„Notkun Valins efnis úr Almennri handbók,“ Valið efni úr Almennri handbók (2023)
„Notkun Valins efnis úr Almennri handbók,“ Valið efni úr Almennri handbók
Notkun Valins efnis úr Almennri handbók
Valið efni úr Almennri handbók er samantekt flestra mikilvægra leiðbeininga í General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints [Almenn handbók: Þjónusta í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu]. Það er fyrir leiðtoga sem:
-
Ekki hafa aðgang að handbókinni í heild á eigin tungumáli.
-
Geta haft gagn af samantektarútgáfu Almennrar handbókar.
Númer þeirra kafla, hluta og undirhluta sem eru í Völdu efni úr Almennri handbók eru þau sömu og í heildarútgáfu Almennrar handbókar. Það auðveldar tilvísanir í sama efni og samanburð.
Stundum er númerum hluta eða undirhluta úr heildarútgáfunni sleppt í Völdu efni úr Almennri handbók. Það er vegna þess að í þessari samantekt handbókarinnar er einungis að finna helsta efni úr heildarútgáfu handbókarinnar.
Þótt Valið efni úr Almennri handbók veiti svör við mörgum algengum spurningum leiðtoga, munu leiðtogar líklega hafa einhverjar spurningar sem þetta rit svarar ekki eða ekki fyllilega. Í slíkum tilvikum geta leiðtogar kynnt sér efnið í heildarútgáfu Almennrar handbókar, ef hún er fáanleg á tungumáli sem þeir skilja. Leiðtogar geta líka ráðfært sig við næsta ráðandi valdhafa til að fá leiðsögn.
Megi Guð blessa ykkur er þið gangið til liðs við hann í starfi sáluhjálpar og upphafningar í þágu barna hans.
Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin