Meðlimir gera sáttmála um að „bera hver annars byrðar, … syrgja með syrgjendum … og hugga þá, sem huggunar þarfnast“ (Mósía 18:8–9). Að annast þá sem hafa stundlegar þarfir, er hluti af starfi sáluhjálpar og upphafningar. Sú ábyrgð á við um alla meðlimi kirkjunnar er þeir þjóna hver öðrum.