84:14–17). Eftir veitingu viðeigandi prestdæmis, er einstaklingurinn vígður til embættis þess prestdæmis, til að mynda sem djákni eða öldungur. Prestdæmishafi iðkar prestdæmið eins og réttindi og skyldur þess embættis kveða á um (sjá Kenning og sáttmálar 107:99).

Sjá 8.1.1 og 18.10 fyrir frekari upplýsingar um veitingu og vígslu prestdæmis.

3.4.3

Úthlutun prestdæmisvalds til þjónustu í kirkjunni

3.4.3.1

Embættisísetning

Þegar karlar og konur eru sett í embætti undir handleiðslu þeirra sem hafa prestdæmislykla, er þeim veitt valdsumboð frá Guði til að starfa í þeirri köllun. Þegar þau eru leyst frá köllun, hafa þau ekki lengur valdsumboðið sem henni tengist.

Öllum kirkjumeðlimum sem settir eru í embætti til þjónustu, er veitt guðlegt valdsumboð og ábyrgðarskylda til að starfa í köllunum sínum. Dæmi:

  • Konu sem er kölluð og sett í embætti af biskupi sem Líknarfélagsforseti deildar, er veitt umboð til að stjórna starfi Líknarfélagsins í deildinni.

Allir sem settir eru í embætti, þjóna undir handleiðslu þeirra sem fara með forsjá þeirra (sjá 3.4.1.2).

3.4.3.2

Úthlutuð verkefni

Leiðtogar í forsæti geta úthlutað valdsumboði með verkefnaveitingu. Þegar körlum og konum er falið slíkt verkefni, er þeim veitt valdsumboð frá Guði til framkvæmda. Dæmi:

  • Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin úthluta hinum Sjötíu valdsumboði sem falið er að þjónusta svæði og vera í forsæti á stikuráðstefnum.

  • Kirkjumeðlimum er úthlutað valdsumboði til að þjóna sem bræður og systur í hirðisþjónustu.

Úthlutað valdsumboð fyrir ákveðið verkefni, takmarkast við ábyrgðarskyldur og tímalengd þess verkefnis.

3.4.4

Iðkun prestdæmisvalds með réttlæti

Þetta valdsumboð er einungis mögulegt að nota í réttlæti (sjá Kenning og sáttmálar 121:36). Það ber að iðka með fortölum, umburðarlyndi, mildi, hógværð, elsku og gæsku (sjá Kenning og sáttmálar 121:41–42).

Þeir sem iðka prestdæmisvald þvinga ekki eigin vilja upp á aðra. Þeir nota það ekki í eigingjörnum tilgangi.

3.5

Prestdæmiskraftur

Prestdæmiskraftur er sá kraftur sem Guð notar til að blessa börn sín. Prestdæmiskraftur Guðs streymir til allra meðlima kirkjunnar – kvenna og karla – er þau halda þá sáttmála sem þau hafa gert við hann. Meðlimir gera þessa sáttmála þegar þeir meðtaka helgiathafnir prestdæmisins. (Sjá Kenning og sáttmálar 84:19–20.)

Blessanir prestdæmiskraftar sem meðlimir geta hlotið, eru meðal annars:

  • Leiðsögn fyrir lífið.

  • Innblástur um hvernig þjóna skal fjölskyldumeðlimum og öðrum.

  • Styrkur til að standast og sigrast á áskorunum.

  • Gjafir andans til að efla eigið atgervi.

  • Opinberun til að vita hvernig framfylgja skal því verki sem þeir vígðir til eða settir í embætti fyrir eða falið að leysa af hendi.

  • Liðsinni og styrk til að verða líkari Jesú Kristi og himneskum föður.

3.5.1

Sáttmálar

Sáttmáli er heilagt loforð milli Guðs og barna hans. Guð setur skilyrði sáttmálans og börn hans samþykkja að hlíta þeim skilyrðum. Guð lofar að blessa börn sín er þau uppfylla sáttmálann.

Allir þeir sem standa stöðugir allt til enda við að halda sáttmála sína, munu öðlast eilíft líf (sjá 2. Nefí 31:17–20; Kenning og sáttmálar 14:7).

Foreldrar, kirkjuleiðtogar og aðrir hjálpa einstaklingum að búa sig undir að gera sáttmála er þeir meðtaka helgiathafnir fagnaðarerindisins. Þau gæta þess að einstaklingurinn skilji þá sáttmála sem hann eða hún mun gera. Eftir að einstaklingurinn hefur gert sáttmála, hjálpa þau honum eða henni að halda hann. (Sjá Mósía 18:8–11, 23–26.)

3.5.2

Helgiathafnir

Helgiathöfn er heilög athöfn framkvæmd með valdi prestdæmisins.

Í mörgum helgiathöfnum gera einstaklingar sáttmála við Guð. Dæmi um það eru skírnin, sakramentið, musterisgjöfin og helgiathöfn innsiglunar hjónabands.

Helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar eru nauðsynlegar fyrir eilíft líf. Sjá 18.1 fyrir frekari upplýsingar.

3.6

Prestdæmið og heimilið

Allir kirkjumeðlimir sem halda sáttmála sína – konur, karlar og börn – eru blessaðir með prestdæmiskrafti Guðs á heimilum sínum til að styrkja sig sjálfa og fjölskyldu sína (sjá 3.5). Þessi kraftur gerir meðlimum mögulegt að framfylgja sáluhjálpar- og upphafningarstarfi Guðs í eigin lífi og meðal fjölskyldna (sjá 2.2).

Karlmenn sem hafa Melkísedeksprestdæmið, geta veitt fjölskyldumeðlimum prestdæmisblessanir, þeim til leiðsagnar, lækningar og huggunar. Þegar þörf krefur, geta kirkjumeðlimir líka leitað eftir þessum blessunum hjá meðlimum í stórfjölskyldu, þjónandi bræðrum eða staðarleiðtogum kirkjunnar.